Vikan


Vikan - 18.06.1959, Síða 17

Vikan - 18.06.1959, Síða 17
prjón 6 umf. Síðan er prjónað mynzt- ur. 1 1. umf. er aukið út 9 1. með jöfnu millibili. Aukið svo út 1 1. hvoru megin i 6. hverri umf. þar til 65 1. eru á. Þegar ermin mælist 15 cm. er fellt af hvoru megin 6 1. Hin ermin er prjónuð eins. Siðan eru öll stk. prjónuð saman um leið og byrj- að er á garðaprjóni. Prjóna fyrst hægra framstk., aðra ermina, bakið, hina ermina og vinstra framstk. Prjónið garðaprjón 4 umf., í allar lykkjur. Þá er prjónað slétt prjón og jafnframt tekið úr, þannig: Prjóna 40 1. 2 sl. teknar saman, 1 1. tekin fram af óprjónuð 1 1. prjónuð, ó- prjónuðu lykkjunni steypt yfir þá prjónuðu. Prjóna 49 1. 2 sl. teknar saman 1 1. tekin fram af óprjónuð o. s. frv. Prjóna 71 1. 2 sl. teknar saman, 1 1. tekin fram af óprjónuð o. s. frv. prj. 49 1. 2 1. teknar saman 1 1. tek- in óprjónuð o. s. frv., prjóna 40 1. Endurtak þessar úrtökur í annari hverri umf. beint upp af fyrri úr- tökum. Hvort framstk. á að minnka um 1 1. bak og ermar um 2 1. hvert stk. Eftir 15% cm þá er gert 1 hnappagatið, en þau eru 3 í allt með 3% cm. millibili. Þau komi 3 lykkjum fá brún og yfir 2 1. Eftir síðasta hnappagatið er tekið úr svo að 70 1. verð ieftir. Prjóna 1 umf. Fella af. Kragi: Fitja upp 77 1. og prjóna garðaprjón 4 umf. Síðan er prjónað mynztur fyrir utan 5 1. í jöðrum, sem prjónast með garðaprjóni alla leið. Tekið er úr fyrir innan þessar 4 1. hvoru megin. 1 I. i annarri hverri umf. þegar kraginn er 4 cm., er fellt af. Efni: 120 gr. þrinnað babygarn, prjönar nr. 3. Mynstrinu þarf að vera hægt að deila með 8 + 5. 1. umf.: slétt. 2. umf: og umferðir, sem prjónaðar eru á röngu, eru prjónaðar snúnar. 3. umf: slétt. 5. umf: 1 sl., * 3 br., 5 sl. tekin upp frá * út umf. og enda með 3 br. 1 sl. 7 umf: 1 sl., * 2 sl., teknar saman bregð um prjón 6 sléttar. Takið upp frá * út umf. og enda með því að taka 2 1. saman bregða um prjón 2 sl. 9. umf: slétt 11. umf: slétt. 13. umf: * 5 sl., 3 br. tekið upp frá * út umf. og enda með 5 sl. 15. umf: 5 sl. * 2 sl. teknar saman bregð um prjón 6 sl. tekið upp frá * út umf. 16. umf: Snúin. Byrjið svo aftur á 1. umf. Peysa á ungbarn. Prjónuð í einu lagi upp að handvegi. Fitjið upp 160 1. á prjóna nr. 3 og prjónað gai>ðaprjón 4 umf. Síðan er prjónað mynztur fyrir utan 5 fyrstu og síðustu lykkjurnar, sem prjónast með garðaprjóni alla leið. 1 fyrstu umf. er aukið í 15 1. með jöfnu milli- bili. Prjónað er áfram þar til komnir eru 14 cm. en þá er fellt af fyrir handvegum, þannig: Prjónaðir 42 1., felldar af 8 1., prjónaðar 75 1., felld- ar af 8 1., prjónaðar 42 1. Geymið svo prjónið, sem búið er, á meðan ermarnar eru prjónaðar. Ermar: Fitjaðar upp 44 1., og prjónað garða- á ungbarn prjónuð í einu lagi upp að handvegi DÚKUR A BORÐ BREIDDUR seðli er óvenjuleg og mundi tæpast falla öll- um í geð, en það er dýr- mætt að fá hugmyndir annarra og breyta svo sjálfur því, sem mundi henta okkur betur. T. d. væri vandalaust að hafa ekki sildarréttinn, held- ur t. d. tartalettur með sveppum eða rækjum í staðinn og allir vita, að það er fljótlegast. Eins er það með estra- gon. Það er krydd, sem ekki öllum hentar, og þá er auðvitað vanda- laust að sleppa því. Hér koma svo upp- skriftirnar. Þótt pyngjan sé í léttasta lagi og engin aðstoð við hendina, er það svo sannarlega engin ástæða til algerr- ar einangrunar. 1 rauninni er það hálf kjánalegt þetta, sem maður h'eyrir svo oft: ,,Ef ég get ekki boðið upp á eitthvað almennilegt, læt ég það heldur vera.“ Ef átt er við með „eitthvað almennilegt" hina venju- legu samkvæmisrétti. með tilheyr- andi vinnu, er skiljanlegt, að geti vaxið í augum. En ættum við ekki fyrst og fremst að hugsa um, hve skemmtilegt það er að hittast við og við og njóta samvista vina og kunn- ingja? Nema auðvitað það verði að vera eins konar skyldusamkvæmi. Mjög iátlaust höfum við það, og til að fyrirbyggja óþarfa flaustur er gott að hafa allt vel skipulagt og undirbúið, því að ekkert gerist af sjálfu sér. Mér kom i hug tvær indælar kvöld- stundir. Fyrra kvöldið vorum við tíu við borðið, og ég verð að minnast á tiorðið og skreytinguna, sem var sér- lega vel heppnuð, þó að litlu væri til kostað. Hvers vegna er alltaf svona skemmtilegt andrúmsloft við kringl- ótt matborð ? Áreiðanlega af því, að fólk kemst betur í samband hvort við annað, þó án þess að þurfa að snúa sig og strekkja á alla kanta, samræður fara bókstaflega talað hringinn. Hér var dúkurinn ljósgrænn. Á hann var raðað gulnuðum blöðum af Iinditré (eða öðrum) í hring, stórum Blöðum var komið fyrir yzt, minni sær miðju, þar sem þrjú mjög há kerti stóðu, sem þó ekki skyggðu á, innan í yndislegum blómakrans. Fyrst var borin fram síld á af- tengu mjóu teak fati. Síldin hafði verið lögð í marinaði, og var estra- gonbragið mjög áberandi, og réttur- inn var skreyttur með hvítum þunn- um lauksneiðum ásamt estragonsneið um. Með þessu voru bornar fram kartöflur, bakaðar í ofni, smjör og margar tegundir af brauði. Síðan fengum við kaldan svínahrygg með heitu súrkáli, sem ilmaði dásamlega og bragðaðist enn betur. Einnig hér var notað estragon. I sannleika sagt hélt ég, að ég væri ein um þetta edik, sem ég uppgötvaði af hreinni tilvilj- un. Við áttum ekki til venjulegt edik, tókum flösku og fiskuðum okkur á- fram, bættum nokkrum af þessum estragon blöðum við i suðunni og urð- um heldur en ekki ánægð með ár- angui'inn. Húsfreyjan naut hrifningar gest- anna. Eftirmatur var melóna, bland- að saman gult og grænt., fallegt við skreytinguna. Með matnum fengum við öl og snafs, og ég blessaði í hug- anum húsfreyjuna fyrir það að koma ekki með rauðvín á eftir öli og brenni- víni, því að það fer ekki vel saman! Auk þess fær maður höfuðverk af því að blanda þannig drykkjinn sam- an og ætti því alveg að afnemast. Síðan kom kaffið og takk fyrir í kvöld. Hvað hafði þá v(?rið gert áður? Hryggurinn steiktur, súrkálið soðið, síldin lögð í marinaði. Það, sem gera þurfti sama dag, var að leggja á borðið og setja kartöflurnar inn i ofninn klukkutíma áður en gestirnir komu. Þannig getur samkvæmi ver- ið nánast hvíld og afslöppun, ef allt er vel undirbúið og skipulagt. Þetta var frásögn húsmóður, sem segir frá sinni reynslu með ekki allt of fyrirhafnarmiklar veizlur, en vel heppnaðar samt sem áður. Við kom- um hér með uppskrift af þeim rétt- um, er fram voru bornlr í þessari veizlu, enda þótt ekki sé hægt að neita því, að þessi samsetning á mat- Síltl í marinaðe. 1 /2 kg. ný síld 2 1. volgt vatn 1 ms. salt 4 lárviðarlauf 8—10 piparkom 1 matsk. sykur 1 dillkróna 1 ms. edik Verkið síldina. Skerið hana í sundur í 3—4 bita. Látið vatnið sjóða og bætið kryddinu í. Setjið síldina yfir og sjóðið hægt. Látið kólna í soðinu og borið fram í því. Grænmeti má bera með síldinni. Einnig sterka sósu. Steiktur svínshryggur. 1 /2 kg. svínshryggur 100 gr. sveskjur 30 gr. þurrkuð epli 2 tesk. salt l/\ tesk. pipar Hreinsið kjötið til steikingar. Skerið kross í báða enda og borið sleifarenda í gegmrni kjötið. Stingið steinlausum sveskjum inní og saum- ið fyrir báða enda. Stráið salti og pipar yfir og steikið og sjóðið í ofni. Losið kjötið frá beininu í heilu lagi og skerið í sneiðar. Gott er að hafa soðnar sveskjur með á fatinu sem kjötið er borið inn á. Franskar kar- töflur og súrkál er borið með. Sós- una er gott að bragðbæta með rauð- víni. 16 VIKAN TZKAN sem er. Til hægri er Chif- fon-kjóll frá Dior í hinum nýja melónu- græna lit. Kjóllinn er allur plíseraður og kraginn stór eins nú er svo mjög tízku. Þessi kjóU hefur það ásamt öðru til síns ágætis að henta hvaða aldursskeiði s\iilliiiliiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiililllllllilllllllllllllilllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllll's> : cfívaéa Utir k/œéa nug bezt? Hvaða litir henta 1 bezt t. d. ljóshærð- | um lconum? Ljós- i hærð kona getur : klæðzt öllum lit- \ Iirigðum af bláu, : grænu ög gulu, en : aftur kona, sem : er með skollitað | hár ætti helzt að | klæðast í rauða : liti og öll litbrigði : í gulu upp í brún- i gult og síðan : lilátt. Dökkhærð : kona má gjarnan | nota hárauða liti, : bláa, græna og : gulgræna. Rauð- i = hærða konan á helzt að nota sem mest græna 1 | litinn; karrygult og lavendellitir klæða hana 1 : einnig mjög vel. i '<'lll■■l■l■■l■■lll■l■■ll■■■■lll•l■l■ll■■l■l■■lll■lllll■lllll■llllllll■lll■■ll■■■■lll■■l■■llll■ll■■llllllllll■lll■»v'> Þessi kjóll er úr rósóttu organdy. Hann er hvítur með gulum og gulbrúnum rósum. Hanzkar og belti í brúnum lit. Rósóttu efnin í silki, popplín og bómull eru mjög í tízku, enda hentug. Þótt maður sé svo óheppin að fá blett í kjólinn sinn, er hann ekki eyðilagður fyrir það. Jafnvel þótt ekki sé hægt að ná honum með öllu úr. Það væri #itthvað annað, ef hann væri einiitur. Það ber heldur ekkert á því, þótt nokkrar krumpur hafi komið, ef setið hefur verið lengi við eitthvert kaffi- eða matarborðið, sem svo oft vill verða hér hjá okkur. Þetta eru fyrstu sumarkjólamir, sem við birtum myndir af. Við höfum reynt að koma með það, sem mest er þörf fyrir og hentar hverju sinni. Nú er að koma tími fyrir léttan klæðnað eins og sumarkjóla. Við erum að vísu búin að skýra frá því helzta í sumartízkunni. .Pokatízk- an er gjörsamlega liðin undir lok, en enn gætir áhrifa frá empire-línunni, enda er hún í senn klæðileg og einföld. Mittið hefur verið sett á sinn stað og , aftur komin vídd í pilsin, vídd, sem er látin njóta sín sem bezt með því að setja stíf undirpils undir kjólinn og jafnvel undirpils með krinólin-gjörðum neðst til að fá víddina sem mesta. Þetta hentar að vísu aðeins kornung- um stúlkum með fagra fótleggi. Ermar eru settar. Það er ekki hægt að neita því, að ekkert hugmyndaflug hefur komið fram hjá tízkufrömuðum í ár. Sumir kenna þetta áhrifum æðstu valdamanna Frakkiands, sem hafi eindregið óskað eftir því, að tízkan yrði sem íburðar- minnst. Aðrir segja, að eftirmaður Diors sé aðeins að sækja í sig veðrið og óvæntra tíðinda muni vera að vænta 1 vetrartizkunni. Eitt er víst, að sumarkjólatízkan er' bæði falleg og hentug, þótt hún sé ekki írumleg. VIKAN n

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.