Vikan


Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 25

Vikan - 18.06.1959, Qupperneq 25
Það verður aldrei fullþakkað, starf leikstjóra Ríkisóperunnar í Vin. Á tæpum hálfum mánuði hefur hann sviðsett óperuna Betlistúdentinn með slíkum árangri, að maður stendur sem agndofa. Þjóðleikhúsið- gerir mjög vel við Betlistúdentinn. Það sparar hvergi mannskap, enda kannski nokkuð vel sloppið frá leiktjalda tilkostnaði, en leiktjöld og búningar eru frá upp- færslu Rott í Stokkhólmsóperunni. En samt ber að þakka Þjóðleikhús- stjóra þá djörfung að kosta svona miklu til, þegar þess er gætt hve fólk er gjarnt að dæma allt harkalega, sem fram fer á sviði Þjóðleikhúss- ins, og siðan kannski sækja sýningar eftir því. Efni óperettunnar er auðvitað held- ur veigalítið, en hún er þrungin gáska og fjöri, og tónlistin er elskuleg og ágætlega flutt af hljómsveitinni, sem er undir stjórn Antolitsch. Við þui'f- um ekki að brjóta heilann um ein- hvern boðskap, hann er enginn, nema þá sá, að — nú skulum við skemmta okkur, á morgun er tími til að súta. Höfundur tónlistarinnar er fæddur í Vín 1842. Hann hóf snemma tón- listarnám og starfaði sem hljóm- listarmaður og hljómsveitarstjóri og fór síðan að semja tónverk og óper- ettur og er Betlistúdentinn frægasta verk hans. Óperettan skeður í Krakau-borg í Póllandi snemma á 18. öld, og er þar fjallað um ástir og hrekki Sax- neskra. hernámsliða, föðurlandsást og hver hlær best. Leikendur eru um eða yfir 100 með söng- og dansfólki. Ástæða er til að þakka sérstaklega hinum fjölmörgu óþekktu aukaleikurum, sem standa sig frábærlega vel. Hver maður er virkur og lifandi þátttakandi, og þeir skapa afbragðs heildarmynd og auð- séð að leikstjórinn hefur tekið starf aukaleikaranna mjög alvarlega, eins og vera ber, en of sjaldan er gert hér. Ekki verður fjölyrt mjög um ein- staka leikendur, mun þeirra þó að nokkru getið. Þrjár söngkonur fara með stór hlutverk. Sigurveig Hjaltested leikur og syngur nokkuð öfgafullt, hlutverk Novölsku greifynju, en það sem verra er, það skilst varla nema annað hvert orð þegar hún syngur. Og það eru fleiri í sömu sök og hún. Þuríður Pálsdóttir, okkar ágæta og aðlaðandi söngkona, með sína fallegu rödd, syngur þannig að mjög erfitt er að skilja orðin, svo maður minnist nú ekki á Nönnu Egils Björnsson. Hún hefur litla rödd og textinn fer fyrir ofan garð og neðan. Hvernig má það vera að þessar söngkonur læra ekki að bera vel fram texta í söng? Það verður varla fyrir- gefið að skemma svo texta laganna, að við erum engu nær um efni þeirra. Það hefur oft verið ráðist á Þjóð- leikhússtjóra fyrir að ráða hingað BETLISTUDENTSNN Óperetta í þrem þáttum. Tónlist Karl Millöcker, I>ýöandi Egill IJjarnason, Tón- listarstjóri Ilans Antolitsch. LEIKSTJÓBI: ADOLF BOTT erlendar söngkonur, og fólk hefur borið við ýmsu. Það hefur sagt að við þyrftum ekki á söngkonum er- lendis frá að halda, menn þekktu ekki tungu þeirra og fleira og fleira. Þessi gagnrýni er hlægileg og dettur niður dauð þegar við sjáum þrjár islensk- ar söngkonur í stórum hlutverkum á sviði Þjóðleikhússins, og við heyrum ekki orðin í meðferð þeirra. Mætti ég þá heldur biðja um söngkonur erlend- is frá! Einsöngvarar okkar hafa einhvern- tíma farið fram á það að þeim væri sköpuð skilyrði til óperuflutnings. Hvernig væri að læra fyrst að bera skýrt fram texta? Baldvin — Ævar — Klemenz Það er hægt að afsaka ýmislegt hjá þessum þremur söngkonum, hvað leik snertir, en hitt er vítavert, og til mikils skaða, þessari annars frá- bæru sýningu. Guðmundur Jónsson gerir hvort- tveggja, að leika vel og syngja vel og bera vel fram. Þessi ágæti maður er leikari af guðsnáð, eins og þeir gerðust bestir áður en menn fóru að sækja erlenda grund til náms. Hreyf- ingar léttar þrátt fyrir þyngd manns- ins og stórt umhverfi, svipbrigði skemmtileg og vel heima. Vakti hann mikla kátínu hjá áhorfendum þar sem hann stikaði stórum um sviðið. Gott. Guðmundur Guðjónsson hlaut sína eldskírn í óperunni Rakarinn í Se- villa. Hann hefur sýnt að mikils má af honum vænta, söngur hans er betri, og leikurinn hefur og tekið miklum framförum, hann er örugg- ari, en jafnframt mýkri í öllum hreyfingum, á köflum jafnvel þrótt- mikil. Sverrir Kjartansson gerir sínu hlut- verki ekki slæm skil, en hann er auðsjáanlega fullur ótta við þetta hlutvei'k. Söngurinn er ekki þrótt- mikill, sem kannski stafaði af kvefi, en hann skortir meiri þrótt, einkum Framh. á bls. 27 Uöfum ávalt til fjölbreytt úrvál af Viðurkennt vörumerki Útvegum einnig og seljum all- ar tegundir hljó'öfœra Hljóðfærav. Sigríðar Helgadóttur s.f. Vesturver — Reykjavík — Sími: 11315

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.