Vikan - 18.06.1959, Síða 10
secjl
■a-
Hrútsmerkið (21/3 — 20/4) Vikan verður
heillarík. Þú ferð í stutt ferðalag, sem þú
munt njóta í ríkum mæli. Atvinna þín verð-
ur að víkja um hríð, en það er þér aðeins
fyrir beztu. Vertu varkár í peningamálum
og íhugaðu vandlega ný viðfangsefni, áður en þú tekur
þau að þér. Heimilisfriður mun rikja.
Nautsmerkið (21/4 — 21/5) Þessa viku skaltu
nota vel og leggja þig í líma við framkvæmd
hugðarefna þinna. Erfiðleikar þínir immu
smátt og smátt hverfa, og framundan er
brautin bein. Vanti þig fé, skaltu bara íá
þér lán, en varast skaltu að eyða um efni fram. Þú
munt hitta gapilan ástvin.
Tvíburamerkið (22/5 —• 21/6) Þrautatímar
eru framundan, en láttu ekki hugfallast.
Sigraztu á þrautunum með viljastyrk og
vertu skjótur til ákvarðana á örlagastund.
Ekki verður tími til að sinna heimili þínu,
en gleymdu samt ekki að heima er bezt. Þeir, sem
hafa svikið þig einu sinni, svíkja þig ugglaust á ný.
Krabbamerkið (22/6 — 22/7) Vertu örlátur
og gerðu vinum þínum óspart greiða. Spil-
aðu ekki með fjármuni þína. Vertu ekki i
eilífu kapphlaupi um að afla þér fánýta
hluta, lestu heldur góðar bækur, því að þar
hefurðu hitann úr. Neyttu ekki áfengis í óhófi og haltu
heimilisfriðinn. Óvæntur gestur kemur í heimsókn.
Ejónsmerkið (23/7 — 22/7) Nú er einmitt
tíminn til að taka sér ný verkefni fyrir
hendur og fyrir þá, sem fæddir eru undir
þessu merki, er þetta tími hinna gullnu
tækifæra. 1 hlut þinn munu falla ferðalög,
sem verða munu þér til mikillar ánægju og gagns.
Þú ert ásthneigður, en farðu varlega í þeim sökum.
Meyjarmerki (24/8 — 23/9) Á þessum tíma
ber að fara sér hægt, — flas er ei til fagn-
aöar. Heimilisástæður þínar geta valdið þér
áhyggjum. Skaltu því vera tillitsamur og
samningalipur í þeim sökum. Samvinna er
nauðsynleg og hinn gullni meðalvegur er jafnan betur.
Fullnýttu hæfileika þína á sem flestum sviðum.
Vogarmerkið (24/9 — 23/10) Það er engin
furða þótt þér gangi ekki vel. Þú ert nefni-
lega alltof fljótfær til þess að geta dregið
réttar ályktanir og tekið heppilegar ákvarð-
anir. Reyndu að fara varlega í viðskiptum
og láttu ekki pretta þig. Þú skalt gera nýjar áætlanir
og fyigja þeim út í yztu æsar.
Drekamerkið (24/10 — 22/11) Næstu daga
skaltu halda kyrru fyrir á kvöldin og njóta
samvista við fjölskyldu þina. Ekki skaltu
taka þér neitt fyrir hendur nema hið allra
nauðsynlegasta, en notaðu tímann til ihug-
unar. 1 ástamálum muntu verða fyrir mikilli hamingju,
sem mun reynast þér þýðingarmeiri en nokkuð annað.
Bogmaðurinn (23/11 — 22/12) Þú ert undir
einhverjum óheppilegum áhrifum og skaltu
því fara varlega í umferðinni. Þótt áhyggjur
þínar virðist blýþungar, skaltu ekki iáta
bugast heldur vona hið bezta og sannaðu
til, að einhver beinir þér á rétta braut. Vertu þolinmóð-
ur. Varastu að vera kærulaus.
Geitarmerkið (23/12 — 20/1) Vikan verður
heldur tíðindalítil og kafðu hægt um þig.
Eyddu ekki fé í fánýtan óþarfa, og gerðu
þér far um að hafa mannbætandi áhrif á
féiaga þina. Berist þér einhver óvænt tæki-
færi I hendur, skaltu hugsa þig vel um, áður en þú
hefst handa.annars er hætta á, að þú verðir fyrir tjóni.
Vatnsberinn (21/1 — 19/2) Nú er vor i lofti
og einnig í hjarta þínu. Horfðu öruggur fram
á veginn og kvíddu engu. Þú munt hagnast
á samtali við ókunnan mann. Konur, fæddar
undir þessu merki skulu varast áleitni sterk-
ara kynsins. Þú færð gjöf, sem færir þér mikla ham-
ingju, en bindur þig þó á vissan hátt. Notaðu tíman vel.
Fiskamerkið (20/2 — 20/3) Þér er hætt við
skapvonzku þessa viku, en láttu ekki lítil-
fjörlegt mótlæti koma þér úr jafnvægi. Vertu
viðmótsþýður eftir fremsta megni. Reyndu
að gefa þér tíma til þess að lesa góðar bók-
menntir og láttu léttmeti lönd og leið. Sýndu sálarspekt
og gefðu hugmyndaflugi þínu lausan tauminn.
Þær mætast við stóra bekkinn í skemmtigarð-
inum, konurnar tvær. Konan í Parísarklæðnað-
inum og konan í léreftskjólnum. Horfa hvor á
aðra, gagnrýnandi og ókunnuglega, önnur dá-
lítið öfundsjúk, hin dálítið vorkennandi. Ná-
kvæmlega á sama augnabliki færist hikandi bros
yfir andlit beggja, þær nema staðar.
— Rósa.
— Valdís.
— Ég ætlaði ekki að þekkja þig, þær segja
þessi orð báðar í einu, á eftir kemur vandræða-
legur hlátur, síðan enn vandræðalegri þögn.
En svo------
— Átt þú bæði þessi börn?
— Já, og meira að segja tvö eldri heima.
— Jæja, það er bara svona. Hvað ertu gam-
all vinurinn og hvað heitirðu?
Konan klappar litla hrokkinn kollinum með
hanskaklæddri hendinni og brosir blíðlega við
honum.
En hann er ekkert upp á það kominn að svara
svona spurningum, jafnvel þó spyrjandinn sé
falleg og fín kona og hafi gull í tönnunum. Hann
gripur fast í kjól móður sinnar og felur sig á
bak við hana.
—. Ætlarðu ekki að segja könunni hvað þú
heitir, ertu svona lítill strákur, veiztu ekki hvað
þú heitir?
— Ég er ekkert lítill, ég er stór, segir dreng-
urinn.
— Já, auðvitað ertu stór, það sé ég, ég hefði
ekki þurft að spyrja.
Drengurinn hættir að fela sig í kjól móður
sinnar, og horfir stórum augum á ókunnugu
konuna.
Kannske er hún ekki sem verst þessi, hún er
falleg og það er góð lykt af henni.
En hann kemst fljótlega ð raun um, að hann
verður að endurskoða þenna dóm sinn, því nú
beinir hún spurningaárásinni að litlu systur hans
1 vagninum, sem er löglega afsökuð, því hún
sefur og getur auk þess ekkert talað.
SMÁSAGA EFTIR
Guðnýju Sigurðardóttur
— Þetta er dama, er það ekki? En yndisleg.
Hvað er hún margra mánaða? Að hugsa sér,
ekki meira? — — Jæja það er annars orðið
langt síðan við höfum sézt.
— Já, það er satt. Líklega tíu eða tólf ár.
— Eigum við ekki að setjast á bekkinn þarna,
ertu nokkuð að flýta þér?
— Nei, ég er bara að nota sólskinið og góða
veðrið, ég hef enga barnfóstru, svo ég verð sjálf
að gæta barnanna.
Þær ganga að bekknum, móðirin setur vagn-
inn í bremsu og sezt svo, en hin konan tekur af
sér hanskann og strýkur fingrunum yfir fjal-
irnar.
— Æ bekkurinn er svo rykugur, segir hún, og
dragtin mín er svo ljós.
— Ég skal lána þér bleyju, sem þú getur breitt
á bekkinn.
— Þakka þér fyrir,
En svo þegar þær eru seztar, drengurinn hlaup-
inn í sandkassann, og ekkert framar sem trufl-
ar, hafa þær allt í einu ekkert að segja.
Hugsanir þeirra beggja, hlaða háan og næst-
um óyfirstíganlegan vegg milli þeirra. Minning-
arnar bæði Ijúfar og sárar, minningar sem lengi
hafa blundað vakna, og gera háværar kröfur til
þess að eftir þeim sé tekið.
Þær voru leiksystur, skólasystur. Uxu upp„
hlið við hlið, eins og tvö fögur blóm. Ærsluðust,
hlógu saman, grétu saman. Áttu sömu óskir,
sömu draumana og elskuðu loks báðar sama
æfintýraprinsinn.
Leiðir skildust, önnur hvarf til fjarlægra landa
í leit að nýrri lifshamingju, nýjum æfintýrum.
Hin giftist piltinum sem orsakað hafði aðskiln-
að þeirra vinstúlknanna.
VIKAN