Vikan


Vikan - 18.09.1958, Qupperneq 14

Vikan - 18.09.1958, Qupperneq 14
Frá hundunum... Framhald af bls. 6. frægastur allra hunda þvi hann hafði verið leystur út 7 sinnum. í>að var margt skrítið þarna í bænum, einu sinni man ég að handtekinn var fátækur og tötralegui' sígauna- strákur, hann hafði stolið sykurreyr. Hann vaj- settur í fangelsið sem stóð við aðalgötu þoipsins. Glugginn á klefanum sneri út að götunni. Þá þyrptist allur ferðamannalýðurinn að glugganum til að gefa drengnum sætindi, kökur og ávexti. Það var alltaf löng biðröð fyrir utan glugg- ann. Svo var stráknum sleppt og fangelsinu lokað. En nú sklurn við snúa okkur að málaralistinni. — Hvernig ferðu að því að mála mynd, Steinþór ? Steinþór hnyklaði brýrnar og starir ofan í mokkabollann góða stund. — Ég get sagt þér hvernig ein af myndum mínum varð til og það sama gildir raunar um þær flestar. Þegar ég var á Spáni málaði ég eina mynd af spönsku vori. Vorið er stutt á Spáni, í þetta sinn stóð það ekki nema tvo þrjá daga. Á Spáni er vorið blátt. Ég fór út í skóg með málaratrönur og léreft þessa þrjá daga og festi á léreftið það sem fyrir augun bar í skóginum. Ég lagði litla alúð við myndbygg- inguna, einbeitti mér að því að ná stemningunni sem ríkti þarna í skóginum, málaði hrátt og gróft í fyrstu og notaði bláa litinn óspart. Síðan vann ég dögum saman að myndinni og lagði aðaláherzlu á myndbygginguna, þá fór ég að líta á þetta sem mynd. Það má kannski grilla í skóginn i gegnum hið mynd- ræna, en fyrir mér er fyrirmyndin ekkert aðalatriði. Það sem fyrir mér vakti var að túlka vorið á Spáni og það verður ekki gert með þvi að telja samvizkusamlega laufin á trjánum. — Hvaða stefnu aðhyllistu þá helzt í myndinni ? — Ég byggi á hlutum sem ég hef fyrir mér í náttúrunni, landslagi, húsum, bátum og fólki, en þessa hluti nota ég aðeins sem burðar- grind til að yrkja utan um, ég fer með þessa hluti eins og andinn inn- blæs mér í hvert skipti, er ekki bundinn þeim á neinn hátt en not- færi þau sem meðul til að byggja upp þetta myndræna. Og hvað svo um listina nú á tím- um yrileitt? — Öll list er á hnignunarstigi, segir Steinþór, það er enginn grundvöllur lengur að byggja á. Það sést bezt á því að nú er allt leyfilegt og allt gert, hversu fáranlegt sem það er. Nú á tímum nær listin ekki lengur til fólksins, það er mikið skapað en sköpunin fær ekki hljóm- grunn. Mynd sem er geymd í kompu upp á háalofti ei' ekki list fyrr en einhver horfir á hana, tónlist sem ekki er flutt, er ekki heldur list fyrr en einhver heyrir hana. Listsköpun nú á timum er bara privattauga- kippir einstakra manna, þeir hafa gengið eins langt og hægt er, rekið upp síðasta öskrið. Og almenningur fylgist ekki með ósköpunum. Þetta ei endir á tímabili og það má búast við að eitthvað nýtt rísi úr rústum þess gamla. Hvað er list? — Listin er í eðli sínu leikur en á að þjóna einhverjum tálgangi og verður að risa af einhverjum jarð- vegi, annars verður hún aldrei nema dægui'fluga. 971. krossgáta Vikunnar. Ldrétt skýring: 1 f jölda - - 3 fræði — 9 tónn — 12 fangamark ríkis — 13 vindur — 14 kjána — 16 alltaf — 17 fornt viðurnefni — 20 fara í bylgjum — 22 biblíunafn — 23 verks- ummerki eldsumbrota, þf. — 25 bit — 26 töf — 27 mannsnafn —- 29 tók — 31 á hurð -—- 32 árstíð — 33 feiti — 35 kvendýr — 37 beyging- arending — 38 timabil — 40 einkennisstafir — 41 verkfæri — 42 mat- ai'úrgangur — 44 ílát 45 mælieining — 46 fljóts í Kína — 49 dægi- legur — 51 á fæti — 53 stjórnandi — 54 sam- stæðir — 55 stórfljót — 57 áfengi — 58 vindur — 59 brezk eyja — 60 líkamshluti — 62 líkamsop — 64 sjávardýr, þf. — 66 læknismeðferð — 68a magur — 69 rimill — 71 kyrrð — 74 deilur, ef. — 76 forfaðir — 77 greinir — 79 fjöldi ----- 80 spil — 81 máttur —• 82 lætui' af hendi —- 83 stefna. Lóðrétt skýring: 1 óreiða — 2 espa — 3 sonur Óðins — 4 þjóðar maður — 5 einkennis- stafir — 6 frumefnistákn — 7 leynd — 8 á fætinum — 10 hestur — 11 nær langt niður — 13 steintegund — 15. skelin — 18 bragð — 19 streng- ur •— 21 gimsteinn — 23 smáöldur — 24 menn — 26 dúkaefni •—- 27 slæmu ráðleggingarnar — 28 sá sem segir frá — 30 menningarfélag — 31 móðirin — 32 ræstiduft — 34 forskeyti — 36 stríðinn — 38 þýður — 39 risi — 41 muna — 43 leiðsla — 47 dæld —■ 48 löng nef — 49 töfra- maður — 50 á litinn — 52 áþekk ■— 54 steinar — 56 óvinur Ása •—• 59 skaði — 61 viðurnefni — 63 gylta — 64 vitneskja — 65 marga — 68 röð — 69 hærra — 70 fléttiefni — 72 grandi — 73 smíðaefni •— 74 jarð- vinnslutæki — 75 aðgæzla — 78 samstæðir — 79 lindi. Lausn á krossgátu nr. 970. LÁRÉTT: 1 Valbjörn — 6 Truman — 9 óaði — 10 kös — 11 ratt —- 13 falsið — 15 tanntaka — 17 nið — 19 garn — 20 Lárusi — 24 ritan — 25 lii'fan •— 27 liru — 29 stelr — 31 óasar — 32 kafa — 33 gáruðu •— 35 arðan — 37 fipast — 40 garm — 41 nit — 43 gripahús — 46 aust- ui' — 48 gái a — 49 tíu — 50 áfir -—• 51 nestið — 52 national. LÓÐRÉTT: 1 vökull — 2 löstur — 3 járn — 4 rótt — 5 Natan — 6 tifaði - 7 mis — 8 næðingur — 12 annir — 14 lygalaup — 16 kirnur — 19 anís — 21 átta — 22 ullarmat — 23 Sir — 26 fegnir — 28 rass — 29 skuggann — 30 efar — 31 óði — 34 ufsar — 36 angráð — 38 austan ■—• 39 tigull — 42 tigin — 44 pára — 45 haki — 47 SOS. Morðið sem vakti... Framhald af bls. 9. að vera aðalvígsluvottur. Og brúð- kaupið var haldið sumarið 1900. En f jandmennirnir létu ekki undan að heldur. Háðið, spottið, nístandi sögurnar voru verri en nokkru sinni fyrr. Ekkert var of Ijótt til að segja um konuna, sem menn trúðu að hefði lagt galdur sinn á hinn unga konung og gert hann náttúrulausan. Barnleysi Drögu þótti einföldu bændafólkinu vera sönnun um þenn- an galdur hennar. Sumárið 1901 fréttist að hún væri með bami en ekkert barnið kom. Þá fór að kvisast hlægileg saga um það að drottningin ætlaði að taka að sér eitt af börnum systur sinnar og gera að erfingja krúnunnar. önn- ur enn áleitnari saga sagði að hún ætlaði að gera að ríkiserfingja bróð- ur sinn, siðlausan geðsjúkling. Allt gekk á afturfótunum með stjórnmálin. Efnahagsmálinu voru í öngþveiti, herinn var um það bil að gera byltingu. Þjóðin var óánægð. Sumarið 1903 gerðu nokkrir ungir herghöfðingjar samsæri. 10. júní varð aftur stjórnarkreppa og þegar ráðherrarnir yfirgáfu höll- ina: fóru kóngui'inn og fjölskylda hans, út:.á'syalirnai' að heyra tónlist- ina og horfa á mannfjöldann. 14 Þegar fólkið sá Alexander og Drögu sitja þarna og systur hennar við hlið henni haldandi á syninum, sem það trúði að ætti að taka við krúnunni trylltist það. Hópur samsærismanna hafði kom- it saman um kvöldið og rætt fyrir- ætlanir sínar og skömmu fyrir mið- nætti héldu þeir til konungshallarinn- ar. Sem þeir fóru um göturnar með hávaða slóst Mashin liðþjálfi í för með þeim ásamt öðrum ábyrgari yfirmönnum úr hernum. Þegar til hallarinnar kom var eitt- livað ekki eins og það átti að vera. Dyravörður sem lofast hafði til að opna fyrir þeim, sveik og þeir urðu að sprengja upp dyrnar með dina- míti. Við sprenginguna biluðu raf- ljósin. Kerti voru sótt og samsærismenn- irnir leituðu konungsins og konu hans um höllina j myrkrinu. Tvo tima leituðu þeir árangurs- laust. Þeir fóru sal úr sal, brjótandi mublur, berjandi sverðum sínum. Loks komu þeir i svefnsal konungs. Stórt hjónarúmið var bælt iog bólin ekki orðin köld. Á litla kringlótta náttborðinu kóngsins var frönsk smásaga, lögð á hvolf eins og hann hafði skilið við hana. En Alexander og Draga voru ekki fjarri, örþunnur veggur var á milli þeirra og væntanlegra morðingja þeirra. Þau voru falin í litlum inn- byggðum skáp sem ekki var öllu stærri en venjulegur klæðaskápur. Dyr hans voru felldar inn í vegginn og fóðrað yfir svo erfitt var að koma auga á þær í kertaljósinu. Þar hímdu þau þétt saman inn- anum föt drottningarinnar. Sam- særismennirnir nálguðust, fjarlægð- ust og nálguðust svo aftur. Meðan hlé gafst höfðu þau reynt að klæðast einhverjum fötum. Kannske hefðu þau ekki fundist ef Draga hefði ekki litið út um glúggann og borið kennsl á lífvarð- arforingja sem var á gangi í garðin- um. Hún hélt að hann væri enn undir merkjum og kallaði til hans „Komið og bjargið kóngi yðar!“ Hann svar- aði með skammbyssuskoti, hljóp fyrir hornið, inn og sagði til þeirra. öxi var sótt og veggir svefnherberg- isins brotnir niður þar til dyrnar fundust, þá voru þær rifnar upp og konungshjónin leidd fram. Báðu þau sér griða? Ef þau hafa gert það, var þeim ekki veitt sú bón. Það kvað við skammbyssuskot og Alexander hneig í fang Drögu; ann- að skot kvað við og hún hneig líka. Þá börðu morðingjarnir á nöktum líkunum í hatri sínu og ofsa áður en þeir drógu þau yfir að glugganum og hentu þeim út. Kóngurinn var samt ekki dáinn að því er virtist því fingur hans gripu um gluggakistuna um leið og hann var látinn detta. Þá hjó einn tilræðis- mannanna í hana með sverði sínu þangað til hann datt. Og jafnvel þar sem hann lá endilangur á jörðinni gripu fingur hans krampakent í gras- ið. Regn var veðurs. FLÓTTINN Framhald af bls. 7. En i næsta rúmi við hann lá gam- all höfuðsmaður úr hernum og dag einn sýndi hann Maresjev sögusafn úr fyrra striðinu, þar sem sagt var m. a. frá rússneskum flugmanni, Kaprovits -— góðum flugmanni, sem flogið hafði þrátt fyrir það að hann var með tréfót. Þetta nægði, og uppfrá þeim degi tók Maresjev að eygja von. Hann fékk gerfifætur og eftir margra mánaða æfingu fékk hann leyfi til að fljúga aftur. Hann reyndist eftir þetta hinn mætasti orrustuflugmaður og hlaut æðstu heiðursmerki fyrir frammi- stöðu sína eftir þetta. Eftir stríðið varð hann kennari í skóla flughersins. Hann býr nú í Moskvu með móður sinni, konu og syni þeirra, ungum. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.