Vikan


Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 19

Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 19
á, flestar kúlur V. ru kringlóttar, .) BARNAGAMAN Áð ofan: Við leik og dans í Isaksskólanum. Að neðan: Við kveðjum skólann glöð og kát og hittumst heil í haust. Skólinn Hér munu birtast nokkrir kaflar úr bókinni „Öndvegis- súlurnar“ eftir frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur. TJm leið og við þökkum höfundi fyrir leyfið til birtingar, viljum við ennfremur þakka það Iestrarefni, er frúin hefur valið börnunimi í þessari bók. kvaddur TOFR AE Y J AIN Nú eru allir bamaskólar að ljúka kennslu „Vorið er komið og gmndirnar gróa“ og börnin fara að hugsa til ferðar í sveitina eins og vera ber. Hér birtast myndir frá einum skólanum, sem börn- in á meðfylgjandi mynd voru að kveðja fyrir skömmu. Það er bamaskóli Isaks Jónsson- ar. Ég ætla að segja ykkur sögu af Hallveigu Fróða- dóttur og Ingólfi Amarsyni, sem fyrst allra nor- rænna manna komu hingað til lands til að setjast hér að. — Fyrir meir en 1000 árum sigldu þau frá Noregi til Islands yfir hafið, sem skilur þessi lönd. Þá var Island að mestu óþekkt og óbyggt land, en hingað höfðu rekizt nókkur skip og alls konar furðu- sagnir höfðu komist á kreik um landið. Þær helztu em á þessa leið. Fyrir meir en 2000 árum bjuggu forvitnir menn suður á Grikklandi við Miðjarðarhaf. Þá langaði til að vita alla skapaða hluti. Einn þeirra Pýþeas að nafni, mikill stjömufræðingur og landkönnuður, fór eitt sinn í langferð til að athuga, hve langt væri á heimsenda. Hann fór alla leið til Skotlands, en fólk þar sagði honum af löndum og fólki lengra í norðri svo að hann sá, að heimsendir var enn langt undan. Hélt hann því af stað í norðurátt, og eftir 6 daga siglingu kom hann að sótrri eyju, er hann nefndi Thule. Þar var lengstur dagur 20 stundir, um sum- ar sólhvörf, en nóttin 4 stundir. Þá segir annar gamall ferðalangur, að alla, sem leggja á hafið og norðrið seiði til sín,beri fyrr eða síðar að Thule, sem rís úr hafi sæbratt með ógnarháum fjallatindum. — Þessir sagnir eru frá Grikkjum og Rómverjum, en vafasamt er að menn af þeim þjóðum hafi nokkru sinni setzt hér að. — Öðru máli gegnir um íra, er voru miklir sjógarpar í gamla daga og^ sigldu um úthöfin á skinnbátum. Þeir voru dálítið skrítnir í háttum, því að þeir tóku ekki konur með sér, þegar þeir fóru til sjós, heldur leituðu afskektra staða til þess að búa þar einlífi og lofa guð. Slíkir írar voru nefndir Papar og hafa að líkindum setzt að á Islandi löngu áður en Norðmenn vissu nokkuð um Island. Hér var því ekki að tala um stofnun heimila og myndun þjóðfélags. Það átti að verða hlutverk Hall- veigar Fróðadóttur og kynsystra hennar, er fetuðu í fótspor henn- ar og settust hér að. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.