Vikan - 23.07.1959, Page 6
VANDAMÁLIN HÖFÐU
STEÐJAÐ AÐ ÚK ÖLLUM
ÁTTUM, OG ÞAÐ VAR SEM
HANN FÁLMAÐI ÁFKAM í
ÞÉTTRI ÞOKU. ÓHAPPBÐ
BKEYTTI ÖLLU — EN EKKI
EINS OG HANN HAFÐI
BÚIST VIÐ ....
steig út og í fyrstu sá hann ekkert í þéttri, rakri
þokunni. Hann hélt annarri hendinni á bilnum á
meðan hann fikraði sig fram með honum. Hann
var nokkuð lengi á leiðinni, vegna þess að hann
rann í sífellu til í leðjunni á vegarbrúninni, svo
að honum lá við falli. Ljósin á bílnum sáust
ógreinilega cg lýstu veikum mætti á dökka þúst
. . . hann beygði sig niður . . . það var manns-
líkami!
Hann hafði ekið á mann . . .
Fyrst greip hann skelfing — hvernig gat
hann snúið bilnum við og komizt aftur til skrif-
stofunnar, eins og ekkert hefði komið fyrir ?
Enginn þurfti að vita, að hann hefði ekið rak-
leiðis heim . . . hann gæti sagt, að hann hefði
komið við og fengið sér kaffi á meðan hann
vonaði, að létta myndi til . . . Þvaður, þá hefði
hann fyrst og fremst hringt heim! Hann beygðí
sig niður og kom varlega við manninn. Maðurinn
sneri andlitinu upp og líkaminn allur snúinn —•
hann þekkti ekki manninn. Hann snerti við ó-
kunna manninum aftur . . . og um leið varð hon-
um ljóst, að maðurinn var dáinn!
Skelfingin þvarr og hann komst þegar í jafn-
vægi. Auðvitað gat hann ekki skotizt undan,
hann hafði drepið mann og varð að taka afleið-
ingunum! Honum tókst að fikra sig aftur i far-
angurshólfið og ná þar í ábreiðu. Með mestu erf-
og til þess að þagga niður i henni. Síðan sagði
hann lágt: — Ég ók yfir mann á leiðinni, þess-
— Hvað segirðu? Hún stóð og horfði á hann
skelfd og tortryggin. Augu hennar voru galopin
og virtust kolsvört.
— Ég gat ekki að þvi gert, hvíslaði hann. —
Bíllinn er í góðu lagi og ég hef ekki drukkið svo
mikið sem eitt ölglas, það var þetta bölvaða veð-
ur! Hann heyrði hana draga andann ört . . . og
skyndilega fann hann að hún var hrædd!
—• Anne, ég hef hugsað um okkur síðan þetta
kom fyrir, síðan ég ákvað að fara á stöðina og
segja allt af létta. Hvað sem fyrir kann að koma,
ert þú frjáls, heyrirðu það . . . en ég skal sjá
fyrir því, að þú lifir góðu lifi, það geturðu reitt
þig á.
Hún leit á hann — lengi án þess að segja orð,
síðan gekk hún framhjá honum út í eldhúsið.
Hún skellti á eftir sér hurðinni, svo að glumdi í.
Þegar hann kom niður, eftir að hann var búinn
að fara i bað, í hreinum, þurrum fötum, stóð
hún við rafmagnseldavélina og sneri að honum
baki. 1 matkróknum hafði verið borið á borð
fyrir þau bæði. Þá hafði hún beðið með að borða
þar til hann kom.
Hann settist, blaðið lá ofan á disknum hans,
og hann tók eftir því, að það var langt síðan
Smásaga eftir Karen Brasen
— Það er Morten, sagði hann í símann. •— Ég
verð kominn heim fyrir matinn, ef þokan verður
ekki þéttari. Ég hélt að ég myndi aldrei komast
til bæjarins í morgun.
— Nei, ég skil það mætavel, svaraði Anne.
— Ég legg þá af stað. Bless á meðan.
— Bless. Það var lagt á. Reyndar var sam-
bandið við „Mýrarkofann" ekki til fyrirmyndar
en þau voru samt vön að skiptazt á fleiri orð-
um en þessum formlegu setningum. Nú lagði
Anne tólið á, um leið og hann var búinn að segja
það sem hann ætlaði sér. Hann hafði tekið eftir
þessarri fámælsku hennar upp á síðkastið og hafði
spurt hana, hvort henni leiddist að búa svo langt
frá bænum. En svarið var alitaf eins, hún sagð-
ist kunna vel við sig uppi í sveit og væri alls
ekki vel við stórborgina lengur. Og satt vax
það, að hún ók örsjaldan með honum til bæjarins
á morgnana. Hún virtist, þegar öllu var á botninn
hvolft, kunna prýðilega við sig uppi í sveit. Þau
áttu kunningja í nágrenninu, fjölskyldu dýralækn-
is, en kona hans var jafnaldra Anne, og ung
listamannahjón, sem Anne ’kenndi að vefa, en
samt hafði eitthvað komið fyrir nýverið. Það
var eitthvað þvingað við framkomu Anne, eins og
hún vildi helzt fá að vera í friði. Var hún ást-
fangin i einhverjum öðrum? hugsaði hann óró-
legur. Listmálarinn var glæsilegur maður, og
dýralæknirinn var mikill gleiðgosi . . . Nei, Anne
var ekki þannig. 1 kvöld varð hann sjálfur að
tala við hana um þetta. Þetta vopnaða hlutleysi
var óþolandi til lengdar.
Hann reis á fætur og kvaddi vörðinn á skrif-
stofunni og settist inn i bílinn. Þokan lá eins og
hjúpur yfir þökunum, en öll ljósin lýstu honum
þó það mikið, að hann gat hæglega ekið áfram.
Úti á þjóðveginum versnaði strax, einkum þegar
hann ók út af þjóðveginum inn á hliðarveg. Hann
varð að aka mjög varlega, bæði til þess að lenda
ekki í skurðinum og taka ekki ranga beygju og
lenda út í óvissunni. Nokkrum sinnum mætti
hann bilum, sem óku ámóta hægt, og ljósin á
þeim voru veik og mistruð i þokunni. Síðan var
hann aftur einn í þokunni og hafði allan hug-
ann við að halda bílnum á veginum . . . skyndi-
lega rann bíllinn til í áttina að skurðinum, og
hann varð að rétta bílinn við í snarhasti. Um leið
fann hann lausan dynk við frambrettið í bílnum
og stanzaði til þess að athuga þetta nánar. Hann
hlaut að hafa rekizt á eitthvað, hugsaði hann, —
ef til vill lítið, visið tré á vegabrúninni ? Hann
iðismunum gat hann vafið henni utan um líkið
og lyft því inn í aftursætið. Siðan settist hann
við stýrið og ræsti bílinn. Hann vai' ótrúlega ró-
legur, þegar hann ók áfram í gegnum þokuna
um litfa þorpið nálægt heimili hans. Á lögreglu-
stöðinni var útskýringum hans tekið af mestu
rósemi, og honum var hjálpað til við að bera
líkið inn í bygginguna, þar sem skráð voru svör
hans, sem hann leysti úr, skýr og rólegur. Allan
daginn höfðu orðið slys á vegum úti. Einkabílar,
áætlunarvagnar og vörubílar óku út af. Sæi'ðir og
dánir voru uppskera sólarhringsins. Þeir vissu,
að hægt var að trúa Morten og buðust til þess
að aka honum heim, um leið og þeir rannsök-
uðu öryggistæki bílsins og mældu allt á slys-
staðnum, sem þeim frekast var unnt. Morten var
beðinn um að vera heima hjá sér, þar til lögregl-
an kæmi. Litla lögregluliðið komst engan veginn
yfir öll óhöppin, lögreglulæknirinn var í vitjun í
næstu sveit, þar sem vörubíll hafði ekið á járn-
brautarbómu, og Morten var ekið heim og skilinn
eftir fyrir utan hliðið á garðinum hans. Þokan
var svo þétt, að hann sá naumast ljósið, sem
Anne hafði látið loga yfir steinþrepunum. Frakk-
inn var þungur af vætu og honum var hrollkalt
og blautur inn að beini. Anne kom út úr eldhús-
inu og starði skelfd á hann. — Guð minn góður,
hrópaði hún, — gekkstu við hliðina á bílnum?
Hann svaraði ekki, þreytan örmagnaði hann og
hann fann æðarslátt í höfði sér.
— Farðu upp og farðu í eitthvað þurrt undir
eins, sagði hún, — það er allt tilbúið handa þér.
En ég bjóst ekki við því, að það yrði svona
slæmt! Raddblær hennar var ekki óvingjarnleg-
ur. Hún leit tvíræðum augum á hann og hélt
áfram: — Ég er með matinn í bakaraofninum.
Úr því þú hringdir ekki aftur, brjóst ég við, að
þú sætir ef til vill fastur einhvers staðar. Það
hefur gengið svo mikið á hérna, sjúkrabíllinn
hefur verið á ferli í allan dag.
— Anne . . .
Hún leit hálftreglega á hann. •— Flýttu þér nú
heldur, sagði hún óþolinmóð, — þú færð lungna-
bólgu, þú ert holdvotur, Morten.
— Anne . . . Hann rétti fram höndina, eins
hún hafði munað eftir þessu, sem hann reyndar
færði sér ekki í nyt en naut þess þó mjög.
vegna var ég svona seinn. Ég varð að fara með
hann á lögreglustöðina . . . hann er dáinn, Anne.
— Hún kennir samt í brjósti um mig, hugsaði
hann. — Hún vorkennir mér, og það er fallega
gert. Hún kom með matinn og hann saddi hung-
ur sitt, sem var eðlileg afleiðing þess, sem
fyrir hafði komið síðustu tvo tímana. Hann sagði
dálítið undrandi: — Eftir stutta stund koma þeir
og ná í mig, og samt sit ég hér glorhungraður
það er í rauninni fái'ánlegt, er það ekki ?
Borðaöu bara, svaraði hún róleg. — Þeir
hefðu getað haldið þér eftir ef þeim sýndist . . .
þetta var óviljaverk og allt vegna þessa hræði-
lega veðurs. Ef til vill hafa margir drepið veg-
farendur í kvöld án þess að hafa hugmynd um
það.
— En ég drap hann, svaraði hann klökkur, —
ekki hinir, heldur ég!
Hún stóð upp, stakk rafmagnskaffikönnunni í
samband og ýtti til hans bollanum. — Þetta
ei svívirðilegt með þennan veg, sagði hún næst-
um við raust, — lögreglan ætti að skammast sin
fyrir að ásaka menn, þegar þeir hugsa svona lítið
um vegina. Hún hellti í bollann, og hann tók eftir
þvi, að hönd hennar skalf. Hún var náföl og
augun voru enn galopin og myrk. Hann vissi
ekki hverju hann átti að svara. Hún var ekki
eins hlédræg og hún átti að sér að vera, en hún
var einnig einhvern veginn ekki með sjálfi'i sér,
röggsamari og einhvernveginn éldri en hún hafði
verið fyrir aðeins viku.
— Já, vegurinn og veðrið dregur auðvitað úr
sökinni, einnig bíllinn minn, sem er í góðu standi,
auk þess sem ég var ekki undir áhrifum víns, og
verið að manninum . , . sjóndepra, ölvun eða
ef til vill kemur það í ljós, að það hafi eitthvað
annað . . . maður situi' og reynir að finna sér
haldgóða vörn! En ég sé hann sífellt fyrir mér,
Anne, og finn dynkinn þegar ég ók á hann.
Það fór hrollur um hann, og hann þagnaði. Hann
fann, hversu erfitt var að hafa hemil á taugum
sínum, en hann varð að hafa hemil á sér. Anne
var nógu skelkuð fyrir, þótt hún reyndi að dylja
6
VIKAN