Vikan - 18.06.1959, Side 24
BAIMKARÁIM
Jóns á Klapparstígnum
Framhald af bls. 21
sagði kunningi minn. Hún væri ný-
lega komin frá útlöndum, og hefði
verið þar fjögur eða fimm ár.
„Það er vellríkt, þetta Hlíðarhúsa-
fóík, en alltaf í þrasi og málaferl-
um, “ sagði hann áður en hann kvaddi
mig.
Af því að klukkan var ekki nema
hálf tólf, datt mér i hug að vita
hvort ég næði ekki í einhvern inni
á „Landi“, sem gæti frætt mig frek-
ar um Sjöfn. En við dyrnar þar hitti
ég Pál frá Hjarðarholti (það er að
segja Pál Jónsson). Ég sagðist ætla
að verða honum samferða, því ég
þyrfti að leita frétta hjá honum. „Ég
skal segja þér Páll,“ sagði ég, „ég
sá laglega stúlku í kvöld.“
„Ja, þessu trúi ég,“ sagði Páll, „ég
hef alltaf haldið að þær væru til hér,
þó að það sæist ekki fyrir málning-
unni. Það er líka eðlilegt að það sé
einmitt þú, sem gerir þessa uppgötv-
un. Þig vantar hvorki rannsóknar-
hæfileikana á þessu sviði, né það, að
þú forsmáir að líta á stúlkurnar."
„Hún heitir Sjöfn frá Hliðarhús-
um,“ sagði ég.
Páll stanzaði sem snöggvast. „Nú,
það var hún Sjöfn litla, sem þú sást.
Það var enginn vandi að sjá að hún
væri falleg, ’góði minn. Ég heilsaði
einmitt upp á hana í gær. Hún er
nýkomin frá útlöndum, eftir eitthvað
fimm ára dvöl erlendis. Ég var í mörg
ár nábúi Hlíðarhúsafólksins, svo ég
þekki það vel; ágætisfólk, ágætis-
fólk.“
„En víst nokkuð þrasgefið,“ kom
ég með.
„Nei, síður en svo,“ sagði Páll. „En
það stendur á rétti sínum, það er ann-
að. Hann Ingólfur faðir hennar Sjafn-
ar (þú veizt kannske, að hann
drukknaði á skútu, serr hann var far-
þegi á til Isafjarðar, hún hvarf og
það spurðist aldrei frekar til hennar),
var sonur Sveins Ingólfssonar, en það
var hann og Ingólfur faðir hans, sem
reyndu með málaferlum að ná rétti
sínum, og út af þvi spunnust Hlíðar-
húsamálin (þú manst), því þeir voru
staffýrugir þeir feðgar, þó þeir töp-
uðu öllum málum. En Ingólfur þessi,
sem i málaferlunum var, var sonur
Ingólfs Ingólfssonar og Sjafnar
Sveinsdóttur, sem stóðu uppi í hár-
inu á Jörundi konungi. Þau áttu
Reykjavík, Arnarhvol, Hlíðarhús, og
ég man ekki hvað, sem sagt alla
Reykjavík. En Jörundur tók allt þetta
af þeim, gerði það upptækt og seldi
það. Og þegar hann hrökklaðist frá
völdum aftur, þá voru komin svo
flókin skuldaskipti í sambandi við
þetta, að enginn botnaði í neinu, enda
vildu þeir ekki sleppa, sem keypt
höfðu, og borgað Jörundi silfur fyrir.
Og þau Ingólfur og Sjöfn fengu
aldrei annað aftur en Hlíðarhúsin, og
það með ofbeldi, því þau settust bara
þar upp. Yfirvöldin náðu síðar i allt
hitt fyrir Danakonung. En þau Ing-
ólfur fengu enga leiðréttingu, svo
þeim hefði svo sem hér um bil mátt
standa á sama, hver majestetinn var,
Jörundur eða hinn.“
„Já,“ sagði ég, „það var ekki sem
bezt að láta taka allt af sér.“
„Þau eru svo sem efnuð samt,
Hlíðarhúsasystkinin," hélt Páll á-
fram.
„Öll Vesturgatan, sem áður hét
Hlíðarhúsastígur, er keypt úr eign-
inni, og trúað gæti ég því, að hún
Sjöfn stæði ekki síður á rétti Hlíðar-
húsafólksins, en fólkið hennar hefur
gert. En um Ivar er eins og þú
veizt.“
Ég vissi nú reyndar ekki hvernig
það var um Ivar, en sló á frest að
forvitnast frekar um hann. Var hann
drykkjumaður, morfínisti eða eitt-
hvað þesskonar?
„Já, svo að þér lízt á Sjöfn, dreng-
ur minn,“ sagði Páll nú, „mér líkar
það vel hjá þér.“ Hann endurtók
þetta eitthvað tvisvar eða þrisvar,
að honum líkaði þetta vel hjá mér,
já, bara vel. En ég spurði hann, hvort
hann væri vitlaus, hvort hann væri
búinn að gleyma hvernig komið væri
fyrir mér, minni ógurlegu eymd, en
hún stórrík.
„Þetta er mest uppgerð hjá þér,“
svaraði Páll. „Þér finnst ef til vill
stundum, þegar þú hefur ekkert að
éta, að þú sért aumastur allra, en
það stendur ekki nema þangað til
þú ert búinn að fá þér að borða, ef
ég þekki þig rétt. Nei, góði minn,
ef þér finnst Sjöfn vera of góð handa
þér, þá ertu meira en lítið hrifinn
af henni. En hvað henni viðvíkur,
þá er það einmitt maður eins og þú,
sent hún verður skotin í, ef nokk-
ur nær í hana á annað borð. Og hvort
þú ert ríkur eða fátækur, kemur
ekki málinu við hjá henni.“
„BRAGURINN LAGAST“
Af því mig dreymir venjulega það
sem ég hugsa um á daginn, hafði mig
undanfarnar nætur oftast dreymt um
skuldabasl mitt og féleysi. En svo
varð ekki þessa nótt, því mig dreymdi
Sjöfn. Hvað það var, mundi ég ekki
þegar ég vaknaði, en um hana var
það, og ég vaknaði i svona líka ágætu
skapi.
Ég klæddi mig, taldi krónurnar
mínar, hvað margar væru eftir af
þeim 25 kr., er ég fékk hjá Bjama,
og fannst vera furðu fáar eftir. Það
greip mig sparsemiskast, svo ég lét
mér nægja að fara út og kaupa mér
tvö soðin egg og fjóra hveitihnalla.
Öllu þessu tróð ég smátt og smátt
upp í mig, drakk með því tvö glös
af Gvendarbrunni, meðan ég lá á
legubekk og las ferðasögu frá Afríku,
er mér hafði verið lánuð (um Ijóna-
veiðar og blámenn). Ég var búinn að
lofa að skila henni síðast þennan dag.
En þegar ég var þarna í miðri ljóna-
veiðinni, kom pósturinn með bréf til
mín, og valt tíu króna seðill innan úr
því, þegar ég opnaði það. Það var
vélritað og hljóðaði þannig:
„Það er ekki hægt að segja, að svo
komnu máli, hvað þér eigið að starfa.
En það verður vel borgað. Tekið skal
þegar fram, að það er ekki allt lög-
legt, en það er ekkert, sem þér þurfið
að blygðast yðar fyrir, gagnvart
sjálfum yður. Vegna þess, að ég þarf
að sjá yður, þar sem ég þekki yður
ekki í sjón, þá sitjið í kvöld við innri
súluna, í fremri salnum á Hótel Borg,
milli súlnanna. Þér megið ekki segja
nokkrum frá þessu. Innlagðar tíu
kiónur til þess að standast kostnað-
inn. Brennið bréfið."
Framhald í nœsta blaði.
STANDARD
TRIUMPH
TRIUIVIPH HERALD
BYLTING
I GERD
SMÁBlLA
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
Fallegur
Hvert hjól fjaðrar sjálfstætt
Eftir næstu mánaðarmót kemur á markaðinn ný gerð af
•í manna bifreið frá Standard verksmiðjunum. Þessari nýju
bíltegund var valið nafnið:
Snyr sér á 7,7 m.
TRIUMPH HERALD
93% útsýni
Engin smurvarta
Umsögn bifreiðasérfræðinga er, að TRIUMP HERALD sé svo
ólíkur þeim smábílum, sem áður hafa verið framleiddir, að
raunverulega sé um að ræða algjöra byltingu. Ötrúlegt en satt er,
Stillanlegt stýri í hæð og
fjarlægð frá ökumanni
að TRIUMP HERALD ....
ÞARF ALDREI AÐ SMYRJA
Allar nánari upnlýsinqar gefur
Sætin er hægt að stilla
fram, aftur, halla og hæð
Sparneytinn (6—7 Itr. pr. 100 km.) tjarnargötu ie — simi 17270
ISARN H.F.
24
VIKAN