Vikan


Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 12
Joachim fjölskyldan við mafborðið. Elzta systirin hefur það hlutverk að baða þau yngstu. Að neðan: Joachim hjónin ásamt 17 börnum sinum. Fyi'ir um það bil 24 árum voru þau gef- in saman í hjónaband Rose og Jack Joa- chim vestur í Biloxi í fylkinu Missisippi í Bandaríkjunum. Á þessum árum hefur þeim orðið átján barna auðið og á neðstu myndinni sjást þau hjónin með hópn- um sínum. Jack yngri stendur lengst til vinstri. Hann er elztur systkinanna og er 24 ára, en yngst er Mary litla, rúmlega árs gömul og faðir hennar heldur á henni á myndinni. En bíðum nú við. Það kemur raunar í ljós, að á myndinni eru ,,aðeihs“ 17 börn. Þau hafa sem sé misst eitt barn, son, sem varð fyrir bíl. Nú hefur það svo sem komið fyrir áður, að konur hafi átt átján börn og jafnvel meira, en það sem hér vekur athygli, er, það, hversu ungleg og óslitin móðirin virð- ist vera. Hún gæti eins verið elzta systirin. Joachim-hjónin búa i stóru húsi með sjö svefnherbergjum og þrem baðherbergjum. Það gefur auga leið, að talsvert þarf til fæðis og klæðis á heimilinu. Jack er dugandi maður og sér vel fyrir þvi, að ekki skorti neitt, enda eru þar öll helztu nú- tíma hjálpartæki. Jack vinnur hjá síma- fyrirtæki, en á auk þess í verzlun og hefur af þessu árstekjur, sem nema 300—375 þúsund ísl. krónur og þætti einhverjum það sæmileg hýra hér. Um leið og börnin komast á legg er reynt að hafa not af þeim við heimilis- störfin og hvert um sig hafa þau ákveðin verkefni að leysa. Sum hafa uppþvottinn, einn burstar alla skó, elztu systurnar baða þau yngstu og þannig mætti lengi telja. Og börnin eru frábærlega myndarleg og vel upp alin. Þrjú þau elztu eru nú komin að heiman. Elzti sonurinn er giftur og Jack og Rose eiga það nú í vændum að verða afi og amma. Þau eru bæði 41 árs gömul. Á heimilinu gilda ákveðin lög og reglur, sem allir beygja sig undir. Enginn má vera lengur en 10 mínútur í simanum í einu. Enginn má líta á sjónvarpið fyrr en búið er með vei'kin. Haldið er upp á afmæli einu sinni i mánuði fyrir þá sem hafa átt af- mælisdaga í þeim mánuði. Hjónin eru kaþólskrar trúar og fara reglulega í kirkju með allan hópinn. „ÁTJÁN BÁRNA FAÐIR í ÁLFHEIMUM“ Td bægri: 1 dag á hann að bursta allan skófatnaðinn. "" ' f J II •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.