Vikan


Vikan - 18.06.1959, Side 14

Vikan - 18.06.1959, Side 14
Flestir karmast við söng- parið Nínu og Friðrik, sem komu hingað s. 1. vetur. Ekki er samt víst að allir viti að nú hafa þau fengið keppinauta, sem nýlega sungu inn á tvær hljómplötur og þykja þær liafa tekist vel. I>au heita annars Liz og Eric og kynntust >á þann hátt, að Liz sendi myndablaði mynd af sér og það með, hversu mjög sig Iangaði tii þess að verða söngkona. Eric, sem eitthvað fékkst við að raula og spila iindir á gítar, skrifaði Liz óðara og útkoman varð dágóð að áliti beggja. | LlZ og EfitlC Lesendur Vikunnar kannast mæta vel við þennan mann, fyrrverandi söngvara og núverandi mikilvirkan rithöfund og ættjarðarvin. Eggert Stefánsson er eins og farfuglarnir. Hann dvelur á íslandi hluta úr árinu, en þess á milli á ítalíu. Munurinn á Eggert og farfuglunum er samt sá, að hann er ekki háður árstíðunum og þessa dagana, í þann mund er farfuglarnir koma frá suðlægari lönd- um til Islands, leggur Eggert land undir fót og heldur suður á bóginn. Það var einmitt við það tækifæri, sem þessi mynd var tekin og Eggert send- ir öllum sínar beztu kveðjur. Eins og allir sem kunnugir eru í Vesturbænum vita, var fyrir nokkrum árum fyllt upp í Selsvör og útgerð lagðist þaðan niður að mestu. Einn var samt sá, sem ekki lagði árar í bát, Pétur Hoffmann útvegsbóndi í Selsvör. Snemma i vor hóf Pétur undirbúning hrogn- kelsavertíðarinnar og hefur síðan sótt sjóin fast að vanda. Pétur er löngu þjóðkunnar maður fyrir ýmsar framkvæmdir sínar og ævintýri og tilhaldsmaður er hann í klæðaburði þegar svo ber undir. Við minnumst þess að hafa einhverstaðar séð mynd af Pétri í „smok- ing“ og nú getur Vikan glatt lesendur sina með mynd af honum vinnuklæddum ásamt tveim vinum úr ná- grenninu. Pétur er þarna með mastrið að bátnum sín- um og aðspurðir sögðust piltarnir, vinir hans, gera sér vonir um að komast á flot með honum einhvertíma í vor. •itoVMvwa 'muiewiww l>að eru ekki nema þau hraustustu sem hafa herkju til þess að fara suður í Naut- hólsvík þessa dagana og Ieggjast til sunds. Samt eru það alltaf nokkrir, sem stunda „sjóinn“ allt árið og láta hvorki frost né bylji aftra sér. Stúlkan hér er ein þeirra sem vill nota sér sjóinn og sólskinið. Við nánari athugun þykir okkur þó líklegt að hún láti sólskinið duga fyrst um sinn. taja Strákur ofan af Héraði var í kaup- staðaferð á Seyðisfirði. Hitti hann jafn- aldra sinn á Seyðisfirði, sem spurði hann hvaðan hann væri. Strákur nefndi bæ á Héraði. — Er það næsti bær við Helvíti ? spyr 'Seyðfirðingur. — Nei, Seyðisfjörður er á milli, svar- aði strákur. Leikkonan Liz Taylor gifti sig fyrir skemmstu dægurlaga- söngvaranum Eddy Ficher, en hann var sjálf- ur giftur þegar Liz varð ekkja fyrir ári síðan og gekk manna bezt fram í því að hugga. Ó- neitanlega hef- ur það tekist. Austurlandaþjóðirnar lceppast við að lœra ýmsa siði Vest- urlandabúa sér til fyrirmyndar. Eitt af því eru fegurðarsam- keppnir og hafa þcer þegar fengið byr undir báða vœngt i hinum fjarlœgari Austurlöndum. Margir telja að Síamskar konur séu með hinum fegurstu í heimi og hér sjáum við ár- angurinn af fegurðarsamkeppni i Singapore. Þar þótti feg- urst hin 19 ára Marion Willis. Hún er raunar af Evrópskum œttum, hraðritari og módel lijá Ijósmyndurum. Fegurðardis- in er fœdd i Singapore, en var í Indlandi á stríðsárunum og hefur eitthvað fengist við kvikmyndaleik. Austrœnar fegurð- argyðjur hafa að undanförnu streymt vestur á bóginn i von um frama i heimi kvikmyndanna. Mörgum hefur tehizt það og er margt sem bendir til þess, að Vesturlandabúar kunni betur að meta fegurð Austurlandakvenna en áður. ÓVENJU MIKIÐ IÍLÆDD .. . Það bar óvenjulít- ið á Brigitte Bar- dot á kvikmynda- liátíðinni í Cannes. Astæðan: Hún var oftast svo mikið klædd (alveg eins og venjulegt fóllc) — »g lét aldrei sjá sig hálfnakta alla þá daga sem liátíðin stóð.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.