Vikan


Vikan - 23.07.1959, Síða 10

Vikan - 23.07.1959, Síða 10
herinn og þú g&zt ekki lifað upp á eigin spýt-- ur. Og þá geturðu krafizt . . . Inga heyrði malandi röddina fyrir aftan sig, en hún hlustaði ekki á orðin. Hún veigraði sér' við að hlusta. Hún vissi þetta allt, ekkert sem mamma sagði var neitt nýtt. Hún vissi, að hún hefði átt að geta séð fyrir sér sjálf; það gátu aðrar stúlkur. Aðrar gátu komizt fram úr hús- verkum og barnavafstri, þvotti og hreingern- ingum. En það var nú einu sinni þannig, að hún gat þetta hreinlega ekki. Hún hafði reynt, en það var henni um megn. Þegar Lennart fór,. var eins og hún væri gripin máttleysi. Hún á.tti erfitt með að komast fram úr á morgnana og enn erfiðara með að sinna hinum daglegu störfum. Á meðan Lennart hafði verið heima, hafði þetta allt gengið að óskum. En þegar hún var orðin ein, hafði ábyrgðarmeðvitundin lagzt á hana eins og byrði, sem ógerningur var að bera. Henni fannst hún hafa verið lokk- uð til þess gegn vilja sínum. Hún var aðeins nítján ára, og lífið var þegar á enda. Það fannst henni að minnsta kosti, þegar hún sat þarna með barnið í einmanaleika. sínum. Hin róm- antíska, heillandi framtíð, sem hana hafði dreymt um síðustu skólaárin, var henni nú horfin. Af skilningsleysi æskunnar hafði hún látið þröngva sér inn í tilveru, sem fólgin var í því að sjá um húsverk og matreiðslu, barn, diska og sængur- föt. Og hún átti sér ekki undankomu auðið. Hún var örvæntingarfull, vonlaus eins og dýr í búri. Allt hafði virzt svo yndislegt í fyrstu. Hún hafði verið svo ástfangin í Lennart, og allir bekkjar- félagar hennar öfunduðu hana, þegar hún gift- ist í dómkirkjunni í fögru skrúði. Hún var aðeins átján ára þá, og mömmu hafði fundizt hún geta beðið í nokkur ár áður en hún giftist, en hún tók ekki annað í mál en að steypa sér þegar í hjónabandið. Og nú sat hún þar föst! — Ég held að við ættum að kveikja, sagði móðir hennar bak við hana. Ég sé ekki lengur til að sauma. Skyndilega greip hana ljósfælni. Hún vildi verða eftir í mjúku rökkri vorkvöldsins. Hún HrAtsmerkið (21. marz—20. apr.): Ef þé gengur illa í vinnunni, er það einungis þé sjálfum að kenna. Þú átt of erfitt með a venjast breyttum aðstæðum og tekur lifið o alvarlega. Reyndu að ræða við sem flest um vandamálið, sem steðjar að, og vertu hreinskilin Föstudagurinn virðist verða þér til heilla. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Heimilis erjur og fjárhagsáhyggjur geta steðjað a ef þú hugsar þig ekki um tvisvar áður en þú leggur i þetta stórvirki. Þú munt kynn ast nágranna þínum, sem þig hefur leng langað til að kynnast. Skyldurækni þín er rík og getu jafnvel leitt þig í gönur. Tvfbnramerkið (22. maí—21. júní): Þaí verður ekki hjá því komizt — þú verður að skera allt við nögl þessa viku. Þú munt komast að því að það kemur sér siðar að góðu. Farðu fyrir alla muni í ferðlna, sem þú ætlaðir þér. Það verður gerð einhver krafa á hend- ur þér, en hvers eölis hún er liggur ekki ljóst fyrir Krabbamerkið (22. júní—23. júli): Þú ættir að kalla til þin beztu kunningja þina og gera allt sem I þinu valdi stendur til þess að þeir skemmti sér sem bezt. Taktu ekki of mikinn þátt f áhyggjum annarra þessa viku, það verður þér til mikils ama. Það er leiðinlegt að þurfa að segja það en þú skalt vera eigingjam. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Frestaðu fyrir alla muni ekki að skrifa bréfið, það mun kom þér sárgrætilega 1 koll, einkar- Iega þó karlmönnum. Reyndu að gleyma þessu kjánalega áformi þfnu. Það er hrein- asta glapræði. Komdu vel fram, því að kunnlngl þinn vill þér vel og það í hæsta máta. Meyjarmerkið (24. ág,—23. sept.): öfund leiðir aldrei gott af sér, mundu það, og Iáttu öfund þína fyrir alla muni ekki bitna á ná- unganum. Horfur á langferð, jafnvel ferð til útlanda. Vertu ekki oí eyðslusamur þessa viku og reyndu að gera þér sem flest að góðu. Sunnu- dagurinn verður heilladrjúgur einkum I ástarmálum. Vogarmcrkið (24. sept.—23. okt): Bréfa- skipti virðast mjög mikilvæg ^ooa vlin3t 6g bú skalt lesa bréf þaii, séhi þér berast tvisv- ar sinnum, áður en þú leggur þau frá þér. Þú verður ekki heill heilsu þessa viku, þótt ekki verði kvilli þinn á neinn hátt alvarlegrur. Þú munt reyna að losna við kunningja þinn, sem er áþrengjandi. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Tæknigáf- ur þínar munu njóta sín vel þessa viku. Þú munt öðlast nýja lífsreynslu, sem verður þér síðar meir ómetanleg. Hjón ættu að fara i stutt ferðalag, án þess að eyöa þó of mikl- um peningum. Miðvikudagurinn verður tvimælalaust kvenroönnum til heilla. Þú skal forðast neyzlu áfengis. Bogamaðnrinn (23. hóv.—21. des.): Þú skalt sinna andlegri uppbyggingu þinnl meir. Ein- mitt i þessari viku hefuröu ráð á þvi að verða eyöslusamari en þú átt vanda til. Farðu út og skemmtu þér — helzt seinni hluta vikunnar, Það er of mikil óreiða 1 kringum þig, reyndu að bæta úr þvi. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þú munt auka vinsældlr þinar til muna þessa viku, ef þú ert elnungis nógu glaðlyndur og til- litssamur. Þér kemur dálítið á óvart, sem í fyrstu vlrðist smávægilegt, en það kemur I ljós, að þetta atvik á eftir að gjörbreyta lífi þínu síðar meir. Vatnsborginn (21. jan.—19. febr.): Starfs- félagi þinn kemst í slæma klípu, og reyndu af fremsta megnl að hjálpa honum. Konur sinna útliti sínu allt of mikið þessa viku, svo að þessi nostursemi þeirra hefur að öll- um líkindum allt aðrar afleiðingar i för meö sér en til var ætlazt. Fiskamerki (20. febr.—20. marz): Kimni þín fær að njóta sín þessa viku. Þú verður hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og hvers manns hugljúfi. Þú munt skemmta þér mik- ið, en látti það samt ekki bitna um of á likama þinum. Mundu nú að svara bréfinu, og geföu þér örlítinn tima til þess að sinna fjölskyldu þinni. IIÚN SAT viö gluggann og horfði út í vor- kvöldið. Myrkrið var að skella á. Dómkirkju- turninn bar við dökkgrænan, mjúklitan himin- inn. Trén stóðu grafkyrr. Siðustu geislar sólar- innar sendu veikan, gullinn ljóma sinn í gegnum greinavef þeirra með hálfútsprungnu brumi. Það heyrðist fótatak niðri á gangstéttinni. Ákaft, glaðlegt fótatak. Fótatak, sem lýsti ó- þolinmæði og eftirvæntingu I senn. Þarna sem hún sat með hönd undir kinn, fann hún, að fóta- takið utan af götunni var hjartsláttur hennar sjálfrar. Einhvers staðar djúpt hið innra með henni bjó óþolinmæði, ákafi og eftirvænting. Fyrir aftan hana sat móðir hennar og prjón- aði í rökkrinu. Það heyrðist tilbreytingarlaust tif í prjónunum. — Hvað értu áð horfa á, spurði móðir hennar. Þú ert búin að sitja þama hreyfingalaus við gluggan bráðum í klukkutíma, án þess að segja orð. Hvað gengur að þér? — Ekkert. — EkkertJ Það er eina svarið, sem maður fær hjá þér. Þú hlýtur að vera að hugsa um eitthvað. Þú gætir að minnsta kosti haft handa- vinnu í höndunum. Þú sagðist í gær ætla að prjóna spariföt handa stráknum. — Jaaá, heyrðist dræmt frá körfustólnum við gluggann. Ég œtla að prjóna sparifötin, en bara ekki í kvöld! Geturðu ekki hætt að jagast, mamma! — Nú, svo að ég er að jagast, sagði móð- irin með eftirsjá. Eihungis vegna þess að ég get ekki horft á þig sitja aðgerðalausa og stara út um gluggann. Og hvernig talarðu svo við hana móður þína ? Þú ættir að vera þakklát, finnst mér. Ég er nógu góð til þess að leita til með barn og vöggu og voð og bleyjur og þvílíkt. Þá er gott að eiga mig að. Þegar Lennart fór í Smásaga eftir MAJKEN GULLBOKG VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.