Vikan


Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 6

Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 6
Skorið upp við sári ■ skeifugörn A myndinni tii vinst’-i sést inn í kviðarholið og þar er einnig verið að brenna fyrir æðar. Jafnskjótt sem Iæknirinn sker, setja aðstoðar- iæknarnir æða- klemmur fyrir Iiverja æð og sið- an er notað sér- stakt rafmagns- áhald, sem hitar klemmurnar og brennir æðarnar saman. A myndinni til hægri að ofan er búið ao fara inn úr lífhimnunni, og sjást nú inn- yflin koma í ljós. Þið sjáið lílsa efri brún skurðsins greinilega, þar sem gaflarnir eða hakarnir eru settir. Þar uppi, um það bil, sem strikið er, er nú skorinn skurður þvert á hinn eins konar T-skurður, til þess að meira svigrúm fáist, þegar farið verður að fást við siálfan magann. Það tekur langan tima að opna kviðarhol sjuklingsins a svona stóru svæði, og vinnan við það hlýtur að vera þreytandi. Æðarnar, sem þarf að loka, eru næstum óteljandi, klemma er sett á Iiverja einustu æð og siðan ýmist brennt sam- an eða hnýtt, eíitir því, hvar hver æð er. Vinna læknanna hefur þö gengiö ótrúlega fljótt, og þeir fá hvert áhald upp í hendurnar, um leið og þeir biðja um það. A myndinni að neðan sést svæf- ingarlæknirinn með sín tæki, en hann hugsar um líðan sjúklings- ins á meðan á aðgerðinni stendur. Hann fylgist í sífellu með blóð- þrýstingi sjúklingsins og öndun og gefur honum blóð eða sykurvatn eftir því, sem með þarf. Næst eru súrefnistæki, og flöskurnar, sem þið sjáið efst á myndinni, innihalda blóð og sykurvatn. Svæfingarlæknirinn skrásetur líð- an sjúklingsins með fárra mín- útna millibili og fylgist þannig algerlega með ástandi hans, með- an skurðlæknamir einbeita sér eingöngu að því að nema mein- semdina á brott. Nú skulum við virða lítillega fyrir okkur myndina hór að ofan. Þetta er nærmynd og symr vel afstoðu líffæranna, sem um er að ræða. Nr. 1 er lifrin, nr. 2 er maginn, nr. 3 er neðri hlutt skeifugarnar, nr. 4, eða innan hringsins, er sárið, sem er á mótum skeifugarnar og magans, en þar er skeifugormn miklu mjorn, og þar er líka hringvöðvi, sem kemur í veg fyrir að maginn tæmist of fljótt. Nr. 5 er svo fitulag huðarmnar. A myndinni að neðan sjáum við, að búið er að losa magann að töluverðu leyti, en stóran hluta hans á að nema á brott. Sést greinilega, hverstu stór hann er.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.