Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 5
lútandi, varð henni ekki um sel. Hún vildi ekki skjóta sér á bak við Philippu. Hugmyndin hafði verið sú, að láta þetta líta út sem árás ungs glæpamanns, sem sjálfur biði bana af slysni. En núna, þegar lögreglan var búin að komast að því að borið hafði verið á lamirnar, hafði málið tekið aðra stefnu. Og það var enginn (hún hafði ekki hugmynd um hver Júlía var), sem hafði nokkra ástæðu til að vilja drepa hana nema Phil- ippa ein. Hún gerði sitt bezta til að koma í veg fyrir að Philippa þekktist. Hún áttaði sig nógu fljótt til að segja þér að Sonja hefði verið lítil og dökkhærð, þegar þú spurðir hana, og hún fjai'lægði allar gömlu myndirnar af Sonju úr albúminu, svo að þú sæir ekki hve líkar mæðgurnar voru, um leið og hún tók allar myndirnar af sér og Letitiu. — Og svo lét ég méi' detta í hug að frú Swettenham væri Sonja Goedler, sagði Craddock hneykslaður. — Aumingja mamma, tautaði Edmund. Allra heiðvirðasta kona — eða það he^ ég alltaf haldiö. — Auðvitað var það Dóra, sem henni stafaði aðallega hætta af. Með hverjum deginum sem leið, varð Dóra gleymnari og fjasgjarnari. Ég man eftir augnaráðinu, sem ungfrú Blacklock sendi henni daginn sem ég drakk með henni te. Og á ég að segja ykkur hvers vegna? Vegna þess að Dóra hafði enn einu sinni kallað hana Lotty. 1 okkar eyrum hljómaði þetta bara sem mismæli. En Karlotta varð dauðskelfd. Þetta endurtók sig hvað eftir annað. Aumingja Dóra gat ekki stillt sig um að tala. Þegar við sátum saman í Blábrystingnum, hafði ég það einhvern veginn á tilfinningunni að hún væri að tala um tvær manneskjur, ekki eina — enda var það líka rétt. Aðra stundina sagði hún að vinkona sín hefði ekki verið áberandi glæsileg stúlka, en ákaflega skapföst, og rétt á eftir lýsti hún henni sem fallegri, léttlyndri stúlku. Hún talaði um að Letty hefði alltaf verið svo fær, væri ein af þeim stúlkum sem komast áfram í lifinu — og í næstu andrá var hún farin að segja frá því hvað hún hefði átt ömurlega æfi og tala um dapui'leg örlög borin af hugrekki — en þetta virtist engan veginn geta átt við Letitiu og æfikjör hennar. Ég býst við að Karlotta hafi heyrt mikið af því sem við sögðum þennan morgun, þegar hún kom inn í kaffihúsið. Að minnsta kosti hefur hún heyrt Dóru minnast á lampa- skiptin og segja að hjarðsveinninn hafi verið kominn í staðinn fyrir hjarð- meyna. Þá gerði hún sér loks fulla grein fyrir því hve hræðilega hættu- leg þessi vesalings trygga Dóra var henni. Ég er hrædd um að samtalið við mig í kaffihúsinu hafi ráðið örlögum Dóru — þið verðið að afsaka svona háfleygt orðalag. En ég býst við að það hefði reyndar komið í sama stað niður . . . Karlotta var alltaf i hættu meðan Dóra Bunner lifði. Henni þótti vænt um Dóru — og hún vildi ekki drepa hana — en hún sá enga aðra leið. Og ég býst við að henni hafi tekizt að telja sér trú um að þetta væri allt að því góðverk. Vesalings Bunny, hún átti ekki langt eftir' ólifað hvort eð var og ef til vill mundi hún fá kvalafullan dauðdaga. Það einkennilegasta er þó það, að hún skyldi gera allt sem í hennar valdi stóð til að gera Bunny sem hamingjusamasta þennan síðasta dag. Hún hélt afmælisveizlu fyrir hana, lét baka þessa sérstöku tertu . . . - - Ljúffengan dauða, sagði Philippa og það fór hrollur um hana. — Já — já einmitt. Hún reyndi að gefa vinkonu sinni ljúffengan dauða . . . Hún hélt veizlu, gaf henni allt sem henni þótti bezt og reyndi að koma í veg fyrir að fólk segði eitthvað, sem gæti komið henni í geðs- hræringu. Og svo hafði hún pillurnar í aspirínglasinu á sínu eigin nátt- borði, svo að Dóra mundi fá af þeim, þegar hún fvndi ekki glasið sem hún var sjálf nýbúin að kaupa. Þá mundi líta svo út að pillurnar hefðu verið ætlaðar Letitiu . . . Bunny dó því fullkomlega hamigjusömu í svefni, og öryggi Karlottu var ekki lengur ógnað. En hún saknaði Dóru Bunner — hún saknaði trygglyndis hennar og vináttu, og saknaði þess að geta ekki spjallað við hana um gamla daga. Hún grét sárt daginn sem ég kom upp eftir til hennar með bi-éfið ft'á Júlían — og sorg hennar var ósvikin. Hún hafði drepið ástkæra vinkonu . . . — Það er skelfilegt til þess að hugsa, sagði Bunch. — En ákaflega mannlegt, sagði Júlían Harmon. Okkur hættir til að gleyma því hve mannlegir morðingjar eru. - Já, vissulega, sagði ungfrú Marple. Mannlegir og oft ákaflega aumk- unarverðir. En þeir eru líka hættulegir. Einkum veiklyndir morðingjar eins og Karlotta Blacklock. Því þegar veiklyndar manneskjur verða verulega hræddar, þá verða þær alveg óðar af skelfingu og missa algerlega stjórn á sér. Áttu við morðið á Murgatroyd? spurði Júlían. — Já, vesalings ungfrú Murgatroyd. Karlotta hlýtur að hafa komið upp að húsinu og heyrt þær vera að rifja upp árásina. Glugginn stóð opinn og hún hlustaði á þær. Henni hafði aldrei komið til hugar að neinn annar gæti verið henni hættulegur. Ungfrú Hinchliffe var að hvetja vinkonu sína til að muna hvað hún hefði séð, en fram að þessu hafði Karlotta ekki látið sér detta í hug að nokkur maður hefði séð neitt. Hún hafði gert ráð fyrir því að allir hefðu horft á Rudi Scherz. Hún hlýtur að hafa haldið niðri í sér andanum og hlustað. Mundi þetta vera í lagi ? En þá, rétt um leið og ungfiú Hinchliffe rauk af stað niður á stöðina, kom í ljós að ungfrú Murgatroyd var að átta sig á sannleikanum. Hún kallaði á eftir ungfrú Hinchliffe: ,,Hún var þar ekki . . .“ SÖGULOK I NÆSTA BLAÐI Gerist áskrifendur VIKUNNAR! VIÐSKIPTASKRÁIN 1958 er í prentun. Félög og einstaklíngar, sem reka viðskipti í einhverri mynd, og ekki eru þegar skráð í bókinni, hafa enn tíma til að láta skrá sig. Viðskiptaskráin er ómissandi handbók á hverri skrifstofu og öllum, sem vilja fylgjast með viðskiptalífi þjóð- arinnar. Viðskiptaskráin fer víða um heim og liggur frammi í öllum sendi- ráðum íslands erlendis, enda berast henni jafnan fjöldi fyrirspurna erlendis frá. Ekkert fyrirtæki, sem vill láta að sér kveða, má láta sig vanta í Viðskiptaskrána. Allar upplýsingar fúslega veittar. VIÐSKIPTASKRÁIN Tjarnargötu 4 — Sími 17016 YIKAN a

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.