Vikan - 18.06.1959, Side 21
mér, ég vissi þá þegar, og hef sann-
færzt um það síðar, að manninum
kom ekkert til þarna, nema dreng-
skapur. En mér var ómögulegt að fá
mig til þess að viðurkenna fyrir
honum, hvernig ástatt var fyrir mér,
svo ég neitaði boðinu, en þakkaði
honum fyrir hugulsemina. En undir
eins og ég var búinn að kveðja hann,
varð ég afar gramur sjálfum mér,
enda gauluðu garninar í mér víst
hávær og illileg mótmæli. Tvær eða
þrjár stundir á eftir var ég töluvert
niðurdreginn, en um það bil, sem ég
var að verða eins og ég á að mér að
vera, mætti ég Bjarna Thorarensen.
Hann stöðvaði mig með þeim orðum,
að ég hefði aldei þegið hjá sér kaffi,
og að við skyldum koma á Vífil.
Bjarni er ekki skáld eins og nafni
hans og frændi, en eina tegund
heimsbókmenntanna hefur hann kynnt
sér betur en flestir aðrir, en það eru
verðlistar. Bjarni var blaðsali þegar
ég kynntist honum, og var þá 12 eða
13 ára. Hann var þá þegar farinn að
rita til útlanda eftir verðlistum, og
hafði pósthólf. Leitaði hann þá oft
til mín með eitt eða annað, sem hann
ekki skildi í verðlistunum, eða i aug-
lýsingunum í útlendum blöðum og
tímaritum, og allt fé, er honurn á-
skotnaðist, fór í burðargjöld, því
alltaf var hann að skrifa eftir verð-
listum. Hjálpaði ég honum þá stund-
um um nokkrar krónur, því þetta
var áður en ég varð öreigi (og þá
jafnframt áður en mér hafði nokkru
sinni komið til hugar að ég 'myndi
verða það, því mér hafði aldrei dott-
ið slíkt í hug, fyrr en það var orðið).
Síðar varð Bjarni sendisveinn og
hentist á hjóli með vörur um borg-
ina, en las verðlista á kvöldin. Nú
hafði ég ekki hitt hann nokkuð lengi,
en einstaka sinnum heilsað honum
álengdar. Minntist ég nú þess, að
ég hafði veitt því eftirtekt, að hann
var farinn að vera svo vel búinn.
Þetta var orðinn myndarlegasti pilt-
ur, hann Bjarni; hann var nú orð-
inn 19 ára, en ekki stór eftir aldri.
Þegar við vorum seztir, varð mér
litið á hendurnar á honum, og mun
það hafa verið orsökin til þess, að ég
spurði hann hjá hverjum hann væri
núna.
,,Nú er ég hjá engum,“ sagði hann,
,,ég hélt þú vissir það. Ég er hættur
að vera sendisveinn; ég er orðinn
heildsali."
Þetta kom svo óvænt, að ég fór að
hlæja, en svona var þetta nú samt.
Hann sagði mér, að verðlistaæði það,
sem hefði gripið hann, hefði uppruna-
lega ekki verið i sambandi við nein-
ar verzlunarhugleiðingar, heldur —
að svo miklu leyti sem hann gat skýrt
það — af því hann hafði svo gaman
af að sjá myndir af, og lésa um hluti,
sem ekki voru fáanlegir hér, eða
öðruvísi en þeir tiðkuðust hér. En svo
hefði hann hvað eftir annað rekist á
ýmislegt, sem hann áleit að mætti
selja hér með ágóða. Oft hafði hann
haldið, að hann væri búinn að finna
slíka vörutegund, en jafnan sýndi
það sig, að hún var, þegar til kom,
svo ónýt, að lága verðið stoðaði ekki,
eða hún var allt öðruvisi en venja
var til hér, svo menn gátu ekki fellt
sig við hana. En hann var nú búinn
að fá óbilandi trú á því, að hann
myndi finna eittlivað, og nú komst
hann að því, að fleiri leiðir voru til
en gegnum verðlistana. Svo fann
hann handklæðin með bláu röndinni;
hvort ég kannaðist ekkert við þau,
og virtist hann verða töluvert hissa
á því, því varla væru notuð önnur
handklæði nú, því þau væru bæði
bezt og ódýrust. (Skildi ég betur
undrun hans, þegar ég kom heim á
herbergið mitt, og sá að handklæðið
sem þar hékk, var með mjórri blárri
rönd eftir miðju, eins og Bjarni hafði
lýst.) Hann sagði mér frá, hvernig
hann nú væri búinn að finna fjórar
vörutegundir i viðbót, og var í stuttu
máli svo fullur af gætinni bjartsýni,
að mér var mikil upplyfting í því
að tala við hann, eins og á stóð fyrir
mér, og allar voru gerðir hans ólík-
ar mínum athöfnum, sem hafði látið
allt reka á reiðanum undanfarna
mánuði. Loks bauðst hann til að
lána mér fimmtíu krónur, og hefur
mér oft síðar dottið í hug sú undar-
lega tilviljun, að mánuðum saman
hafði enginn skipt sér af högum
mínum, en svo koma sama daginn
tveir menn, sinn úr hvorri áttinni,
og bjóða mér 50 krónur.
Ég var fljótur að þiggja boð hans,
svo gramur sem ég hafði verið sjálf-
um mér að þiggja ekki fyrri fimm-
tíu krónurnar. En það urðu ekki nema
25, því Bjarni var ekki með meira
á sér, og þegar hann ætlaði að fara
að skrifa tékkávísun handa mér upp
ó 50, skaut allt í einu einhverjum
gikkshætti upp í mér, svo ég aftók
að fá meira hjá honum en þessar
tuttugu og fimm, sem hann hafði í
seðlum; sagði að það væri nóg, ég
þyrfti ekki meira.
Ég hafði verið fljótur að komast
í gott skap þarna á gildaskálanum,
og fljótur að fá trúna á það aftur,
að hamingjan væri ekki alveg búin
að snúa við mér bakinu. Og eins og
alltaf, þegar ég hef meðlæti, færðist
nýr dugnaður í mig. Eg fór aftur að
leita fyrir mér um atvinnu, og var
að því fram á kvöld, en sú leit fór
á sömu leið eins og daginn áður. En
svo var það morguninn eftir, að ég
sá auglýsinguna.
Hvað var meint með þessu í aug-
lýsingunni „hugrakkur og þag-
mælskur" ? Og hvað með „vinnu, sem
þú með sjálfum þér þarft ekkert að
skammast þín fyrir“? Það var eins
og það væri eitthvað ólöglegt, sem
hér ætti að fremja. Mér datt undir
eins í hug smyglun. Mér var nú ekki
um slíkt, en þetta vakti svo i'orvitni
mina, að ég sendi miða, um að ég
vildi fá að vita um, hver hún væri
þessi atvinna (eða ég held að for-
vitnin hafi ráðið mestu). Þegar ég
var nýbúinn að senda bréfið, hitti
ég mann, sem bauð mér atvinnu í
nokkra tíma. Það er að segja, ég
átti að hjálpa honum, en ekki fá
neitt fyrir það, en af því að maður-
inn var kunningi minn, þá skoraðist
ég ekki undan þessu. En ég vann
svo sem ekki ókeypis, því á eftir fór-
um við í „Gamla“, og þar á eftir
(allt á hans kostnað), á Borg. Það
var langt síðan ég hafði borðað
kvöldverð á Borg, og gat ég ekki
alveg notið þess, sökum þess, hvað
mér þótti það mikið óhóf fyrir mig,
sem ekki átti málungi matar. En ég
komst samt von bráðar í gott skap,
því bæði er mér sá hugblær eðlileg-
astur, og eins var hitt, að þarna rétt
hjá okkur sat alveg forkunnar fríður
kvenmaður, og í þá daga var mér
alveg ómögulegt annað en að reyna
að vera skemmtilegur, ef laglegur
kvenmaður var nálægt (eða hvaða
verulegur karlmaður getur það, nema
þeir, sem þá eru svo hamingjusamir,
að sjá hvorki sólina né annað kven-
fólk fyrir einhverjum sérstökum
kvenmanni. En sú hamingja gerir þá
venjulega leiðinlega, að hinum finnst)
Mér tókst óvenjuvel upp þetta
kvöld, sem leyndi sér ekki á kunn-
ingja mínum, né fólkinu, sem sat
við næsta borð. Þó ekki þessari um-
getnu fegurð. Því henni þóknaðist
aldrei að taka eftir öðru en því, sem
fram fór við borðið, sem hún sjálf
sat við. Ég varaðist að líta á hana,
þó að ég neiti mér venjulega ekki
um að horfa á laglegar stúlkur, sem
er bæði saklaus, góð, holl og ódýr
skemmtun. En hún var svo falleg,
að hún var fyrir ofan það að ég
byggist við að eiga kost á að kynn-
ast henni, og þó veit ég ekki nema
það hafi einmitt verið til þess að
vekja forvitni hennar á mér, að ég
lézt ekki sjá hana. Því þótt lang-
varandi fátækt hefði dregið úr sjálfs-
áliti mínu, þá var nú víst töluvert
eftir af því inn við beinið, og það
var eingöngu hennar vegna, að ég
var svona skemmtilegur.
Á heimleiðinni spurði ég kunningja
minn hver stúlkan væri, og fékk að
vita að það væri hún Sjöfn frá Hlíð-
arhúsum. „Manstu ekki eftir henni?“
Pramhald á bls. 24.
ATH
U GIÐ!
Öll sovézk tímarit, blöð og bækur,
ennfremur hljómplötur, útvegum við
frá Sovétríkjunum.
Nú þegar tökum við áskriftir af sovézkum
tímaritum t. d.
Soviet Union, á ensku og þýzku, 12 hefti árl. kr. 44,00
Soviet Literature, á ensku og þýzku 12 h. árl — 55,00
Soviet Woman, á ensku og þýzku, 12 h. árl. — 44,00
International Affairs, á ensku 12 h. árl. — 61,60
New Times, á ensku, sænsku og þýzku 52 h. árl. — 61,00
Moscow News, á ensku og þýzku, 104 tbl. árl. — 52,80
Leitið upplýsinga.
Aflið yður fræðslu um líf og störf hinna
umdeildu þjóða Ráðstjórnarríkjanna.
Gerist áskrifendur að sovézkum tímaritum.
Sendið greinilegt heimilisfang, ásamt áskrift-
argjaldi, er greiðist við pöntun til:
ISTORG H.F.
Pósthólf 444 — Reykjavík
Sími 1-08-19
VIKAN
21