Vikan


Vikan - 17.04.1958, Side 12

Vikan - 17.04.1958, Side 12
Hér er þriðji kafli framhaldssögunnar um Christine Granville. konuna sem talin var . . . Hœttulegasta kona veralda r SKYNDILEGA brá ljóma yfir kórinn í kapellu klaustur- skólans. Presturinn þaut út í ofboði. Hempa hans stóð í ljósum logum. Ung stúlka, sem kraup nálægt altarinu, leit í kring- um sig skelfingu lostin. Hana hafði ekki órað fyrir afleiðingum tilraunar sinnar. Það var hún, sem hafði kveikt í hempu prests- ins með logandi kerti. Stúlkan var grönn með barnalegt andlit. Hún hét Christine Granville. Og nú varð hún að taka afleiðingunum. Enn einu sinni yrði hún rekin úr enn einum klausturskólanum. Christine var mikill ærslabelgur. Vinur hennar sagði síðar, að hún hefði áreiðanlega verið rekin úr helming allra skóla í Póllandi. Hún var fífldjörf, og einmitt fífldirfska hennar átti eftir að koma henni að góðum notum í leyniþjónustunni. Stanley Moss hélt áfram að segja mér frá þessari voguðu konu. Hann kvað dirfsku hennar hafa verið einum of mikla. Hún horfðist alltaf óhrædd í augu við allar hættur, en stundum tefldi hún á tvær hættur, aðeins, að því er virtist, til þess að sýna yfirburði sína jrfir karlmönnunum. Dynamit og Gestapomenn 1 byrjun stríðsins var hún látin fremja skemmdarverk á gríðarstórum olíuprömmum, sem gengu eftir Dóná fullir af rúmenskri olíu, sem flytjast skyldi til Þýzkalands. Brezka leyniþjónustan sá henni fyrir sprengiefni. Christine kom annað hvort fyrir tímasprengjum í lestum bátanna, eða þá hún lét festa sprengjur utan á þá. Þetta var áður en Ungverjar fóru opinberlega að taka þátt í stríðinu. En allar líkur bentu til þess, að Ungverjar myndu brátt veita Þjóðverjum aðstoð, og í höfuðborginni úði og grúði af Nazistaforingjum og Gestapomönnum, sem voru allir dulbún- ir sem óbreyttir borgarar. Eitt sinn hafði Christine tekið á móti dynamitsendingu í ferðatösku. Þegar hún hafði rogazt með töskuna dálitla stund, datt henni í hug, að það væri gaman að því, að fá Þjóðverja til þess að bera hana fyrir sig. Hún tók eftir manni, sem bersýnilega var þýzkur hermaður, og byrjaði nú að reyna að lyfta töskunni, stritaðist við að öll- um mætti í hans ásjón. Hún leit biðjandi til hans og brosti sínu fallegasta brosi, og Sagan um Christine Granville er sönn. Hún var ein af hetjum heimsstyrjaldarinn- ar, ótrúleg kona sem lifði ótrúlegu lífi. Þetta er sagan um pólsku greifynjuna, sem gekk í þjónustu Breta þegar nasistarnir óðu inn í Pólland. Þetta er sagan um konuna, sem kunni ekki að hræðast og sem kunni ekki að æðrast. Og enginn maður, hermir sag- an, stóðst töfra hennar. EFTIR ALLEN ANDREWS innan stundar var Þjóðverjinn farinn að bukka sig og beygja, og krafðist þess að fá að bera dynamitið fyrir hana. Stuttu síðar sá Christine leigubíl og veifaði í hann. Hún þakkaði hermanninum kærlega fyrir, og lét hann koma sprengi- efninu fyrir í bílnum, meðan hún sagði bílstjóranum hvert fara skyldi. Christine kom nú sprengiefninu sjálf fyrir í einum fljóta- bátnum, sem lá þar við bryggju. Síðan hélt hún heimleiðis. Þeg- ar hún kom heim, sá hún, að vinur hennar og starfsbróðir beið eftir henni. „Við höfum mikið að gera á morgun," sagði hann. „Þrír flugmenn og skotfærasérfræðingur hafa flúið úr þýzkum fanga- búðum yfir tékknesku landamærin. Það er mikið í veði, og við verðum að hjálpa þessum mönnum.“ Þau fóru á fætur klukkan fjögur næsta morgun og óku að ,,vinahúsi“, þar sem flóttamennirnir biðu þeirra. Síðan var flótta- mönnunum komið fyrir í bíl Andrews, og síðan óku þau suður á bóginn. Brátt varð hindrun fyrir þeim. Nokkrir vopnaðir menn bentu þeim að staðnæmast. Andrew ók hægt að mönnunum, en þegar hann var kominn mjög nálægt þeim, jók hann hraðann. Hermennirnir tvístruð- ust í allar áttir, skutu úr byssum sínum, og einn hljóp að síma- klefa. En með þrautseigju tókst Andrew að komast gegnum allar hindranir, og þetta sama kvöld voru flóttamennirnir komnir í vinahendur. Christine var nú ein eftir ásamt Andrew. Hún andvarpaði ánægð, þegar Andrew ræsti bílinn. En bíllinn vildi ekki fara í gang. Obreyttum borgurum var ekki veitt benzín, svo að Andrew hafði sett tréspíritus á hann, en nú komst bíllinn ekki í gang, nema hann yrði dreginn í gang. Þau voru stödd á bannsvæði nálægt landamærunum, þar sem úði og grúði af varðliðssveitum. Leikið á landamæraverði „Við getum ekkert gert fyrr en á morgun,“ sagði Christine glaðlega. Hún hallaði sér upp að öxl Andrews og sofnaði. í dögun vaknaði hún við það að tveir landamæraverðir gengu að bílnum. Án þess að hugsa sig um tvisvar gekk hún brosandi á móti þeim. „Þið eruð einmitt mennirnir, sem ég var að leita að,“ sagði hún við þá. „Það er laglegt að sitja hérna fastur, þegar mað- ur ætlar að halda heim úr skógarferð.“ Annar maðurinn sagði eitthvað. „Bannsvæði?" svaraði Christine. „Það var þá engin furða, að við skyldum villast. En ég er auðvitað með passa — diplom- atapassa." 22 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.