Vikan


Vikan - 23.07.1959, Qupperneq 16

Vikan - 23.07.1959, Qupperneq 16
o Á sumrin ættu húsmæður að reyna að notfæra sér sem bezt það græn- meti, sem er á boðstólum og mat- reiða það þannig, að hægt sé að borða það ósoðið. Ekki mim af veita að fá sem mest af vitaminum fyrir veturinn. Einnig væri gott, ef húsmæður hefðú ekki meira fyrir mat en nauð- syn bæri til. Bæði er það svo, að á sumrin vill maður gjarnan hafa létt- ari fæðu og ekki mun af veita að spara sér vinnu fyrir húsmæður og mæður, ef þær eiga eitthvað að geta notið sumarsins. Fyrirhafnarlítill morgunverður en vitamín auðugur er það, sem við þurfum að fá. Hér er einn slíkur, sem heitir: ..Morgunverður Hálendinga“ Við setjum eins og við munum þurfa fyrir fjölskylduna af hafra- mjöli beint úr pakkanum í hræri- vélina. Setjum eina litla teskeið af sykri og mjólk en ekki meira en það, að við getum jafnað haframjölið upp í þykkan graut. Hrærist í %—1 mín. Borðið fram með bananasneið, ef við höfum þá og mjólk eða rjóma eftir ástæðum og smekk hvers og eins. Sumum finnst betra að hræra haframjölið með meiri mjólk. Þann- ig að grauturinn verði þynnri. Það getur líka hver og einn haft eftir smekk. Ekkert er soðið og mát- reiðslan tekur eina mínútu. Hrœrt skyr með eggi. 1/2 kg. skyr, l egg, Jf matskeiðar sykur, i dl. mjólk, Öllu lirœrt vel saman. Rjómi og sykur borinn með. Epla- bita eða banana er mjög gott að setja í skyrið. Skyr, sem er tilreitt á þennan hátt, er einhver bezti eftirmatur, scm hægt er að fá. Við viljum benda húsmæðrum á, að það fást ódýr oz. mál i bús- álialdaverzlunum bæjarins, sem hafa líka bollamál (cups). Blandið sykrinum, haframjölinu og saltinu saman við. Hrærið vel sam- an. Deigið sett í aflangt þunnt form (eins og ísform) og þjappað vel sam- an. Sléttið yfir með hníf og bakið i ofni við 375° hita i Vz tíma. Látið kólna í forminu eftir að þið hafið tekið það úr ofninum. Skerið síðan (eftir ca. 10 min.) kökuna í ca 16 stykki, en látið þær standa áfram í forminu, þar til þær eru alveg orðn- ar kaldar. Síðustu ár hafa margar japanskar kvikmyndaleikkonur komið fram og hlotið heimsfrægð. Má segja að það sé orðin tizka hjá vestrænum konum, sérstaklega í stór- borgum, að stæla mest allt sem er sérkennilegt hjá hin- um japönsku þokkagyðjum. Ekki aðeins í klæðnaði held- ur einnig hvað andlitssnyrtingu og fegrun lítur. Hár- greiðslan er kannske það sem mesta athygli vekur, þvi hún er svo gjörólík því sem við höfum átt að venjast þar sem það er hinn ítalski stíll sem hefur einkennt hár- greiðsluna hér á Vesturlöndum um langan tíma og nú segja þeir sem eru gagnteknir af hinni japönsku hártízku — allt of lengi — Hárið er látið vera sem fyrirferðarmest í hliðunum og aðalþykktin aðeins fyrir ofan augabrúnir, en eins og þið sjáið á meðfylgjandi myndum var þetta alveg öfugt við það sem hefur verið, því áður var hárið látið koma í sömu hæð og eyrun. Munnurinn hefur liingað til þótt fallegur frekar stór, en nú er um að gera að vera með lítinn munn. Þá eru var- imar málaðar þannig að varaliturinn er ekki látinn ná alveg út { yztu brún. Augabrýr eiga að vera bogadregnar og mjóar, en ekki málaðar breiðar eins og verið hefur. A = Italska liárgreiðsl- an. B = Japanska hár- greiðslan. Taska hekluð úr basti EFNI: Jt—6 hankir bast, 1 meter bambus eða reyr, 59 sm. af 80—90 sm. breiðtt bómullarefni, til að fóðra tösk- una. Ein heklunál, frekar gróf og pappírsrœma, klippt 8x20. Þessi rœma er notuð til þess að liekla utan um. . t Taskan er hekluð í tveimur stykkj- um. Byrjað að neðan. Fitjið upp 38 lykkjur og heklið í hverja þeirra fasta- lykkjur. (Takið eftir hvemig farið er í lykkjurnar á myndinni). Heklið yfir papparæmuna og dragið hana síðan úr. Með því myndast þessar breiðu umf. (sjá mynd). Þegar um- ferðinni líkur, og snúið er við, eru fitj- aðar upp 3 keðjulykkjur á endanum. Þegar 10. umf. líkur, eru heklaðar 3 umf. báðum megin, sem aðeins ná yfir 11 lykkjur til endanna. Heklið siðan með venjulegu fastahekli allt í kringum stykkið. Annað stk. heklast eins. Hliðar og botn heklast í einu lagi sem renningur. Fitjið upp 100 1., og heklið fastahekl 3—5 umf. Sníðið fóðrið 4 stk. eins. Saumið 2 og 2 saman í saumavél, fótarbreidd frá brún, en skilj- ið eftir 5 sm. til að hægt sé að snúa stykkinu við. Síðan er stykkinu snúið við, rifan saumuð saman í höndum, og stykkið strauað. Annað stk. saumast eins. Saumið nú fóðrið við töskuna í hönd- unum. Því næst er renningurinn, sem myndar hliðar og botn, saumaður við. Byrjið 3. umf. frá efstu brún, og endið á sama stað hinum megin. Að siðustu er bambusinn heklaður eins fast og hægt er við töskuna, til þess að hann renni ekki úr. Nota má mislitt bast til að skreyta töskima með útsaumi, eða fastahekli allt í kring.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.