Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 14
908. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 fljót — 3 limur — 9 hrúga — 12 umflotið land — 13 vík — 14 þreytt — 16 eins —- 17 veiði- tæki — 20 tóvinnutæki — 22 egg — 23 er á hálsi nauta — 25 togaði — 26 ótta — 27 bogi •— 29 rifrildi — 31 mannsnafn — 32 tónn — 33 fanga- mark félags — 35 sagnfræðingur sá er ætíð vildi hafa það sem sannara reyndist — 37 frumefnis- tákn — 38 hryssa — 40 lindi — 41 tapa — 42 skrifar — 44 verður að ís — 45 blautlendi -— 46 Ijóma — 49 fiskur — 51 úr húsi — 53 andstæðing- ar — 54 einkennisstafir — 55 farvegur -— 57 ut- an — 58 sápa (vöruh.) — 59 part skepnunnar — 60 biblíunafn — 62 menn — 64 sníkjudýr — 66 tölueining — 68a letur — 69 fangamark sam- bands — 71 kátur — 74 í munni — 76 skeyti — 77 ónothæf — 79 frumpartur — 80 tónn — 81 vínstofa — 82 ófreskjan — 83 sumir leika á oddi hans. Lóðrétt skýring: 1 bundin — 2 ar — 3 bátsenda — 4 eldsneyti — 5 tryllt — 6 á fæti — 7 óþrif — 8 uppspretta — 10 tímabil — 11 áflog, þf. — 13 gráða — 15 fæða — 18 afkvæmi — 19 líffæri — 21 farga — 23 dysja — 24 ekki allir — 26 festa yndi — 27 fallin — 28 glysgjarn — 30 vísir að nýjum ein- stakling — 31 meyjar — 32 fugl — 34 biblíunafn — 36 reið á svip — 38 veiða — 39 sterkur — 41 meindýr — 43 lélegur — 47 gælunafn — 48 hinn fyrsti maður — 49 gjótan — 50 á hesti — 52 prettir — 54 blóm — 56 botnfall — 59 undur — 61 þjóðhöfðingi — 63 veggur — 64 geð — 65 hlut- deild — 68 íþrótt — 69 bráðum — 70 blóm — 72 bókstafur — 73 magur — 74 málmur — 75 lágt hljóð -- 78 drykkur — 79 tvíhljóði. Lausn á krossgátu nr. 907 Lárétt: 1 fauskur — 7 þengils — 10 ofn — 15 ágæt — 17 ferðin — 18 ræna — 20 gnæfa — 22 anni — 23 stakk — 25 aka — 26 ómi — 27 ku — 28 kot — 30 illar — 32 fl. — 33 orm — 35 nirflar — 36 Kai — 37 ópal — 39 kænn — 40 stundar- gamans — 42 stoð — 43 ræma — 45 kör — 46 prestur — 48 nóa — 50 ör — 51 Rússi — 52 stig — 54 Mr. — 55 þul — 56 ang — 58 notum — 60 unun — 62 búnir — 64 róla — 65 línuna — 67 ilin — 69 lin — 70 lagrænn — 71 tollinn. Lóðrétt: 1 forskot — 2 afætur — 3 unna — 4 ká — 5 ugg — 6 ræna — 8 efa — 9 ne — 10 gramr — 11 iðni —■ 12 lin •— 13 snillin — 16 tækifærisinni — 19 akk — 21 fall — 24 konan — 26 óar — 29 tildurs — 31 Lasarus — 32 fans — 34 mótor — 36 kænan — 38 puð — 39 Kam — 40 stör — 41 mærin — 42 skökull — 44 farmann — 46 púl — 47 Esaú — 49 ómulin —- 51 runur -— 53 gor — 55 þung — 57 gilt — 59 tóli — 61 nia — 62 ban — 63 Rio — 66 næ — 68 n.l. Svör við „Veiztu“ á bls. 11. 1. Paul Henri Spaak. 2. Á Snæfellsnesi (538 m. hátt). 3. Nautilus. 4. Nei, venjulega koma fáar kríur á reytingi fyrri hlutann í maí, og síðan kemur flokk- urinn upp úr tólfta, en ekki endilega 14. 5. a) Dansk-íslenzka félagið. b) Alliance Francaise. . c) Anglia. d) Germania. e) Normandslaget. f) Sænsk-íslenzka félagið. g) Færeyingafélagið. h) Íslenzk-Ameriska félagið. 6. a) 10—44 f. Kr. b) 1446—1506 c) 1564—1616 d) 570—632. 7. Mont Blanc (4810 m). 8. 24 karata. 9. Frank G. Slaughter. 10. Reykur. GLERAUGUN Framhdld af hls. S. ur komist út í öfgar. Eins og í Bandaríkj- unum upp úr fyrri heimsstyrjöld. Þá var því haldið fram í fyllstu alvöru, að fólk ætti að skipta um gleraugu eins og það skiptir um yfirhafnir: eiga ein vinnu- gleraugu, ein heimagleraugu og að minnsta kosti ein sparigleraugu til þess að setja upp þegar það færi út að skemmta sér. Og höfundur þessarar greinar veit ekki betur en f jöldi Bandaríkjamanna hafi hlýtt þessu. — E. S. TURNER. BINN A MÖTI ÖLLUM - Pramhald af Ws 13 hann við þig. Þið Tommy eruð svo líkir. Hann hefur þekkt þig á svipnum.“ Thursday hugsaði sig um og sagði blíðlega. „Jæja. Hvað er þá •— eða hver er — Saint Paul? Það var skrifað framan við hálf-níu.“ „Ég veit það ekki,“ sagði hún. ,,Ég kannast ekki við það sem manns- nafn. Ég man yfirleitt eftir nöfnum sjúklinganna. Gæti það hafa verið einhver frá —“ Crane greip fram í fyrir henni. „Við vitum það ekki.“ Clapp sagði: „Þér hleyptuð Max inn i gærkvöldi, þegar hann kom í heímsókn til Elders. Hann ætlaði að tala við hann um barnsránið. Þér sáuð hann ekki vegna þess að þér sofnuðuð. Örmagna, geri ég ráð fyrir —- og ég skil yður mætavel." Georgia kinkaði einu sinni kolli hikandi og lögreglumaðurinn sneri sér að Thursday. „Svo að þú varst síðasti mað- urinn, sem sá Elder á lífi.“ Konan spennti greipar i kjöltu sinni. „Eg hefði ekki átt að gera það. Ég skil ekki hversvegna ég var að sofa. En þegar Max kom, fannst mér allt ætla að ganga að óskum. Ég geri ráð fyrir að ég hafi viljað trúa því, að hann kæmi öllu í lag á svipstundu." Hún var að skýra þetta fyrir sjálfri sér. Hún bætti við mjúkri röddu en ákafri. „Ég hefði átt að vita betur!“ Georgia sá nú að mennirnir voru að hlusta á hana. Hún roðnaði. Það var þögn, og Clapp setti stút á varirnar. „Ert þú undir það búinn að segja okkur sögur?“ Thursdáy starði á gólfið og sagði: „Ætli það ekki.“ „Henry," sagði Clapp við unga manninn, sem lítið hafði skipt sér af . samtálinu. Ungi maðurinn gekk frá glugganum að legubekknum. Hann setti ræriiú í vélina, náði sér í stól og sneri honum við. Hann sat klofvega á stólnum og hélt fingrinum sentimeter yfir stafaborðinu og beið. „Ég heiti Max Thursday. Heimilisfang •— Bridgeway hótelið milli I og J á Fimmtu." Hann fór hröðum orðum um fyrri störf og sagði að frú Homer Mace hefði verið kona hans. Hann gekk milli píanósins og arin- hillunnar meðan hann talaði, neri sér stundum um ennið til þess að þurrka burt sársaukafullt ský, sem þar var. En frásögn hans var eðli- leg, rökræn, og hendurnar á hraðritaranum unga þutu yfir stafaborðið á suðandí vélinni. Hann sagði frá heimsókn Georgiu til hans daginn áður, sagði nákvæmlega frá öllu, minntist á litinn á kjól hennar og manninum, sem hanri hafði séð, sem vel hafði getað verið Gilpin. Clapp kinkaði kolli til nokkurs konar samþykkis, þegar á leið og leit af manninum í bláu fötunum, sem spígsporaði um gólfið. Hann hallaði sér aftur í stólnum og leit í stað þess á Georgiu. Hún virtist dáleidd af frásögn manns síns fyrrverandi. Thursday sagði frá samtali sinu og læknisins látna, sagði frá hræðslu Elders við einhvern ókunnan mann. Þetta j ýkti hann nokkuð, en sleppti öllu um það er hann var sleginn með byssunni. Hann minntist á skrámurnar á höfði sér, og taldi þær ef til vill orsök minnisleysis síns, þar sem hann mundi lítið kvöldið eftir samtalið. Þegar hann þagnaði, spurði Clapp: „Það er nú það, eða hvað?“ Thurs- day náði sér í sígarettu á kaffiboi'ðinu. Gegnum eldinn frá eldspýtunni Saklaus — og þó sek. Framhald af bls. 10. Jú, enn var Mary Mallon að verki. Þegar dr. Soper kom að sækja hana, lét hún það gott heita. Kjarkur hennar var brostinn, hún var búin að gefa upp alla von. Mary fluttist aftur í litla húsið á lóð Riverside sjúkra- hússins. Þar bjó hún í 23 til- breytingalaus ár — f angi — uns hún andaðist hinn 11. nóvemb- er 1938. Dr. Soper var einn af þeim fáu sem voru við jarðarför hennar. Við gröf hennar kann hann að hafa hugleitt það hve mikið hún hafði mátt líða fyrir að verða fóki að bana óviljandi. En hann vissi líka, að rauna- saga hennar hafði hjálpað lækn- unum í baráttunni við morð- sýkilinn. Því að þegar taugaveikiberar finnast núna, er rannsakað hvort sýkillinn spretti í gall- blöðru þeirra. Sé svo, hættir maðurinn að vera smitberi þeg- ar gallblaðran er fjarlægð. — MERRY ARCHARD Svo köm að........... Framliald af bls. 11. því að þau voru ljós og sáust vel í myrkrinu. Að lokum komst hún þó inn um glugga á mannlausu húsi og hugði sig hólpna. En þegar hún gerði til- raun til að skjótast út á götu, hljóp hún í fangið á tveim ur lögregluþjónum, sem þar biðu. Réttarhöldin yfir henni vöktu mikla athygli. Nú vantaði ekki sönnunargögnin. Og þótt hún fengi sér fjölda lögfræðinga og verðist, eins og ljón, lyktaði þessu með því að hún fékk þrjátíu daga tukthús. Þegar henni var sleppt, var henni bannað að starfrækja fleiri ,,klúbba“ í New York. Belle gafst þó engan veginn upp. Hún fluttist til Reno í Nevada og hóf leynivínsölu á nýjan leik. En þegar vínbannið var afnumið, lenti hún í erfið- leikum. Krárnar hennar báru sig ekki í frjálsri samkeppni, hún varð að loka í Reno, hélt til Kaliforníu og opnaði þar nýtt veitingahús, en varð að loka því. Hún var fátæk, einmana og vinasnauð, þegar hún sneri til New York. Það var árið 1937. Kannski átti hún von á því, að þar ætti hún einhverja vini. En gömlu aðdáendurnir voru búnir að gleyma henni. Konan, sem hafði leikið sér að milljónum og milljónamær- ingum í Evrópu og Ameríku, lifði síðustu tuttugu árin við sárustu fátækt í ömurlegu kjall- araherbergi í ömurlegum leigu- hjalli. — BRIAN GLANVILLE. leituðu augu hans augna Georgiu. „Bættu þessu við,“ sagði hann. „Þótt ég hafi ekki séð son minn, sem nú heitir Tommy Mace, í nokkur ár, ætla ég samt að gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess að ná í hann heilan á húfi og færa móður hans.“ Eins og hann beindi orðum sínum eingöngu til Georgiu, bæti hann við blíðlega. „Allt, sem í minu valdi stendur.“ Framhald í næsta blaði. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.