Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 11
Og nú hittast þær hér aftur, eftir mörg ár, i
gamla skemmtigarðinum, þar sem þær áður léku
sér með sippuböndin sín, byggðu hallir úr snjó
og hús úr sandi.
— Rósa, hvernig hefur ykkur liðið?
— Vel, mjög vel. En þér Valdis?
— Ágætlega. Ég á mjög góðan mann. Þú veizt
hver hann er, er það ekki?
— Jú, jú. Ég man vel eftir Baldri. Ég gleymi
aldrei hvað við öfunduðum hann af kanaríufugl-
unum hans, mannstu það?
— Hvort ég man.
- Og mannstu þegar kötturinn drap annan,
og hvað við grétum öll mikið þegar við jörðuð-
um hann.
— Já, og mannstu, mannstu....
Og svo spyr Rósa: — Eruð þið hér í stuttri
heimsókn eða kannske alkomin heim?
— Við ætlum að vera hér í sumar. Baldur er í
viðskiptaerindum og nokkurskonar fríi um leið,
annars var í ráði að við færum til Italíu og
byggjum þar í eitt ár, en af þvi getur ekki orðið
fyrr en síðar. Eg var mjög glöð þegar ferða-
áætlunin breyttist og við héldum heim.
- Þið eruð bara tvö, ég á við, þig eigið engin
börn ?
- Nei, við eigum engin börn, skugga bregður
yfir andlit konunnar, en aðeins snöggvast, hún
hlær og segir:
— Það er líka bezt fyrir fóllc eins og okkur,
við erum alltaf á ferðalögum, það á kannske
ekki svo vel við börn.
Nei, kannske ekki.
Nú kemur vandræðaleg þögn, það er aftur
eins og þær hafi ekkert að segja.
Móðirin hágræðir sængurfötunum í vagninum,
kallar á drenginn og segist verða að fara heim.
— Þið ættuð að heimsækja okkur, segir Rósa,
— við myndum öll hafa gaman af að hittast.
— Þakka þér fyrir, það væri gaman, segir
Valdís.
— Já, við búum á Njálsgötunni í gamla hús-
inu hans pabba, þú ratar, segir Rósa.
Þær kveðjast, brosa, og takast i hendur.
— Reglulega gaman að við skyldum hittast,
hlakka til að sjá þig aftur.
En þær vita báðar að þær munu ekki reyna
að hittast aftur, þær vita ekki nákvæmlega
hversvegna, aöeins að það er bezt þannig.
— Davíð, ég hitti Valdísi í dag.
Hann heldur áfram að lesa, heyrir ekki, hún
litur upp frá sokknum sem hún er að staga,
horfir á hann, eins og hún hafi ekki séð hann
lengi. Hún tekur eftir því að hann er órakaður
og hann hefði þurft að láta klippa sig. Skyrtan
er slitin og alls ekki hrein, hálsbindið þvælt,
brotiö að mestu horfið úr buxunum, inniskórnir
gamlir og skakkir.
Hún lítur i kringum sig. Húsgögnin hafa líka
látið á sjá.
Hún leggur frá sér sokkinn, og hreyfir sig
dálítið gremjulega í stólnum.
— Davíð, ég var að tala við þig.
— Fyrirgeföu, hann leggur frá sér blaðið og
brosir ti) hennar.
— Eg held næstum að þú sért reið, þú ert svo
hörkuleg á svipinn.
— Nei, nei, ég er ekki reið, hún hlær léttum
hlátri. — Ég var að segja þér að ég hefði hitt
Valdísi, en þú varst svo spenntur að lesa blaðið
að þú heyrðir ekki til mín.
— Valdís, er hún hér?
— Já.
— Og Baldur?
— Já, já, þú hefðir bara átt að sjá hvað hún
var fallega klædd. Dragtin og skórnir, hanskarn-
ir og taskan.
Hann treður í pípuna sína af mikilli nákvæmni
og natni, næstum eins og hann velji hverju
tóbakskorni stað. Tekur eldspýtu úr stokknum
kveikir á henni og hefur ekki augun af pípu-
hausnum á meðan loginn er að ná niður í tóbak-
ið. Hann og pípan eru þessa stundina eitt og
allt annað þeim óviðkomandi.
— Davíð, þú hlustar enn ekki á mig.
Jú, jú, Rósa ntin, þú varst að segja að
Valdís hefði verið með fallegan hatt.
Hún skellihlær.
— Ha, ha, þarna sérðu, þú hefur ekki hlustað,
ég var ekki farin að minnast á hattinn. En hann
var auðvitað líka alveg fyrsta flokks.
— Ó, hvað ég öfundaði hana. Æ, og þó, ég
held hún sé ekkert hamingjusöm, þrátt fyrir öll
auðæfin, mér finnst hún orðin ákaflega full-
orðinsleg. Hugsaðu þér, þau eiga engin börn.
— Engin börn, segir hann hissa og fullur á-
huga, enda er nú glóðin i pípunni nákvæmlega
eins og hún á að vera, og því getur hann ótrufl-
aður hlustað á það sem kona hans segir.
— Þær eru svo sem ekkert unglegri þessar
barnlausu konur, segir hún.
— Nei, Rósa mín, mikið væri ég glaður ef ég
gæti gefið þér falleg föt, hann gengur til hennar
og sest á stólbríkina hjá henni.
— Þig vantar svo margt, þú ert ennþá svo
ung og falleg, en bara alltof þreytt.
— Æ, segðu þetta ekki vinur minn, eins og þú
sért ekki þreyttur og sannarlega þyrftir þú að
fá þér föt. — Vel á minnst, Einar verður víst að
fá buxur og jafnvel jakka, hann vex upp úr öllu.
— Já, það segir þú satt. En við getum keypt
eitthvað ódýrt handa honum núna, þvi hann
verður að fá'föt í haust áður en skólinn byrjar.
-— Og ég held að Anna verði að fá kápu.
Gleymd er gömul vinkona, gleymd eru París-
arföt, allt verður að víkja fyrir hugsuninni un»
bú og börn.
En samt. . .
Þegar hjónin eru háttuð og hafa fellt niður ,
tal sitt um vandamál daglegs lifs, sofnar hann
strax en hún vakir. Mynd vinkonunnar kemur
aftur upp í huga hennar. Hún hefur lifað æfin-
týrin, séð æskudraumana rætast, heimsótt fjar-
læg lönd og fagrar borgir. En hún sjálf? Myndi
hún vilja skipta og lifa lífi Valdísar? Hún virðir
fyrir sér mann sinn þar sem hann sefur við hlið
hennar. Hann er mjög þreytulegur og er tekinn
upp á því að hrjóta. Skrítið, hún hafði haldið að
það væri aðeins gamalt fólk sem hryti. Kannske
Framháld á bls. 26.
Mesta og fjölbreyttasta úrval af erlendum teppum
fáið þér hjá okkur.
Bezta og þéttasta fáanlega teppaefni sem
framleitt er hér á landi-
Klæðum horna á milli:
■ ,
■ -
- -•S'v,
ÍBÚOIR - SAMKOMUSALI
Fullkomin þjónusta:
TÖKUM MÁL
LEGGJUM NIÐUR
Þeir sem kjósa gæðin —
velja íslenzka
Wilton dregilinn
100% ull
• Litir og mynstur valið
af fagmönnum.
0
• Leggjum áherzlu á fljóta
og góða afgreiðslu.
KIRKJUR - SKRIFSTOFUR
HÓTEL - VERZLANIR
TEPPI H.F.
Aðalstræti 9. — Sími 14190.
LlMUM SAMAN
VIKAN
11