Vikan


Vikan - 18.06.1959, Side 3

Vikan - 18.06.1959, Side 3
VIKAlll Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Blaðamenn: Bragi Kristjónsson, Jónas Jónasson Auglýsingast jóri: Ásbjörn Magnússon Auglýsingasími 16648 Framkvæmdast jóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017. Prentun: Steindórsprent h.f. Kápuprentun: Prentsmiðjan Bdda h.f. Myndtunót: Myndamót h.f. Jói I. Áberandi tilfinninganæmi, sem þarfnast sálar- legs felustaðar, þegar ilia blæs. Þetta sýnir hin ljósa tilhneiging skriftarinnar til þess að leita til hægri. Jói er langt frá því að vera svo fast- mótaður, að holl ráð komi honum ekki að gagni. — Hið jákvæða í eðli hans er: Samvizkusemi og skyldurækni í daglegu lifi. Punktar yfir „i“ og kommur yfir „ö“ sýna reglusemi. Ennfremur hefjast línurnar í næstum nákvæmlega beinni línu, auk þess sem bilið milli þeirra er næstum jafnt, sem sýnir greinilega, að Jói er nákvæmur, þrautseigur og lætur sig smá- atriði miklu skipta. Til dæmis myndu þessir hæfileikar njóta sín vel, ef Jói veldi sér að at- vinnu: Úrsmíði, letui’gröft, tréskurð eða eitthvað þvi líkt, sem hann gæti glímt við, án þess að leggja hart að sér líkamlega. — Það er þessi hæfileiki til þess að ráða fram úr smáatriðum, sem gerir honum kleift að velja sér þessar starfs- greinar. En Jói myndi aldrei hæfur til vinnu sem krefst a) mikils umstangs; b) likamlegrar orku eða c) augnabliksframkvæmda, skaphita og hraða. — Hann er stundum ekki einungis hóg- vær, héldur einnig fíngerður, tilfinninganæmur og feiminn. Ég vil biðja Jóa að lesa um innri hömlur sínar og minnimáttarkennd. Hann er ef til vill ekki ofurmannlegum líkamskostum búinn, en í honum býr samt næg skynsemi og at- orka, til þess að ráða fram úr erfiðleikum þeim, sem kunna að verða á vegi hans. Kæra Vika. Ljótt þykir mér að sjá unglingana nú til dags. Þetta virðast vera mestu iðjuleysingjar og gera fátt annað, en að japla tuggugúmí og éta ís, eitthvað annað var það nú í mina tíð ............ Reyndur. ..SVAR: Það eru til gömul handrit frá því nokkrum árum fyrir Kristsburð, sem greina frá kvörtunum gamals manns á svívirðilegri fram- komu unga fólksins, og gamall latneskur orðs- kviður hljóðar: O, tempora, o mores, sem mætti leggja fritt út: Heimurinn versnandi fer (Ó, tímar, ó siðir (í hneykslunartóni). Og svipað hafa gömlu karlarnir sagt um þig, þegar þú varst ungur að ærzlast um göturnar. o----o Hann er að kjá utan í hana. Kæra Vika. Af því að ég sé, að svo margir biðja þig um ráð langar mig til þess að biðja þig að hjálpa mér. Ég er hrifinn af konu, sem er miklu eldri en ég, og hún segist líka vera hrifin af mér. Hún var gift og er fráskilin, en maðurinn henn- ar (sem var) býr í bænum og mér er ekki grun- laust um, að hann sé að kjá utan í hana. Eg á dálítið erfitt með að slíta þessu sambandi, bless- uð reyndu nú að gefa mér eitthvað ráð. Með fyrir- fram þökkum. Áhyggjufullur. SVAR: Talaðu hreint út við konuna og gættu þess að láta málið aðeins vera ykkar á milli. Reynið þið að komast að niðurstöðu í samein- ingu. Þetta, sem þú nefndir í bréfinu, en vildir alls ekki láta birta, er vitaskuld hrein fjar- stæða, og þú þarft ekki að taka mark á því. VIKAN Það bar til tíðinda í fylkinu Memphis í Bandaríkjunum, að náungi einn að nafni Cleburne Hitt, fékk 21 dollara sekt, fyrir að hafa í mesta meinleysi gengið inn í kaffihús, pantað kaffi og hrært í bollanum með hlaupinu á pístól- unni sinni. Vandlifað gerist nú þar í villta vestrinu, þegar menn mega ekki hræra í sínum eigin kaffibolla með því sem hendi er næst. Forsíðan Forsíðumyndin er eftir Halldór Pétursson og sjá líklega flestir hvað lista- maðurinn hefur haft i liuga. Himun stórvaxna bolabít finnst það sjálf- sagt að brjótast í gegn- um girðinguna og rífa fiskinn af litla islenzka hundinum, sem eftir nafninu á kofanum heit- ir Albert. Annars gæti myndin verði symból íyr- ir yfirgang stórvelda við smáþjóðir yfirleitt. Nýlega liefur verið gerð kvikmynd eftir hinni frægu dagbck Önnu Frank. Þótti það mikið vandaverk að finna leikkonu, sem hæf væri til að leika Önnu og komu margar til greina. Hinsvegar varð útkoman sú, að fyrir valinu varð algjörlega ó- þekk-t stúlka, Millie Perkins að nafni og er hún hér til vinstri. Nú hefur það komið í ljós, að hún hef- ur ekki verið vandanum vaxin og er nokkuð seint að uppgötva það á eftir. örin á myndinni að neðan bendir á húsið í Amsterdam, þar sem Frank-fjölskyldan hafðist við. Höllin sú hin fagra stendur í bænum Aurich í Þýzkalandi. Hana byggði greifinn Cirksena og fjár til verksins aflaði hann á þann hátt, að hann skattlagði bændur fyrir vindinn, sem knúði vindmyllur þeirra. Bernhard Buffet er líklega fræg- asti listmálari Frakka um þessar mundir. Vikuhlaðið Time fékk hann til þess að mála andlitsmynd af de Gaulle á dögunum. Það tók Buffet tvo daga að ljúka mynd- inni og hann fókk sem svarar 65 þúsund kr. I ómakslaun. Kappinn Fidel Castro hefur verið á ferð í Bandaríkjunum og lagt kapp á að afla sér vel- vildar þar. Hér krýpur hann fyrir negradreng á götu, en á meðan ganga böðlar hans á Kúpu rösklega fram í því að farga fylgismönnum Batista. Þegar Guðmundur heitinn Hánnesson var læknir á Aliureyri, þurfti hann einu sinni að sprauta upp eyra á manni, sem var heyrnardaufur. Þegar aðgerðinni var lokið, sagði sá heyrnardaufi: — Hvað kostar það? — Það kostar Icrónu. — A — hvað kostar það? . .— Það kostar krónu, hrópar Guðmundur inn í eyr- að á manninum. — A — hvað kostar það? — Það kostar ekki neitt, hvislaði Guðmundur. — Þakka yður nú ltærlega fyrir og verið þér nú sælir, sagði maðurinn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.