Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 5
Strætisvagninn er að fara, og hann verður auð-
vitað að taka sprettinn og ná í þennan vagn.
Það eru 5 mínútur, þar til sá næsti fer, og hann
má ekki vera að því að bíða.
Hann hefur svo mikið að gera, að hann
má ekki vera að því að ganga — og
nennir því ekki, — heldur veltir hann
sér inn í bílinn, og miðjan er alltaf að
gildna.
Áhyggjur, kvíði, öryggisleysi, „bisnissinn“ allur
í vaskinum, víxlar að falla o. s. frv. Hann er
hættur að geta sofið og er alltaf spenntur.
Ef metnaöarmaöurinn fær krans-
æðastíflu, er hann sá, sem minnstan
tíma hefur til að bíða eftir þvi, að
hjartaveggurinn verði aftur heilbrigð-
ur. Hann fer of fljótt á fætur, og þá
kemur að því, að hjartað gefst upp
og maðurinn deyr.
Þetta hljómar svo hörkulega, napurt
og ruddalega, en sannleikurinn er sá,
að hann hefði með dálítið minni
taugaáreynslu og dálitið meiri heilsu-
samlegri hreyfingu getað staðizt gegn
öllum þeim atriðum, sem ollu krans-
æðastíflunni. Og ef hann hefði hlustað
á ráðleggingar læknis sins og legið i
rúminu fjórar til sex vikur, hefði hann
vafalaust ekki dáið.
Til allrar hamingju fer varla hjá
því, að menn taki eftir því, ef þeir
hafa fengið kransæðastíflu, því að
henni fylgja venjulega miklir verkir í
brjóstholinu. Það er vinsamleg við-
vörun hjartans um, að það sé í hættu
og þarfnist algers friðar og kyrrðar
til Þess að komast í samt lag aftur og
læknast. Og augljóst er, að þá eiga
menn að leita læknis.
En metnaðarmaðurinn er ekki hinn
eini, sem er ógnað. Unglingarnir eru í
hættu, — þeir sem þjóta um á skelli-
nöðrum og fá alls ekki þá skynsam-
legu hreyfingu, sem þeir þarfnast og
menn fengu áður fyrr við að stiga
reiðhjól.
Skortur á hreyfingu veldur því, að
blóðrásin minnkar og unglingarnir
sjá sér fyrir æðastíflu.
Síðar meir leysir bílinn skellinöðr-
una af hólmi. Aldrei verður neitt um
hr.eyfingu, og það eru engar ýkjur,
að dauðsföll af völdum bílslysa eru i
miklum minnihluta þeirra dauðsfalla,
sem vaxandi vélvæðing á sök á.
Hið æðisgengna kapphlaup og
taugaáreynsla, sem dynur á nútíma-
maninum, er nefnt „stress" á enska
tungu, og það er mjög auðkennandi,
að 40 af hundraði allra dauðsfalla í
heimalandi „stressins", Bandaríkjun-
um, árið 1956 voru vegna sjúkleika i
hjarta eða æðum.
Og þegar við erum nú að tala um
orsakirnar, — skyldu blöðin hugsa um
það, að þau með æsandi fyrirsögnum
sínum og öðru sliku gætu óbeint ver-
ið orsök margra kransæðastíflna og
þá um leið dauðsfalla?
Margt fólk verður taugaæst af þess-
um.fyrirsögnum. Það eykur starfsemi
1
nýrnahettnanna, og afleiðingin verður
hærri bióðþrýstmgur. Og við höfum
þegar heyrt, hvaöa afieiðingar það
getur haft.
En hann getur einnig valdið angina
pectoris, sem táknar krampa í krans-
æðunum. Oft orsakast siíkur krampi
af taugaáreynslu, — þ. e. a. s. mikiiii
eftirvæntingu og ótta.
Krampinn þrengir kransæðarnar,
blóðrásin verður lakari, og hættan á
blóðtappa verður meiri.
Margir nútímamenn deyja óbeint úr
hræðslu. Þess vegna er engin ástæða
til að grafa þá í rennusteinunum, en
það er ástæða til að ásaka þá, sem
nota þau tæki, sem þeir hafa undir
höndum, ti] að hræða með þeim.
Það er nauðsynlegt, að fólk, sem
situr mikið við vinnu sína, standi í
fimm mínútur á hverjum klukkutíma
og reyni að hreyfa sig eitthvað.
Það er nauðsynlegt að hjóla og fara
í gönguferðir, borða skynsamlega, svo
að maður verði ekki of feitur, sofa
um miðjan daginn hálftíma á hverjum
degi, svo að hinir þöndu vöðvar og
æðar geti slaknað, og að hafa eitt-
hvert hugðarefni, svo að heilinn fái
hvíld. Menn mega alls ekki taka vinn-
una með sér heim, menn eiga að
slappa af við breytingar og umskipti,
sem veita heilanum eitthvað annað að
hugsa um, svo að taugarnar róist.
En hvernig verður kransæðastífla?
Til að skilja eitthvað i því verðum
við fyrst að líta á staðinn, þar sem
stíflan myndast, þ. e. slagæðarnar.
Slagæð er mynduð úr þremur lög-
um. Innst er himna, því næst vöðva-
lag, sem dregur slagæðina saman i
hvert sinn, sem hún hefur víkkað af
blóðstraumnum frá hverju hjartaslagi,
— loks er yzt bandvefur.
Milli innstu himnunnar og vöðvans
myndast, er aldurinn færist yfir, hart,
gulleitt, gláandi fituefni, hið svo-
nefnda cholesterín. Það myndast í
Framh. á bls. 29.
Hann hefur látið kapphlaupið við
tímann lönd og leið og lifað rólegu
h'fi í fullkomnu jafnvægi. Engu að
síður hefur hann unnið mikið og
átti langan vinnudag, en það hefur
ekki skaðað hjartað. Það er í góðu
lagi þrátt fyrir aldurinn.