Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 10
Sakluus - ug þó sek Harmsaga konunnar, sem varð fjölda manns að bana HÚN varð fieiri mönnum að bana en nokkur önnur kona í sögu Bandaríkjanna. Pórnardýr hennar skiptu hundruðum. Hún drap með berum hönd- um, án þess að þurfa að snerta fórnarlömbin. Hún var hundelt árum samah áður en hún náð- ist og þá var hún hneppt í æfi- langt fangelsi. Þó gerðist Mary Mallon aldrei sek um neinskonar glæp. Mary var saklaus morðingi, af því hún var smitberi. Hún var ónæm fyrir taugaveiki, en bar taugaveikisýkilinn, og hvar sem hún fór sýkti hún fólk af hínni hræðilegu veiki. Saga Mary Mallon líkist hörkureyfara. Þetta byrjaði hinn 4. ágúst 1906 í stóru húsi við Oyster Bay, 18 mílur frá New York. Frú WiHiam Warren, kona efn- aðs bankastjóra, var nýflutt í húsið og hugðist dvelja í því sumarlangt með fjölskyldu sinni. Hún símaði á ráðningastofu og bað um matreiðslukonu. Mary Mallon varð fyrir valinu. Hún var liðlega þrítug, ljós- hærð, hæglát og fámælt. En hún var snjöll matreiðslu- kona. Eftir fyrstu máltíðina, kallaði frú Warren á stofustúlk- una og sagði: „Farðu niður í eldhús og segðu Mary hve góð- ur okkur hafi fundist matur- inn.“ Hvernig átti frú Warren að yita, að maturinn, sem Mary hafði handleikið, var fullur af bráðdrepandi sýklum? Skömmu seinna veiktust sex í húsinu af taugaveiki. Heilbrigðismálastjórnin í New York lét málið til sín taka. Hún sendi dr. George Soper á vettvang. Dr. Soper reyndi vikum sam- an að finna upptök sjúkdóms- ins. En árangurslaust. Að lok- um fór hann á fund frú War- ren. „Munið þér, hvort þér buðuð nokkrum ókunnugum heim til yðar áður en þetta byrjaði ?“ spurði hann. „Nei . . . nei . . . áreiðan- lega ekki, því að við vildum, að nýja matreiðslukonan yrði búin að koma sér almennilega fyrir áður en við byðum gest- um,“ svaraði frú Warren. oviljandi „Nýja matreiðslukonan ?“ kváði dr. Soper. „Já,“ sagði frú Warren. „Mary Mallon. Hún veiktist ekki. En hún reyndist okkur alveg dásamlega. Mér fannst mjög fyrir því þegar hún fór.“ Matreiðslukonan.........Dr. Soper grunaði að hann væri kominn á slóðina, þó að hann gæti ekki strax áttað sig á á- stæðunni. Svo mundi hann það. Hann minntist nýju kenningarinnar, sem hermdi, að menn gætu bor- ið taugaveikisýkilinn og sýkt aðra, en verið sjálfir ónæmir fyrir honum. Dr. Soper flýtti sér á ráðn- ingastofuna. Hvar, spurði hann, var Mary Mallon. Forstöðumaðurinn vissi það ekki. En hann gat látið lækn- irinn fá nöfn fyrrverandi hús- bænda hennar. Dr. Soper heimsótti þá hvern af öðrum. Auðuga fjölskyldu, sem hafði ráðið Mary árið 1900 . . . „Hún fór eftir að gestur, sem hjá okkur dvaldist, fékk tauga- veiki.“ Aðra f jölskyldu í New York . . „Hún fór eftir að þvottakonan okkar fékk taugaveiki.“ Fjölskyldu lögfræðings í Maine . . . „Skömmu eftir að hún kom, fengu sjö okkar taugaveiki. Hún hjúkraði okk- ur af mikilli alúð. Við gáfum henni 50 dollara þegar hún kvaddi.“ Böndin héldu áfram að ber- ast að Mary Mallon . . . þar til dr. Soper tókst að rekja slóð hennar að gömlu húsi í auð- mannahverfi New York. Þjónustustúlka kom til dyra. „Það eru veikindi í húsinu — tveir hafa veikst af taugaveiki,“ sagði hún. Dr. Soper hélt rakleitt inn í eldhúsið. Hvítklædd kona stóð við eldavélina og hrærði í potti. Dr. Soper sagði til sín og skýrði henni frá rannsókn sinni. „í fáum orðum sagt,“ lauk hann máli sínu, „hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að þú sért smitberi, að taugaveiki fylgi þér hvert sem þú ferð.“ í fyrstu kom Mary ekki upp orði. Hún náfölnaði. Loks stundi hún, skjálfandi af geðs- hræringu: „Ég?“ 10 AUSTUR OG VESTUR Hér er mynd, setn tekin var á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem lokið er fyrir skemmstu. Hún er að því leyti óvenjuieg', að þarna mætast stjörnur frá austri og vestri. Þessa Iengst til vinstri kannlst þið eflaust við: Sopliiu Loren hina ítölsku. I*á er rússneska leikkonan Tatiana Samoilova, en ein aí myndum hennar fékk verðlaun á hátíðinni, þá bandaríska leikkonan Mitzi Gaynor og loks önnur rússnesk, Lina Yudina. Svo roðnaði hún og augun loguðu af heift. „Ég!“ hrópaði hún. „Ég!“ Allt í einu greip hún steikar- gaffal og óð að honum. „Út!“ hrópaði hún. „Út með þig!“ Dr. Soper lagði á flótta. Nokkrum dögum seinna kom hann aftur — með þrjá lög- regluþjóna og annan heilbrigð- isfulltrúa. Þeir urðu að leita að Mary. Hún fannst í skúr í garðinum og það varð að flytja hana með valdi á sjúkrahús. Þar staðfestu læknar þá til- gátu Sopers, að Mary hefði sýkilinn. Þeir stungu upp á því, að hún gengi undir uppskurð, sem mundi losa líkama hennar við hinn ægilega morðingja. En Mary harðneitaði. Svo að hún var flutt í örlítið einangrað hús á lóð Riverside sjúkrahússins á North Brother eyju. Þar dvaldist hún einsömul í tvö ár. Þá tók lögfræðingur að nafni Francis O’Neill að sér mál henn- ar og krafðist þess að hún yrði látin laus. Hann hélt því fram, að fangelsun hennar hefði enga stoð í lögum. O’Neill tapaði málinu, en heilbrigðismálastjórnin komst engu að síður að þeirri niður- stöðu, að hún gæti ekki haldið áfram að loka Mary Mallon inni gegn vilja hennar. Hún var látin laus gegn því loforði, að hún hefði samband við heilbrigðismálastjórnina og fengist ekki framar við mat- reiðslu. Sex mánuðum seinna hvarf hún eins og jörðin hefði gleypt hana. Hún skipti um nafn — og fékk sér vinnu sem mat- reiðslukona. Ekki leið á löngu þar til fregnir fóru að berast af nýj- um taugaveikistilfellum . . . í gistihúsum í útborgunum Sout- lrampton og Huntington, í veit- ingahúsi við Broadway, á greiðasölustað í Brooklyn. Og alltaf tókst Mary Mallon að smjúga úr greipum yfirvald- anna. Alltaf var hún nýfarin, þegar fulltrúa heilbrigðiseftir- litsins bar að garði. Nú var hún komin í blöðin — Taugaveiki-Mary kölluðu þau hana. Nafn hennar var á allra vörum. Svo gerðist það dag nokkurn fimm árum eftir brottför henn- ar úr sjúkrahúsinu, að dr. Soper var kvaddur í símann. Röddin í símanum sagði: „Þetta er dr. Cragin á Sloane kvenna-sjúkrahúsinu. Það er komin upp taugaveiki hjá okk- ur. Yfirhjúkirunarkonan segir mér, að við höfum ráðið nýja konu í eldhúsið fyrir nokkr- um vikum, og nú kemur mér til hugar hvort . . .“ Framhald á bls. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.