Vikan - 22.10.1959, Qupperneq 10
— Hvers vegna eruð þér svona beizk í garð
Leonards Vole?
— Klukkan hálftiu, sagði Leonard Vole. —
Klukkan hálftíu, — hann spratt á fætur. — En
þá er mér borgið.... borgið....
— Hvað eigið þér við? hrópaði Mayherne undr-
karlmaður var það þá, sem Janet heyrði ræða vi<5(
ungfrú French i setustofunni? Varla hefur húii
verið í vinsamlegum samræðum við innbrotsþjóf. I
— Nei, sagði Vole. — Nei. Hann virtist ruglaðun
og kjarkminni en íyrr. — Samt sem áður, bættil
hann við með nýju hugrekki, — þetta leysir migj
frá málinu. Ég hef fjarverusönnun. Þér verðið
að tala við Romaine, — konuna mína, — þegar i
stað....
— Auðvitað, samþykkti lögfræðingurinn. — Ég
ætti þegar að vera búinn að tala við frú Vole, en
hún var bara fjarverandi, þegar þér voruð hand-
tekinn. Ég sendi skeyti til Skotlands þegar í stað,
og mér skilst, að hún muni koma aftur í kvöld.
Ég ætla að heimsækja hana, strax og ég fer héðan.
Vole kinkaði kolli, og ánægjusvipur færðist yfir
andlit hans.
— Já, Romaine mun segja yður það. Guði sé lof
fyrir þessa heppni.
— Fyrirgefið, Vole, en þykir yður vænt um konu
yðar?
— Auðvitað.
— Og henni um yður?
— Romaine þykir vænt um mig. Hún mundi
gera hvað sem væri fyrir mig.
Hann talaði af sannfæringu, en lögfræðingnum
var það ekki nóg. Framburður ástfanginnar eigin-
konu, — mundi hann breyta miklu?
— Sá nokkur annar yður koma aftur klukkan
tuttugu mínútur gengin í tíu? Til dæmis þjónustu-
stúlka?
— Við höfum enga þjónustustúlku.
— Hittuð þér nokkurn á götunni á leiðinni
heim?
— Engan, sem ég þekki. Hluta leiðarinnar ók ég
i strætisvagni. Ef til vill man vagnstjórinn eftir
mér?
Mayherne hristi höfuðið vantrúaður á svip.
— Þá getur enginn staðfest framburð konu yð-
andi.
— Klukkan hálftíu var ég kominn heim aftur.
Konan min getur borið vitni um það. Ég yfirgaf
ungfrú French klukkan um fimm mínútur gengin
í tíu. Ég kom heim liklega tuttugu minútur yfir.
Konan mín beið eftir mér. Guði sé lof, — guði sé
lof. Og blessað sé ermasniðið hennar Janetar Mac-
kenzie.
I kæti sinni tók hann varla eftir því, að hinn
alvarlegj svipur málfærslumannsins hafði ekkert
breytzt. En er hinn síðarnefndi hóf máls, kom
hann brátt niður á jörðina aftur.
— Hver haldið þér þá, að sé morðingi ungfrú
French?
— Nú, innbrotsþjófur, auðvitað, eins og i fyrstu
var haldið. Þér munið, að glugginn hafði verið
stunginn upp Hún var myrt með þungu klaufjárni,
sem fannst við hliðina á líkínu. Og ýmislegs var
saknað í íbúðinni. Ef Janet hefði ekki haft þessar
hlægilegu grunsemdir og óbeit á mér, hefði lög-
reglan aldrei komizt af rétta sporinu.
— Þetta nægir ekki, Vole, sagði málfærslumað-
urinn. Það, sem vantaði, var aðeins smádót, ein-
ungis fjarlægt til að villa sýn. Og verksummerkin
voru alls ekki óyggjandi. Hugsið yður sjálfur. Þér
segizt hafa verið farinn klukkan hálftíu. Hvaða
ar?
— Nei. En þess gerist áreiðanlega ekki þörf?
— Ef til vill ekki, ef til vill ekki, flýtti May-
herne sér að segja. — Aðeins eitt enn. Vissi ung-
frú French, að þér voruð kvæntur maður?
— Já, já.
— Samt fóruð þér aldrei með konu yðar til að
heimsækja hana. Hvers vegna?
1 fyrsta skipti var svar Leonards hikandi .
— Ja, ég veit ekki.
— Er yður ljóst, að Janet Mackenzie segir, að
húsmóðir hennar hafi talið yður ókvæntan mann
og ráðgert að giftast yður i framtíðinni?
Vole hló. — Fjarstæðukennt. Það var fjörutíu
ára aldursmunur á okkur.
— Annað eins hefur nú gerzt, sagði málfærslu-
maðurinn þurrlega. — En þessi staðreynd stendur
þá óhögguð: Konan yðar hitti ungfrú French
aldrei?
— Nei. — Aftur hik.
— Ef mér leyfist að segja það, sagði lögfræð-
ingurinn, — þá skil ég tæplega afstöðu yðar í því
efni.
Vole roðnaði, hikaði, en sagði svo:
— Það er bezt ég segi eins og er. Ég var illa
stæður, eins og þér vitið. Ég var að vona, að ung-
Úrdráttur
Mayherne málafœrslumaöur er kominn í heimsókn í
fangaklefann til Leonards Vole, sem hefir veriö ákæröur
fyrir aö myröa efnaöa éldri konu, ungfrú French. Leon-
ard stendur á því fastar á fótunum, aö hann sé alsaklaus,
hafi aöeins thitt ungfrú French af tilviljun, en gamla
konan hafi tekiö viö sig slíku ástfóstri, aö hann hafi aö
beiöni lienar heimsótt hana nokkrum sinnum. Og Leon-
ard heldur áfram aö útskýra samband þeirra — kveöst
ihafa tekiö aö sér aö sjá um fjármál gömlu lconunnar
og umgengist hana talsvert. Því miöur kemur í Ijós,
aö Leonard var í fjárkröggum og einnig hitt, aö hann
var í heimsókn hjá ungfrú French sama kvöldiö og hún
var myrt.' Þjónustustúlka gömlu lconunnar, Janet Mac-
Kenzie, sver og sárt viö leggur, aö \hún hafi heyrt
einhvern karlmann og ungfrú French ræöast viö í
setustofunni um þaö leyti, sem álitiö er, aö konan
hafi veriö rrtyrt. Einnig kemur í Ijós, aö ungfrú French
hefir gert Leonard aö aöalerfingja sínum í erföa-
skránni — þannig aö allt viröist mœla á móti Leonard
Vole. Mayherne málafœrslumaöur hallast samt aö því,
aö Leonard segi sannleikann. þegar hann kveöst vera
alsalclaus-----
Penónor sögnnnor
Leonard Vole
— sakaður um morð, en
kveðst vera saklaus. (Leik-
inn af Tyrone Power i kvik-
myndinni).
Frú Vole
— er ekki á þvi, að eigin-
maðurinn sé saklaus (Mar-
lene Dietrich).
Mayherne
málafærslumaður
— tekur samt að sér að
verja hinn ákærða. (Charles
Laughton).
frú French mundi lána mér eitthvað af peningum.
Henni þótti vænt um mig, en hafði engan áhuga á
fjárhagsvandræðum ungra hjóna. Strax í byrjun
hafði ég komizt að því, að hún hélt, að okkur
hjónunum kæmi ekki saman -— og við byggjum
ekki saman. Ég þurfti að fá peningana, Mayherne,
— vegna Romaine. Ég þagði og leyfði gömlu kon-
unni að halda, hvað hún vildi. Hún talaði um mig
sem fósturson. Hjónaband kom aldrei til greina, —
það er aðeins ímyndun Janetar.
— Er þetta allt?
— Já, — þetta er allt.
Gætti einhvers ofurlítiis hiks í orðunum? Lög-
fræðingurinn hafði hugboð um það. Hann stóð á
fætur og rétti fram höndina.
— Verið þér sælir, Vole. Hann leit framan í
unglegt andlitið og bætti skyndilega við: — Ég
trúi á sakleysi yðar þrátt fyrir allan þennan fjölda
staðreynda, sem mæla á móti yður. Ég vona, að ég
geti sannað sakleysi yðar og fengið yður alger-
lega sýknaðan.
Vole brosti til hans.
— Þér munuð komast að því, að þessi fjarveru-
sönnun er fyrir hendi.
Aftur tók hann tæplega eftir, að hinn virtist:
ekki trúa þessu.
— Þetta veltur talsvert mikið á framburði Jan-
etar Mackenzie, sagði Mayherne. — Hún hatar yð-
ur, svo mikið er víst.
— Hún getur nú tæplega hatað mig, mótmælti'
ungi maðurinn. Málfærslumaðurinn hristi höfuðið
á leiðinni út. Þá er það frú Vole, hugsaði hann með
sér. Hann óttaðist þessa þróun málsins.
• Vole-hjónin bjuggu í litlu, fremur sóðalegu húsi'
nálægt Paddington Green. Mayherne lagði leið sina
til þessa húss.
Stór, jússuleg kona, augsýnilega daglaunakona,,
kom til dyra, er hann hringdi.
— Er frú Vole komin heim?
— Kom fyrir klukkutíma. En ég veit ekki, hvort
þér getið hitt hana.
— Ef þér viljið bera henni nafnspjald mitt,
sagði Mayherne með hægð, — er ég viss um, að
hún talar við mig.
Konan horfði efablandin á hann, þurrkaði sér
um hendurnar á svuntu sinni og tók við nafn-
spjaldinu. Síðan lokaði hún dyrunum og skildi
hann eftir úti á stigapalli.
Fáum mínútum seinna kom hún samt aftur, og
framkoma hennar var greinilega breytt.
Hún vísaði honum inn i litla dagstofu. May-
herne var að skoða málverk á veggnum, en hrökk
skyndilega við og sneri sér að fölleitri konu, sem
hafði komið svo hljóðlega inn í stofuna, að hann
varð þess ekki var.
— Herra Mayherne? Þér eruð lögfræðingur
mannsins míns, er ekki svo? Komuð þér frá hon-
um? Gerið svo vel að fá yður sæti.
Hann hafði ekki tekið eftir því, að hún var út-
lendingur, fyrr en hann heyrði það á málhreim
hennar. En nú tók hann einnig eftir háum kinn-
beinunum, blásvörtu hárinu og örlitlum handa-
hreyfingum, sem greinilega bentu til erlends upp-
runa. Undarleg kona, mjög kyrrlát, — svo kyrrlát,
að það gat farið í taugarnar á fólki. Frá byrjun
gerði Mayherne sér ljóst, að hér átti hann i höggi
við eitthvað, sem hann skildi ekkert í.
— Jæja, kæra frú Vole, byrjaði hann, — þér
megið ekki láta undan....
Hann þagnaði. Það var svo greinilegt, að Rom-
aine Vole ætlaði sér alls ekki að láta undan. Hún
var alveg róleg og örugg.
— Viljið þér gera svo vel að segja mér frá því,
sagði hún. — Ég verð að vita allt. Reynið ekki að
hlífa mér. Ég vil vita hið versta. Hún hikaði, en
síðan endurtók hún lægri röddu og með undar-
legum áherzlum, sem Mayherne botnaði ekkert i:
— Ég vil vita hið versta.
Mayherne sagði frá samræðum þeirra Leonards
Vole. Hún hlustaði með athygli og kinkaði kolli
öðru hverju.
— Ég skil, sagði hún, þegar hann hafði lokið
frásögninni. — Hann vill, að ég beri vitni um það,
að hann hafi komið heim klukkan tuttugu mín-
útur yfir niu þetta kvöld?
— Kom hann ekki heim á þeim tíma? sagði
Mayherne hvasst.
— Það er ekki aðalatriðið, sagði hún kuldalega.
— Mun framburður minn fá hann sýknaðan?
Munu þeir trúa mér?
Mayherne varð hvumsa Hún hafði komizt strax
beint að kiarnanum.
— Það langar mig að vita, sagði hún. — Er það
nóg? Getur nokkur annar stutt framburð minn?