Vikan


Vikan - 18.06.1959, Page 7

Vikan - 18.06.1959, Page 7
 — 80% af maganum er ffarlægt Á myndinni fyrir miðju sjáum við sjálfan magann, eftir að búið er að losa hann frá. Skurð- læknirinn hefur lagt töng þvert yfir magann ofarlega, en það, sem fyrir neðan er, verður numið brott, eða um 80%. Myndin að ofan sýnir, að búið er að skilja skeifugörnina frá mag- anum, og við sjáum upp í neðra magaopið. Þar sem hringurinn er á myndinni, sést sárið inn- an frá, en á myndinni á miðri síðunni til vinstri sáum við, hvemig það leit út að utan. Sjá næst myndina að neðan Nú er búið að tengja opin saman, og maginn en nú aðeins 20% af því, sem hann var áður. Sá galli er á þessari aðgerð, að hringvöðvinn, sem kemur í veg fyrir að maginn tæmist of ört, hefur nú verið numinn á brott, og þess vegna verður sjúklingurinn helzt að leggjast fyrir eftir máltíðir, svo að mat- urinn berist ekki of fljótt niður í þarmana. Og nú er hinni eiginlegu aðgerð lokið. Eftir er aðeins að loka kviðarholinu og húðinni. Að ofan sést, að búið er að loka langskurðinum nemf, húðinni, en þverskurðurinn er opinn og búið að loka öllu kviðarholinu, eftir er aðeins að loka sjálfri luiðinni. Næst er svo maginn skorinn sundur og sést það á myndinni hér að ofan. A eftir hnifn- um er áhald, sem sýgur burt allan völtva jafn- óðum. Stórar tangir eru settar báðum megin við, til þess að innihald magans fylli ekki kviðarholið, annars hefur slanga Iegið niður í gegnum við annars hefur slanga legið niður í gegnum vit sjúklingsins, sem tæmdi magann smám saman. Á myndinni til hægri er dr. Friðrik Einarsson að leggja síðustu hönd á þessa löngu og erfiðu aðgerð. Hún hefur nú staðið í næstum þrjár klukkustundir, og undirritaður er satt að segja orðinn dálitið þreytt- ur i fótimum. En það þýðir ekki að kvarta, segja læknarnir. Þeir verða að vinna verk sitt af sömu nákvæmni og alúð, þótt þeir séu dauðþreyttir. Aldrei má neitt út af bera. Þetta er ekki venjulegt starf. Að lokum sjáið þið á myndinni að neðan til hægri, að svæfingarlæknirinn er að ganga frá sjuk- lingnum. Þið sjáið, að búið er að setja umbúðir yfir skurðinn. Allt hefur gengið vel, ekkert komið fyrir. Hin öruggu og hröðu handbrögð skurðlæknins hafa einu sinni enn bjargað heilsu manns. Fyrir okkur, sem sjáum þetta núna, er þetta ævintýri, fyrir læknana er þetta hversdagsleg önn, sem aldrei verður þó í rauninni hversdagsleg, því að í hverjum einasta uppskurði er barátta fyrir Iífi mannsins og tilveru. Harður glampi skín úr augum þeirra, og eftir þrjár klukkustundir eru liandtökin jafnhröð og í fyrstu, þótt aldrei hafi verið hlé. Eftir uppskurðinn breytast þeir aftur i venjulega menn, en þegar næsta kall kcmur iklæðast þeir aftur einkennisklæðum hermannsins, hins eina liermanns, sem berst fyrir lífi, ekki dauða, N. P. N. — Og eftir 10—14 daga fer sjúklingurinn heim Hér sjáum við opin á maganum og skeifugörn. Það er nú búið að sauma fyrir hluta af maganmn, svo opin eru orðin jafnstór.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.