Vikan


Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 18.09.1958, Blaðsíða 10
UNDUR TÆKNINNAR ARIÖ Aþeirri stundu er þulurinn las fréttina um morðið á John Wasson greip ótti um sig, meðal flestra hlustenda Chicago borgar, þetta var áttunda morð- ið á þremur á dögum, öll fram- in í einu af skuggahverfum borgarinnar, svo virtist við frumrannsókn að þau væru öll framin af geðveikum manni. Það vakti athygli hlustenda og Iögreglu, að frá því fyrsta morðið var framið, hafði hvert fórnarlamb verið leikið á sama hátt — rotað með einhverju þungu aftanfrá, og grænleitur miði skilinn eftir undir hverju líki, sem á stóð: Með samúðarkveðju, Fjarstýrða kóngulóin. Þulurinn gat þess, að í öllum tilfellum væri sami morðinginn að verki, þar sem fingraför á miðunum höfðu sannað að svo væri, að lokum gat þulurinn þess, að John Wajsson hefði verið með lífsmarki er að var komið en látist á leiðinni til sjúkrahúss, hann hefði verið verkfræðingur að menntun, og tuttugu og átta ára gamall. Sá seki var í einu af matsölu- húsum borgarinnar, og glotti þegar hann heyrði fréttina lesna. Hann' var meðal þeirra sem pantað höfðu mat. Seinna þennan sama dag, barst rit- stjóra eins víðlesnasta dagblaðs borgarinnar bréí í grænleitu umslagi. Hann las það með at- hygli. I því stóð skrifað með rauðu bleki: Herra ritstjóri! Efnið til getraunarsamkeppni í blaði yðar, um hvað ég f jar- stýrða kóngulóin heiti réttu nafni, ég gef yður tíu daga frest. Ef rétt nafn og heimilis- fang berst, sendi ég 'Verðlaunin sem eru fimm þúsund krónur í lokuðu úmslagi til yðar. Morðingi. Ritstjórinn sem var að eðlis- fari athugull maður, vildi þrátt fyrir þessa upphæð, vera hlut- laus í þessum dularfulla leik, og sendi því bréfið til lögregl- unnar, með þeirri ósk, að leyni- lögreglumenn yrðu hafðir á rit- stjórninni til öryggis. Frá lög- reglunni var bréf morðingjans, sent Calder fingrafarasérfræð- ing. Að lokinni rannsókn, hristi hann vondaufur höfuðið og sagði að ekkert væri að græða . á bréfinu, nema þessi sömu fingraför, auk þeirra sem hann áleit að væru af fingrum Es- carpit ritstjóra. Að kvöldi þessa dags fund- ust tvö lík við höfnina. Við nánari rannsókn reyndist vera um hjón að ræða. Grænleitir miðar höfðu verið skildir eftir hjá líkunum . . . Þetta kvöld sagði þulurinn að ástandið væri orðið alvarlegt. Næsta dag gaf Harri Furnan prófessor í lífeðlisfræði, sig fram við lögregluna. Hann hafði meðferðis hlut sem Iíktist útvarpstæki, en var þó stærri um sig, og annar endinn þakinn mislitum, einangruðum leiðsl- um. Furnan prófessor gerði boð eftir Ratcliff glæpasérfræðingi, forstöðumanni glæpadeildar. Eftir að nokkrir lögregluþjón- ar höfðu fullvissað sig um heið- arleika og erindi prófessorsins, var honum vísað inn í vinnu- herbergi Ratcliffs. Hann var um fimmtugt, grannvaxinn og meðalmaður á hæð, höfuð hans var í öfugu stærðarhlutfalli við heildina. Hann hafði eitt sinn verið hárprúður vel, en nú orð- inn sköllóttur. Framkoma hans var þroskuð, en þó breytileg og Hér greip Ratcliff fram í. Hann hafði hlustað með at- hygli: ,,Og hvað kemur í ljós með þessari aðferð?" Furnan kveikti sér í vindl- ingi. „Ef einhver maður hefur verið grunaður um morð, og ekkert sannast, þá getum við gengið úr skugga um, hvort hann hefur verið sekur eða saklaus, þó hann sé dauður, með því að tengja þessar leiðslur við höfuð líksins og setja tæk- ið af stað." Furnan renndi hlífðarspjaldi til hliðar á annarri hlið tæk- isins. Smásaga eftir Gunnar Sverrisson misjöfn eftir atvikum, hann leit upp frá skriftum þegar Furn- an kom inn og bauð honum sæti. „Ég kannast við svipinn," Rödd Ratcliffs var þægileg en dálítið hás. „Maðurinn er Harry Furnan prófessor." „Já, alveg rétt." Þeir heilsuðust. „Ég kom í þeim tilgangi að reyna, hvort ég gæti ekki kom- ið að góðu liði, við að finna morðingjann." „Þér eigið við Fjarstýrðu kóngulóna?" Tá " „dd. . . . „I svona tilfellum er góð vís- bending og hjálp vel þegin," Ratcliff horfði alvarlegur á svip til Furnans sem lagði tæk- ið frá sér á borðið. „Verið getur að tækið sem ég hef lagt fyrir framan yður, komi að gagni í þessu sam- bandi." „Ég vil ekki móðga yður herra prófessor, þó ég segi, að við séum vanastir því að tilvilj- un ein komi okkur á sporið." „Sjáið til, nokkrir aðstoðar- menn mínir og ég höfum unnið að því að fullkomna þetta tæki í fjögur og hálft ár, í upphafi vakti fyrir okkur að finna að- ferð, til að vekja dauðar tauga- brautir í heilabúinu með svo- kallaðri rafmikro ertingu, í stað þess að koma blóðinu aft- ur á hreyfingu." „Og þótt ótrúlegt sé, birtast kaflar úr æfisögu þessa manns hér á hvíta glerinu, auk þess sem innbyggð myndavél festir þessa kafla á filmu. Með því að hreyfa þessa takka, getum við strax séð hvort þessi umræddi maður hefur framið morðið eða ekki." Ratcliff horfði um stund rannsakandi á Furnan síðan aftur á tækið, eins og að hann ætti erfitt með að trúa orðum hans, þó færðist dauft bros yf- ir smágerðar varir hans. „Mér skilst á yður, herra prófessor, að þetta tæki yðar komi til með að verða sterkt vopn gegn lygum." Furnan blés frá sér þykkum reykjarstrók: „Það er alveg rétt hjá yður." Hann þagnaði. „En á lifandi fólki kemur tækið ekki að gagni, þar sem svonefndir taugastraumar valda truflun- um. Við erum þó bjartsýnir með þann möguleika, að okkur takist að bæta úr því síðar." Ratcliff varð hugsi um stund og hörkudrættir mynduðust í andliti hans: „Semsagt, þér teljið það ör- uggt, að tæki yðar komi að gagni í leitinni að morðingjan- um?" Furnan sló öskuna af vindl- ingnum. „Ef þér útvegið mér eitt af fórnarlömbum morðingjans, eru hundrað prósent líkur fyrir því, að ykkur takist að finna Fjarstýrðu kóngulóna." Ratcliff tipplaði með fingr- unum á borðplötuna, og virti tækið fyrir sér á nýjan leik. „En segið mér, hvað má langt vera liðið frá því að maður hef- ur verið myrtur, svo öruggt sé að tæki yðar komi þar að gagni." Furnan ræskti sig og horfði á vindilinn um stund. „Takmörkin eru vika til tíu dagar. Eftir þann tíma verða myndirnar slitróttar og þoku- kenndar." Ratcliff blaðaði í skýrslu, sem hafði verið innan um aðr- ar á borðinu. Það varð þögn stutta stund. „Morðinginn virðist hafa tekið upp nýja aðferð við að koma fórnarlömbum sínum inn í eilífðina," rödd Ratcliffs varð að hvísli, eins og að hann væri að tala við sjálfan sig. Hann lagði frá sér skýrsluna. Það vottaði f yrir brosi á vörum hans þegar hann beindi orðum sín- um á ný til Furnans. „Þér getið gert tilraun á konulíki sem fannst snemma í morgun, skammt fyrir utan borgina." Hann þagnaði og hörkudrætt- ir mynduðust á ný í fölleitu andliti hans. „Sami morðinginn var að verki í þessu tilfelli. Hann not- aðist við hníf, sem sat fastur í bakhluta konunnar, þegar að var komið. Svo virðist sem morðingjann hafi skort barefli eða . . ." Hér greip Furnan fram í. „Eða honum finnist það til- breyting, og ætli sér þessvegna að hafa það lag á framvegis." Ratcliff hneigði höfuðið sitt til samþykkis. „Það er frekar sennilegt að svo sé." Hann leit á armbandsúr sitt: „Líkið er á Jekyll Cronin sjúkrahúsinu. Ég hef tíma til að koma með yður þangað nú þegar." Furnan slökkti í vindlings- stubbnum. „Ég þakka yður fyrir. Það er einnig hentugur tími fyrir mig." Hann tók í hönd Rat- cliffs. „Ég fullvissa yður um, að morðinginn verður á valdi ykkar að kvöldi." Ratcliff brosti lymskulega út í annað munnvikið. Þeir settu á sig fararsnið. IIölundur sögu þessarar er ungur Reykvíkingur sem ðvelur að KirkjubsBjarklaustri, Gtuinar Sverrisson, 21 árs að aldri. 1 bréfi tii Vikunnar kemst hann svo að orði: „Ég sendi yður hér með frumsamda sögu. Vð'ur mun ef til vill finnast það ósennilegt, þar sem ég nota útlend nöfn, það gerði ég með vilja, til að sagan yrði sem hlutlausust." Við getum ekki neitað því að okkur hér á ritstjórninni hefði þótt meiri fengur að því að fa sögu með þjóðlegri blœ, en hins vegar væntum við þess að lesendur hafi gaman af þessari sögu, í henni kemur fram sérstætt ímyndunarafl og leikni. Á Cronin sjúkrahúsinu tók Bauer yfirlæknir á móti þeim, þar sem þeir höfðu gert bqð á undan sér. Nokkrir Íeynilðg- regluþjónar höfðu bæst í hóp- inn. Yfirlæknirinn vísaði þeim á líkgeymsluna, sem var í kjall- ara hússins. Að lítilli stundu liðinni hafði líkið verið flutt á líkskurðar- borðið. Framhald á bls. 13 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.