Vikan - 18.06.1959, Síða 27
— og stundum get ég varla sofið
Framháld af bls. 13
— Hvernig í óskupunum á það líka
að vera mögulegt að ætlast til þess
að sami maðurinn skrifi gagnrýni um
allt efni sem flutt er í útvarpið! Prá
erindum til grískra harmleikja, frá
slögurum til sinfónískra tónleika.
Þótt þeim, sem skrifa um útvarpið,
leðiist sitt hvað sem þar er flutt,
getur öðrum þótt það fýsilegt tií
fróðleiks eða skemmtana.
— Ætlar þú að halda þessu starfi
áfram um sinn?
— Ég veit það ekki. ffig hefi áhuga
á að ljúka mínu háskólanámi, ef að-
stæður leyfa.
— Að lokum Magnús, hvert er þitt
lífsmottó?
— Komdu til dyranna eins og þú
ert klæddur, sýndu ekki yfirdreps-
skap né hræsni, vertu þú sjálfur Út-
varp Reykjavík, dagskránni er lok-
ið, góða nótt.
Þetta síðasta var ekki til mín
sagt, heldur hinna mörgu þúsunda
sem hlusta á rödd þularins bjóða
góða nótt í dagskrárlok og þjóta síð-
an i ofboði til þess að slökkva fyrir
þjóðsönginn, sem ómar í eyrum mér,
þegar ég kveð hann Magnús þul og
þakka fyrir mig.
JDNA5
BETLISTÚDENTINN
Framháld af bls. 25
í lokin. Einhvernveginn sá ég Jón
Sigurbjörnsson í þessu hlutverki,
svona í anda. Kristinn Hállsson skil-
ar litlu hlutverki með prýði, og mað-
ur saknaði þess að hann skyldi ekki
syngja meira.
Ævar R. Kvaran er mjög góður
sem fangelsisstjórinn. Tækni hans er
óbrigðul, hann er fullur allan tímann,
syngur fullur og talar fullur og skil-
ur ekkert i þeim fjára, að fangi skuli
strjúka án þess að kveðja! Maður
hefur það á tilfinningunni að Ævar
hafi mikið gaman af þessu hlutverki,
og hefur hann enn sýnt hve fjölhæf-
ur hann er. Rödd hans er mikil og
góð á sviði og hann kann vel að beita
henni. Fleiri eru leikendur i smáum
en skemmtilegum hlutverkum.
Svend Bunch hefur æft dansana og
dansar sjálfur og hlutur ballett-fólks-
ins er góður. Kórinn er ágætur, vel
æfður, og öruggur.
Það verður seint fullsagt við auka-
leikendur að vera ekki að gægjast inn
á sviðið. Það truflar áhorfendur að
sjá, inn á milli tjalda, handleggi og
iappir margskonar, þótt eigendur eigi
kannski að fara að koma inn á sviðið.
Það eru þessir smámunir sem
skemma.
Kunnátta leikfólksins var góð,
frammistaða fólksins á bak við tjöld-
in með sérstökum glæsibrag. Og hvað
sem leikstjórinn annars kann að vera
góður, verður sýningin að engu ef
starfsmenn senunnar eru ekki starfi
sínu vaxnir. Og það skal sagt, að
Þjóðleikhúsinu til hróss, að senu-
mennirnir bregðast aldrei. Hraði
þeirra í skiftingum og öryggi, var
manni stórt gleðiefni á að horfa. Það
kann að vera að þeir senumenn séu
öfundsverðir, sem fá til samstarfs
svo frábæran leikstjóra sem prófessor
Rott, en það er líka öfundsverður
leikstjóri sem hefur menn eins og
Guðna og Þorgrím.
Þessi uppfærsla mun lengi í minn-
um höfð. Húsið nötraði og skalf und-
an fótum leikenda, og senan hefur
sjálfsagt þurft einhverja aukabita til
að falla ekki niður. Aldrei hefur und-
irritaður séð svið Þjóðleikhússins
svona gjörnýtt, né heldur svona
marga aukaleikara, svona látlausa en
þó áberandi.
Hafi allir þeir sem stóðu að þess-
ari frábæru sýningu miklar þakkir
fyrir, og hafi jafnframt I huga, að
miklar kröfur verða nú gerðar um
næstu verkefni, þegar við flettum
merku blaði í sögu leikhússins, og
horfum í auða opnu.
3. júnl 1959,
JONAS
VÍSNAÞÁ TTUR
'&tfiÍa/nUL
fíjÓ&ky&Junnáh
teæ£isteápur 125 w,a
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Ferskeytlan er merkilegt fyrir-
brigði í íslenzkum skáldskap og lýs-
ingin í vísunni hittir í mark. Margir
hafa byrjað að setja saman vísur
börn að aldri og mergjaðar fer-
skeytlur um náungann hafa orðið
fleygar og bitið sem beittir byssu-
stingir. Að þessu sinni hugum við
ögn að Sigurði Breiðfjörð, sem lét
margt gott frá sér fara. Vísurnar um
flöskuna eru meinleysislegar en graf-
skriftin er ögn rætin.
Við brotna flösku.
Illa fór nú fyrir mér,
flest eru ráðin þrotin.
Svona er það sem svikult er,
svei þér, þú ert brotin.
Það sem illa að er gætt,
oft má þannig fara.
Svona er mér sjálfum hætt,
síst þá kann að vara.
Grafskrift.
Um gamla Teit er grafskrift sú
gerð er sveitir heyra:
Hann át og skeit sem ég og þú.
Ekki veit ég meira.
Alkunnar eru þessar vísur Sigurðar:
Lauf I vindi lífs er bið,
lítið yndissæti,
hvað er að binda hugann við
heimsins skyndilæti.
Vinda andi I vöggum sefur
vogar þegja og hlýða á,
haf um landið höndum vefur,
hvitt og spegilslétt að sjá.
Nýja gerðin með mótor og stóru frysti-
hólfi eru hentugustu kœliskápakaupin
fyrir allan almenning í dag. — RAFHA
kæliskápur hentar hvaða fjölskyldu sem
er — stór að innan, lítill að utan.
íslenzkar húsmœður velja íslenzk heim-
ilistæki.
H.f. Raftækjaverksmiðjan
HAFNARFIRÐI / SÍMAR 50022, 5DD23 & 5D322
VIKAN