Vikan


Vikan - 18.06.1959, Side 20

Vikan - 18.06.1959, Side 20
„ÐRTU FÉLAUS" Ég les venjulega ekki auglýsing- arnar í biöðunum, en ég rak undir 6ins ciugun i auglýsinguna „Ertu fé- lausy'V^egar ég tók Morgunblaðið. Síðar tm daginn sá ég hana líka í AlþýðubÍL-ðinu, en hvort hún kom í hinum fcí,- unum, veit ég ekki, því ég feá þav aldrei þennan dag. En ég gpri ráð fyrir að hún hafi komið í þcfp cilum. 'Auglýsinjm hljóðaði þannig: ERTU FÉLAUS? Ef þú ert það, og jafnframt h-.’r akkur og þagmælskur, gefurðu fengið vinnu, sem þú með sjálfum þér þarft ekkert að skammast þín fyrir. — Svar í pósthólf 656. Það var ekki að furða, þó að ég tæki eftir þessari auglýsingu, því ég var sannarlega félaus. Ég skuldaði Jóhanni gamla 3 mánaða húsaleigu, og i meira en ár hafði ég aldrei vitað hvort ég fengi nokkuð að éta næsta dag, að undanteknum hálfum mán- uði, er ég var í Vestmannaeyjum. Ég er því miður ekki einn af þeirri tegundinni, sem stælist við erfiðleik- er, en bara tregða, tregða, allt annað en duglegur. En óg var einmitt, þegar þessi auglýsing birtist, nýbúinn að sýna býsna mikinn dugnað, og það einmitt af því, að ég mætti mótstöðu. Ég hafði einn morgun hitt sveita- mann, er ég þekkti, fyrir utan ,,Land“, sem bauð mér þar kaffi. Þessi kunningi minn úr sveitinni er allra skemmtilegasti náungi, nema þegar hann fer að segja sögur af skrítnum körlum. En það er óþarfi að hlusta á hann þá, því hann hlær þá atltaf sjálfur og tekur ekkert eftir, hvort maður veitir því eftirtekt, sem hann segir. Við Islendingar höfum lengi verið duglegir gildaskála- eða kaffihúsamenn, og er þess getið í Laxdælu, að þegar Bolli Bollason dvaldi í Þrándheimi, hafi mikið borið é honum og mönnum hans á skytn- ingum, en svo voru nefndir gilda- skálar og kaffihús þeirra tíma, og er sagt frá því, að Bolli hafi jafnan skotið einn silfri fyrir félaga sína, það er borgað góðgerðirnar. Um Þórð kakala er og getið í Sturlungu, að hann hafi dvalið mjög á skytningum, er hann var í Björgvin. Olafur viö Faxafen: Þeir sem aðallega koma við sögu: ★ Jón á Klapparstígnum ★ öm Ósland ★ Sjöfn frá Hlíðarhúsum ★ Hávarður Gunnarsson ana, heldur er ég því duglegri sem betur gengur. Það er gott að vera þannig gerð- ur þegar vel gengur, en ekki þegar ólánið tekur upp á þeim fjanda, að fara að elta mann. En þó ég geti verið seigur, ef ég mæti nógu greini- legri mótstöðu, þá er ég gagnvart langvarandi atvinnuleysi og þesskon- ar, þar sem enginn mótstöðumaður Kunningi minn og ég settumst við borð, þar sem þrír eða fjórir sátu fyrir, allt menn er ég þekkti, og brátt bættust fleiri í hópinn. Eru um- ræður á gildaskálum venjulega frið- samlegar, en það vildi svo óheppi- lega til þennan dag, að ég lenti þarna í skömmum við einn manninn. Var orsökin sú, að hann fór að skamma einn kunningja minn fjarstaddan, og hafði föður hans, sem er drykkju- maður sem svivirðingu á hann. Nú átti þessi maður sjálfur bróð- ur, sem er nokkuð drykkfelldur, og var nýbúið að sekta þennan bróður hans fyrir sölu á áfengi. En það var þá svo opinn munnurinn á mér þarna, að ég fór eitthvað að minnast á bróð- ur hans, en af því reiddist hann af- skaplega, kallaði mig flæking, auðnu- leysingja og ræfil, og allt þar fram Ölafur við Faxafen fæddist 16. ágúst 1886 á Eskifirði. Hann dvaldi erlendis nálega milli tvítugs og þrí- tugs. Ólafur kom aftur til Islands 1914. Þá stofnaði hann blaðið Dags- brún og var ritstjóri þess. Arið 1919 stofnaði hann Alþýðublaðið og var fyrsti ritstjóri þess. Ólafur var 20 ár í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1918—1938 og hefur átt heimili I Reykjavík siðan 1915. Ólafur hefur alia tíð haft mikíl afskipti af fé- lagsmálum, en seinni árin hefur liann einnig unnið mikið að náttúrufræði- rannsóknum og skáldsagnaritun. eftir götunum. En af því að hann hljóp svona á sig tókst mér að vera rólegur, hló bara að honum. En mér sveið þetta geysilega, því langvarandi basl gerir mann við- kvæman, og einkum sveið mér það, af því að ég skuldaði honum tvær ki’ónur. Það voru sex mánuðir síðan ég hafði fengið þær lánaðar hjá hon- um, ég hafði þurft að hjálpa kunn- ingja mínum, sem var staddur á kaffihúsi og var félaus. En sökum atvinnuleysis mins, hafði alltaf staðið svo illa á, þegar ég hafði mætt honum (sem reyndar var ekki oft), að ég hafði ekki getað borgað honum. Ég kallaði yfirþjóninn á ein- tal, og sagðist skulda mannhelvít- inu tvær krónur, og bað hann bless- aðan að lána mér þær, til þess að ég gæti skellt þeim I hann. Þjónn- inn hafði heyrt svívirðingarnar og lánaði mér tafarlaust túkallinn. Þessi árekstur varð til þess, að það kom töluvert kapp í mig að reyna að rétta minn hag, og ég fór að finna menn, sem mér datt i hug að gætu látið mig fá vinnu. En allt varð árangurslaust. t fimm daga stóð þessi dugnaður mii i, en svo var hann líka búinn. SjötL. daginn fór ég ekki á fætur fyrr ei um hádegi, enda hafði ég ekkert víst að éta. En þegar ég kom út á götu, þá vildi svo einkennilega til, að fyrsti maðurinn, sem ég mætti, var sá, sem skammaði mig. Hann rétti mér strax höndina og spurði hvort ég væri reiður við sig. En mér fannst þá ekki sæma annað en segja, að ég hefði aldrei reiðst við hann. Það hefði bara fokið í mig sem snöggvast. Ég gæti því sízt af öllu verið reiður nú. Hann sór nú og sárt við lagði, að hann hefði ekki munað nokkurn skap- aðan hluta eftir því, að hann átti þessar tvær krónur hjá mér, þegar hann var að skamma mig, og endaði tal sitt á því að taka upp 50 krónur, sem hann vildi fyrir hvern mun lána Rammíslenzk saga, Saga þessi var rituð fyrir lið- lega tuttugu árum og var þá autt svæði þar sem Búnaðar- bankinn og veitingastaðurinn (steinhúsið) voru síðar reist. Fylgist með sem engan svíkur Mjói gangurinn sem oft er nefndur var vestast á þessu svæði (við hús Sigurþórs gull- smiðs). frá byrjun 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.