Vikan


Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 6
FRÁ HUNDUNUM í TORREMOLINOS I KJALLARANN VK) TJARNARGÚTU ,,Nálægt sjó." Olíumynd eftir Steinþór. (Ljósm. Oddur). E INN morguninn tókum við eftir ungum manni, sem kom út úr kjallara á gömlu húsi hinum megin við götuna og bar skólpfötu í hendi. Hann skvetti úr henni í göturæsið, hvarf síðan inn í húsið á ný og birt- ist von bráðar aftur með fötuna fulla. Maðurinn var klæddur gallabuxum og peysu stórri og órakaður, skarp- leitur og fölleitur eins og Skarphéð- inn en þó gæfumannlegur. Ekki leið á lóngu áður en við bárum kennsl á manninn. Hér var kominn Steinþór Sigurðsson, listmálari, nýkomimr heim eftir 5 ára útivist. Hann býður okkur að ganga í kjallarann. Það er gengið niður dimman stiga, og verður að beygja sig þegar gengið er inn. 1 kjallaran- um er ökladjúpt vatn en Steinþór hefur bætt úr því með því að leggja planka og hlera sem gangbrú um herbergin. — Ég var' að leita mér að húsnæði og gekk um bæinn, kíkti á glugga þar sem var gardínulaust, segir Steinþór, þá fann ég þetta. Það má reyna að gera þetta í stand en fyrst er að losna við vatnið. Tjörnin er ágæt á sínum stað en ég'er heldiir mótfallinn því að háfa hana inni hjá mér. '¦'¦. , ',:• Húsið stendur nefnilega við Tjarn- argötu og má því ætla hvaðarí vatnið sé komið, hér vantar bara endur og svani. Það er hráslagalegt þarna niðri í kjallaranum þótt sólskin sé úti, og heldur ömurlegt um að litast, vegg- fóðrið hangir í slitrum og skellur komnar á veggina undan slaga og raka. En Steinþór er staðráðinn í því að gera þetta vistlegt og býður okk- ur að koma þegar hann er búinn að setja allt í stand. Þarna í kjallaran- um er vatnssalerni með harla ný- stárlegu sniði. Húsið hafði verið byggt löngu áður en slík þægindi urðu almenn, ekki reyndist unnt að hafa skolpleiðsluna neðar en á miðjum vegg og þvi var það tekið til bragÍSs -að byggja pall einn mikinn undii' salernið en tröppur upp að ganga. — Þetta er eins og að sitja í há- sæti, segir Steinþór, konungar mættu öfunda mig. Seinna hittum við Steinþór ~ög spyrjum hvort hann vilji ekki segja vorið vann ég við mjólkursamsölu og seinna við áfengisverzlunina í Svíþjóð. — Hvernig kunnirðu við þig á Spáni ? — Prýðilega. Þegar ég yfirgaf Barcelona fór ég til smáþorps á Suður-Spáni sem heitir Torremolinos. Þar búa 4000 manns en þorpið 'er f jölsótt af ferðamönnum. Þar er urmull af fráskildum amerískum kellingum sem lifa á styrk frá fyrr- verandi eiginmönnum, þar er einnig krökt af kynvillingum hvaðanæva úr Evrópu og listmálurum sem koma til að sækja sér inspirasjón. 1 þessu smáþorpi er 3 næturklúbbar og bað- strönd. í bænum voru einnig 60 hundar sem lifðu á ferðamönnum eins og aðrir íbúar þess. Hundarnir héldu til á kaffihúsum og gerðu sig heima- komna, einhver ferðamannana tók þá að sér og sami hundurinn fylgdi alltaf sama ferðamanninum meðan hann stóð við í bænum, síðan tók annar við. Hundarnir fylgdu „hús- bændum" sínum á kaffihús, nætur- klúbba og baðströndina. Lögreglan gerði harða hríð að hundunum einu Sp jalláð við uiígan listmálara, Steinþór Sigurðsson. okkur fáein orð fyrir Waðið. Hann tekur því vel, það er einmitt um kaffileytið og upplagt að rabba sam- an yfir kaffibollum. Við leggjum því leið okkar á Mocca, því þar er hæfilega kúnstnerískt andrúmsloft fyrir svona spekinga eins og við er- um. Að góðum og gömlum íslenzkum sið spyrjum við Steinþór fyrst um ætt hans og uppruna. — Ég er f aJddur árið 1933 í Stykkishólmi, foreídrar mínir eru Anna Oddsdóttir og Sigurður Stein- þórsson, sem þá var kaupfélags- stjóri. Þar var ég fram yfir ferm- ingu, byrjaði snemma að teikna og krassa án þess að gera mér Ijóst hvert stefndi og því hreyfði ég eng- um mótmælum þegar vissir ættingj- ar mínir stungu upp á því að senda mig á Kennaraskólann. Þar'sat ég á skólabekk í eitt ár en gafst svo upp. Samhlíða sótti ég kvöldnám- skeið í Handíðaskólanum og næsta vetur sneri ég mér alveg að mynd- litinni. Eftir árið fór ég á Listiðnað- arskóla í Svíþjóð og lagði þar stund á skreytingarlist sem aðalnámsgrein. Þar var ég næstu 4 árin. Síðan lagði ég leið mína til Spán- ar, var fyrst í skóla í Barcelona í 2 mánuði en hætti svo, þetta var ekk- ert fyrir mig. — Þú hefur fengið styrk? — Fyrstu 3 árin fékk ég styrk frá ríkinu en ég vann einnig fyrir mér á sumrin Um skeið vann ég að því að lagfæra skreytingar á. kirkjum, eitt sinni á ári og hreinsaði til, þá voru hundarnir settir í steininn og það boð látið ganga út að þeir yrðu sett- ir í gasklefa. Þá varð uppþot meðal hinna amerísku kvenna í bænum, þær ruku upp til handa og fóta og skutu saman til að leysa hundana út, lög- reglan tók við lausnargjaldinu og hundarnir voru svo frjálsir ferða sinna. Þessi leikur endurtók sig einu sinni á ári, sagði mér herbergisfélagi minn. Hann var einhver mesti ídea- lií'.ti sem ég hef kynnst, hann vildi ekki hefta vöxt né grósku neins, vildi leyfa öllu að spretta og gróa að vild. Hann skar hvorki hár sitt né skegg til dæmis. 1 skegginu voru fimm sex hár sem spruttu meir en öll hin, þau náðu niður á maga með- an hin náðu ekki nema niður á bringu og hann lét það af skiptalaust. Seinna rakaði hann af sér allt skegg- ið og lét klippa á sér hárið, hann var hættur að vera ídealisti, hann sagði mér að hann væri trúlofaður. Já, hundarnir í Torremolinos, það vorui nú meiri kvikindin. Hunda- konungurinn hét Haimi, hann var Pramh. á bls. 14 VatnssalerniS stendur á palli en tröppur upp að g^anga. ,, Kongar mættu öfunda mig af þessu hásæti," segir Steinþór. Steinþór varð að byrja á því að ausa allt vatn úr kjallaranum. Það var nokkurra daga verk. Ekkert sjálfsagðara en a<S skvetta úr fötunni í porti nágrannans. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.