Vikan


Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 8
SNDRRI HALLGRÍMSSDN VÍGLÍNU ist nú á sœnskri grundu, og lauk því svo, eins og gerist og gengur með ungt fólk, að þau urðu ástfangin hvort af öðru. Og dag einn í svart- asta skammdeginu, en þó með dá- lítið hœkkandi sól, 1J/. ja/núar 19J}2, gengu þau í heilagt hjónaband. Þetta hefði ekki getað skeð, hefði Þuríður farið heim frá Petsamo. Hefðu skólasystkinin hitzt aftur ein- hvem tíma seinna heima á Islandi, þá er ekkert liklegra en að annað- hvort eða bœði hefðu þegar verið bú- in að festa ráð sitt. Hver veitf Það var sannarlega meira en gleðilegt, að Snorri kom heill heilsu úr Finn- landsstyrjöldinni, og að frú Þuriður ílentist i Stokkhólmi, af þvi að hún fékk atvinnu hjá mér í Sendiráðinu.“ ÞANNIG segir Vilhjálmur Finsen, sendiherra, frá fundum hjónanna lítið í skólanum og fékk sérstaka undanþágu til að taka ið fyrsta stœrðfrœðideildarpróf frá Akureyrar- skóla, en varð sanit ári á undan upp- haflegum bekkjarsystkinum sínum, þótt hann hlyti enga ágœtiseinkunn í sjálfri stœrðfrœðinni. Snorri var mikill hœglastismaður í vienntaskóla; skólasystkini hans tóku vart eftir návist hans og ekkert kvað að honum í neins konar félagslifi, en hins vegar var hann snemma góður sundmaður og stúdentsvorið synti hann yfir Fnjóská og ennfremur mun hann hafa kennt sund á Siglufirði um tíma. Snorri innritaðist i lœknadeild Há- skólans að hausti og tók námið eng- um vettlingatökum, því að hann lauk því 20. júní 1936, eftir fjögurra ára nám, og er það einsdœmi. Næstu ár- in var liann svo við nám og störf Þuríðar Finnsdóttur og Snorra Hall- grímssonar. Síðan fer hann mör'gum orðum um vigsluna sjálfa, tilheyr- andi mannfagnað og fleiri nauðsyn- leg fylgigögn slíkra merkis atburða. 1 sama kafla skýrir hann og skil- merkilega frá veizlugestum og júbl- ium, sem efnt var til, þegar Snorri varði doktorsritgerð sína 31. marz 19J/3. Leikmenn botna lítið í jafn há- spekilegri fyrirsögn: „Studies on re- constructive and stabilizing opera- tions on the skeleton of the foot. With special .reference to subastragalar ar- throdesis in the treatment of foot de- formities following infantile para- lyzis.“ Sé bókinni flett, verður hið sama uppi á teningnum. Strangvis- indalegar útleggingar auka einfálldn- ingum litt skilning og röntgenmynd- ir eru þar til prýði og beinbrot. sýnd mönnum til fróðleiks og kitlandi hrellingar. Hér og þar. SNORRI SÆMUNDUR HALL- GRlMSSON fœddist 9. október 1912 á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal. For- eldrar hans voru hjónin þar Hallgrim- ur bóndi Sigurðsson og Þorláksína Sigurðardóttir bónda á Ölduhrygg i Svarfaðardal Jónssonar. Snorri ólst upp hjá foreldrum sínum; var bólu- settur 10. maí 1925 og fermdur með ágœtum vitnisburði frá klerki 26. maí 1927. Snorri gekk hinn venjulega menntaveg um barnaskólann og síð- an í Gagnfrœðaskólann á Akureyri — síðar Menntaskólann. Snorri sat i Danmörku og Svíþjóð og hluta árs 1939 var hann staðgöngumaður hér- aðslœknisins í Reykdælahéraði og vann þá jafnframt að rannsóknum sauðfjársjú kdóma! Rétt fyrir áramótin 1939 hélt Snorri til Finnlands með sœnskum sjálfboðáliðum. Nœstu mánuðir voru viðburðaríkir og eftir á að hyggja ævintýri líkastir. I hverjum herflokki voru 12 til 15 hundruð hermenn. Snorri var með einum slíkum og honum til aðstoðar var lœknastúdent og sem næst 20 sjúkraberar. Kuld- inn á norðurslóðum þessum var svo óskaplegur, að stundum náði frostið 50 gráðum á Gelsius. Meðál„hitinn“ var — 20—30° á C. Eina nóttina kól t. d. 150 menn af 1200 i herdeild- inni. Snorri vandist kuldanum furð- anlega, enda varð hann oft að ganga til vigstöðvanna á skiðum 20—30 km. frá þorpi, þar sem hann hafði að- setur. Seinna fékk hann finnskan bátlaga sleða og meðfylgjandi kúsk og þar dúðaði hann sig hreindýrafeld- um. Þegar sjúkraliðið hugðist tjálda i fyrsta sinn, urðu nokkur vandkvœði með, hvernig gert skyldi. Einhver gáfumaður hafði sagt þeim, að þeir skyldu ekki auka sér erfiði með þvi að grafa sig niður á harðfrosna jörð, heldur eingöngu troða snjóinn niður og tjalda svo í friði og spekt. Tjöldin voru uppmjó topptjöld og var ofn í miðjunni. Mcnn lögðust svo til svefns með fœtur að ofninum en höfuðið í frosti við tjáldskörina. Um nóttina fannst Snorra í svefnrofun- I „NEITUN finnska skipherrans í Petsamo um að flytja þau Finn Jóns- son og dóttur lians með skipi sínu til íslands, svo sem sagt hefir verið frá áður, varð örlagarikt fyrir frú Þuríði. Hún átti ekki að fara til Is- lands í það sinn. Henni var œtlað annað hlutskipti. Einhver œðri mátt- ur sá um það. Að minnsta kosti trúi ég því, að svo hafi verið. Snorri Hallgrímsson var kominn til Slokkhólms nokkru áður en þau Finnur og Þuríður. Hann var þar við framháldsnám i þekktu sjúkráhúsi, þar sem einkum er unnið að aðgerð- um á vaxtarlýtum. Hann hafði um thno. verið sjálfboðáliði í finnska vetrarstríðinu og oft verið með Finn- um i fremstu víglínu austur í Kare- líu, en sœrðist þó til állrar hamingju aldrei. Var seinna liaft orð á því, hve ósérhlifinn, hugaður, duglegur og ná- kvœmur hann hefði verið við að veita hinum sœrðu finnsku hermönnum fyrstu aðhlynningu, áður en þeir komust í sjúkrahús. Og svo einn góðan veðurdag hitt- ast þau af tilviljun aftur í Stokk- hólmi, Snorri og Þuriður. Þau höfðu verið skólasystkini í Menntaskólanum á Akureyri og voru þannig góðkunningjar frá fornu fari, liklega likað vel hvoru við annað þá þegar. Vinskapur þeirra endurnýjað- Brúðhjónin Þuríð- ur Finnsdóttir og Snorri Hallgríms- son. — Myndin er tekin 1942. FREMSTU 8 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.