Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 13
vöxt hennar, þegar hún stóð upp. Thursday fann að hún átti í mik- illi innri baráttu. Hún var sallaróleg — nema hvað brún augun komu upp um hana. Bak við skæra augasteinana voru skuggar örvæntingar og ótta. Og þegar hún sá hávaxna manninn i snjáðu bláu fötunum, leit hún undan ringluð. Maðui'inn, sem hún hafði verið að tala við, stóð einnig upp frá legu- bekknum. Hann var stór og axlabreiður. Hann var sólbrúnn og kringlu- leitur. Hár hans og augabrúnir voru orðin gulleit af sólinni. Þegar hann brosti vingjarnlegu brosi, sáust greinilega i honum flestar hvítar tennurn- ar. Clapp gekk til hans og rétti fram lúkuna. „Ég heiti Clapp. Lögregla — morðdeild.“ Ókunni maðurinn ljóshærði sagði: „Gilpin heiti ég. Les Gilpin. Ég geri ráð fyrir að þér viljið vita hvað ég er að gera hérna.“ „Já, við viljum yfirleitt vita hvað gengur á í svona máli. Ég geri ráð fyrir að þér séuð lögfræðingur." Georgia fékk sig til þess að líta fráman í Thursday og sagði spyrj- andi: „Ég bjóst ekki við'því að ég þyrfti lögíTæðing." Clapp sagði fljótt: „Auðvitað ekki. Auðvitað er það óþarfi." Gilpin ræskti sig. „Ég held að frú Mace hafi aðeins viljað tala við mig sem vin. Hún hringdi í mig fyrir eitthvað hálftíma.“ „Það er satt,“ sagði Georgia. „Ég þarf bara- á vini að halda.“ „Einkum vegna þess að fyrri maðurinn hennar sveik hana alger —“ Ljóshærði maðurinn leit á Thursday í fyrsta sinn. „Er þetta hann?“ „Þetta er hann. Ég heiti Thursday.“ „Ég kannaðist við yðui' af lýsingu Georgiu, Thursday." „Þakka gullhamrana," muldraði Thursday. Hann leit aftur á hvítan kúrekahatt Gilpins, þar sem hann lá á pianóinu. Clapp leit á mennina tvo til skiptis hugsandi. „Til þess að fyrirbyggja allan misskilning — hvað gerið þér, Gilpin?“ Ljósar augabrúnirnar lyftust spyrjandi. „Hérna? Ég var að segja það.“ Thursday fann, að Gilpin þurfti ekki mikið til þess að missa stjórn á sér. Hann fann að honum geðjaðist ekki að honum. „Nei,“ sagði Clapp rólega. „Hvað starfið þér yfirleitt. Hvernig vinnið þér fyrir daglega brauðinu ?“ „Nú, ég he.f bílasölu. Á horninu á nítjándu götu og Broadway." Georgia sagði: „Gilpin er góður vinur mannsins míns. Þegar mér fannst ég verða að tala við einhvern í morgun datt mér auðvitað hann í hug.“ „Auðvitað.“ Clapp kinkaði þunglamalega kolli til samþykkis. „Ég geri ekki ráð fyrir að þér vitið hvar dr. Mace er niðurkominn, Gilpin?“ Andlit ljóshærða mannsins var sviplaust, en augun lýstu óvináttu. Og sölumannsrödd hans gaf ekkert til kynna. „Nei, ég er hræddur um að ég viti ekki um hann. Homer sagði mér ekkert um þessa ferð til Long Beach, og ég heyrði fyrst um þessa ferð hjá Georgiu í gær." Clapp leit á gólfið hugsi og sagði: „Einmitt." Þegar hann leit upp, brosti hann vingjarnlega. „Við ætlum að fara að taka skýrslur af frú Mace og herra Thursday. Þar sem það er eklci venjan að fólk, sem ekki er eitthvað viöriðið glæpinn sé viðstatt —“ hann þagnaði — „gætuð þér þá ekki farið inn í annað herbergi, Gilpin." „Auðvitað." Gilpin gekk til dyra. „Gleður mig að hafa kynnzt ykkur öllum." Hann meinti þetta ekki. Georgia kallaði á eftir honum. „Við verðum ekki lengi, Les.“ Huröinni var lokað og Crane muldraði: „Ég vona ekki. Ég er orðinn syfjaður. Ég var búinn í vinnunni fyrir tveimur klukkutímum." Clapp lyfti annarri augabrúninni. „Þú ert búinn í vinnunni þegar fólk hættir að drepa fólk. Hvar hefurðu séð Gilpin áður, Thursday?" Spurn- ingin féll eins og beitt sverð. Thursday skellti í góm. „Þvílik kænska. Gilpin keyrði Georgi til mín niður á Bridgeway í gær. Hann kom ekki inn.“ Lögregluforinginn stóri virtist vonsvikinn. Síðan hló hann. ,,Ég hlýt að vera eins þreyttur og Jim. Ég hélt að ég væri orðinn slunginn. Einkum vegna þess að þú talaðir um hattinn hans í alla nótt. Þótt Gilpin hafi ekki komið inn, þá hefur hann nú samt haft óvenju rnikil áhrif á þig.“ „Það þarf lítið til þess að hafa áhrif á mig." Georgia settist. Hún sagði þreytulega: „Má ég gefa skýrsluna? Mér finnst ég ekki þurfa á lögfræðingi að halda, og ég vil ljúka þessu af." „Nokkrar smáathugasemdir fyrst," sagði Clapp róandi. „Skrifið þér öll viðtöl við dr. Elder í minnisbókina á skrifborðinu ?“ „Flest. Öðru hverju skrifar hann samt sjálfur." „Skrifar hann með skrifstöfum eða prentstöfum ? “ „Yfii-leitt með prentstöfum." „Vissuð þér að hann hafði viðtal við einhvern klukkan hálf-niu í gær- kvöldi ?“ „Ég held ekki.“ Hún leit spyrjandi á mennina þrjá. „Átti hann viðtal við einhvern. Hann vissi ekki að Max mundi koma.“ Thursday brosti gleðivana brosi. „Hann sagðist hafa vitað að ég hefði ætlað að koma — hann sagði að þú hefðir sagt sér það.“ Hún virtist herpast saman í skelfingu. „Nei, ég gerði það ekki! Ég lofaði þér að ég skyldi ekki vara hann við!“ „Hann kannaðist við mig, ástin.“ Þú hurfu vandræðin úr augum hennar til muna. „Auðvitað kannaðist Framhald á bls. lJf. MAIMIMÆTUR í SJÓIMIiM TTANN kom manninum algerlega að óvörum. Engum svörtum ugga sást bregða fyrir í vatninu. Fólkið á strönd- inni heyrði skelfingaróp mannsins, sá hann hefja handleggina til himins, svo færði hákarlinn hann í kaf. Hann sást snöggvast aftur; hákarlinn var með hann í kjaftinum. Svo hvarf hann í hafið og neyðarópin þögnuðu . . . Svona skeður þetta. Og það getur skeð aftur . . . Það er sama hvar þú syndir undan Ástralíuströnd: þessir ránfiskar eru aldrei langt undan. Það getur verið lífs- hættulegt að nota sjóinn og sólskinið í Ástralíu. Flestar árásirnar eiga sér stað við austurströndina. Að minnsta kosti fimmtíu sundmenn hafa orðið fyrir árás hjá baðströndinni í Sydney. Hákarlar sækja líka upp í ár og jafn- vel vötn, þar sem þeir leggjast á hesta og hunda. Hinn skæði og grimmi tígris- hákarl heldur sig gjarnan við bryggj- ur, þar sem hann hirðir matarleifarnar sem varpað er frá skipunum. Ástralía hefur einskonar einkarétt á mannskæðum hákörlum. Áströlsku há- karlarnir eru stærri en annarstaðar í heiminum. Þeir valda líka hvergi eins miklu tjóni. Þegar hvítir menn byrjuðu að flytj- ast til Ástralíu, virðast einungis gæzlu- mennirnir í fanganýlendunum hafa reynt að hafa gagn af hákörlunum. Með því að geyma ódælustu fangana á eyði- eyjum í grend við Sydney, gerðu þeir hákarlinn að fangaverði og stundum böðli. Yfirvöldin í Nýju Suður Wales hafa öðrum fremur beitt sér fyrir herferð- um gegn þessum skaðræðisfiski. Marg- ar uppástungur hafa komið fram um það, hvaða meðul séu bezt til þess að verjast hákörlum. Um það leyti sem sjóböð komust í tízku, kom fram æði brosleg tillaga. Sundfólkið átti að klæð- ast svörtum samfestingi — alsettum bjöllum! Kafljós og rafstraumur hefur verið reyndur til þcss að hræða hákarlinn frá baðströndum. Hávær neðansjávar-gjall- arhorn hafa líka verið reynd. En árang- ur af þessu hefur ekki ennþá svarað kostnaði. í heimsstyrjöldinni var gerð tilraun með áburð, sem sundmaðurinn smurði á sig. Ónafngreindur ofurhugi tók sér fyrir hendur að sanna, að svo megn óþefur væri af áburðinum, að hákarl- inn legði á flótta. Svo reyndist líka vera, þegar fullhuginn stakk sér í laug, sem geymdi tvo mannskæða hákarla. Þeir litu ekki við honum. Áburðurinn dugði með öðrum orðum. En hann hafði þann ókost að hann fór líka svo illa í nef mannfólksins að þa'ð lagði á flótta. Um skeið voru borguð verðlaun fyrir hvern drepinn hákarl, eða þar til ein- hver sýndi fram á, að þetta hafði bara útgjöld í för með sér en gerði ekkert gagn. Þó að allur ástralski flot- inn varpaði djúpsprengjum á hákarlana, mundi það hafa hverfandi áhrif á við- komu þeirra. Við áströlsku baðstrendurnar hafa stálnet gefið bezta raun. Það eru bún- ar til varnargirðingar. Meðallengd net- anna er 500 fet, og leitast er við að láta þau ná til botns. Þau eru lögð við flotholt og ankeri. Þegar þessum netum var fyrst komið fyrir við baðströndina í Sydney, veidd- ust í þau um þúsund hákarlar á ári, auk þess sem mjög dró úr árásum á baðgesti. Engum þykir vænt um hákarlinn, ekki einu sinni öðrum hákarli. Þeir éta hvern annan miskunnarlaust. Þetta eru sannkallaðir vargfiskar. I einum hákarli, sem náðist, fannst hylkið af átján punda fallbyssukúlu, í öðrum poki af fiðri, gömul stígvél, niðursuðudósir og kartöflupoki — og voru sumar kartöflurnar byrjaðar að spíra! Um áttatíu hákarlategundir finnast við Ástralíu, en fæstar eru mannætur. Hættulegustu tegundirnar eru hval- hákarlinn og tígrishákarlinn. Stærsti hákarlinn, sem veiðst hefur við Ástralíu, var nærri tólf metra lang- ur. — KENDRICK HOWARD. \TIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.