Vikan - 23.07.1959, Síða 19
Já, reyndu að
;anga á.tánum
Veriði úti, ég er að baka köku,
og ef einhver trampar í
kring, fellur hún!
John nokkur Johnson hafði fluttzt héðan ruigur vestur um haf og setzt að í mormónaríkinu Utha og tekið
mormónatrú. Hann var ramíslenzkur í anda, þrátt fyrir dvöl sína vestra, talaði góða íslenzku og hélt heiðri
ættlands síns mikið á lofti. Nokkru eftir að Island öðlaðist sjálfstæði, kom til hans Islendingur héðan að
heiman. John tók honum mætavel og vildi allt fyrir hann gera. Áður en Islendingurinn kvaddi, spyr John
hann, hvort hann langi ekki til að sjá konumar sínar. Islendingur játti því, og eftir skamma stund kemur
John með þrjár konur inn til hans, eina blásvarta Negrakerlingu, aðra rauða Indíánakerlingu og þriðju
hvít. „Mér þykir þú all birgur af húsfreyjum, landi sæll,“ segir gesturinn. „Já, sumum þykir nú þetta
lúxus," svarar John, „ég átti lengi ekki nema eina kerlingu, en af því að mér þykir alltaf vænt um gamla
Frón, þá gat ég ekki setið á mér, þegar Island eignaðist flaggið og sjálfstæðið, að eignast íslenzku fána
litina."
VIKAN
3$