Vikan - 22.10.1959, Side 11
ÓKNAKANS
N y framhaldssaga
eftir
Agatha Christe
Þa8 var einhver niðurbældur ákafi í röddinni,
sem gerði hann órólegan.
— Enn sem komiö er, höfum við engan annan,
sagði hann hikandi.
— Ég skil, sagði Romaine Vole.
1 eina eða tvær minútur sat hún hreyfingarlaus.
Það vottaði fyrir brosi á vörum hennar.
Ókyrrð lögfræðingsins jókst með hverju andar-
taki.
— Frú Vole, byrjaði hann, — ég veit, hverjar
tilfinningar yðar hljóta að vera. . . .
— Vitið þér? spurði hún. — Ég veit ekki.
- Eins og ástatt er,. . . .
— Eins og ástatt er, ætla ég að vera ein á báti.
Hann leit á hana með skelfingarsvip.
— En, kæra frú Vole, — þetta hefur verið yður
ofraun, — yður, sem þykir svo vænt um mann
yðar....
— Hvað segið þér?
Hann hrökk við, er hann heyrði hörkuna i mál-
rómnum. Svo endurtók hann hikandi: — Yður, sem
þykir svo vænt um mann yðar. . . .
Romaine Vole kinkaði kolli með hægð, og enn
brosti hún sama undarlega brosinu.
-— Sagði hann, að mér þæ^ti vænt um hann?
spurði hún blíðlega. — Já, auðvitað, — auðvitað
hefur hann gert það. En hve karlmenn geta verið
heimskir, heimskir, — heimskir....
Skyndilega stóð hún á fætur. Allar þær innilok-
uðu tilfinningar, sem lögfræðingurinn hafði fund-
ið liggja í loftinu, voru samþjappaðar í rödd henn-
ar, er hún hrópaði:
— Ég hata hann, get ég sagt yður. Ég hata hann.
Ég vildi horfa á hann hengdan’eins og hund.
Lögfræðingurinn hörfaði undan ofsalegu augna-
ráði hennar.
Hún gekk skrefi nær og hélt áfram af hita:
— Ef til vill fæ ég að horfa á það. Gerum ráð fyr-
ir, að ég segi yður, að hann hafi ekki komið klukk-
an tuttugu mínútur yfir níu þetta kvöld, heldur
klukkan tuttugu mínútur yfir tíu. Þér segið, að
hann hafi ekkert vitað um peningana, sem hann
hefur erft. Hugsum okkur þá, að ég segi yður, að
hann hafi vitað vel um þá og treyst á að fá þá —
og framið morð til þess — og að hann hafi viður-
kennt það fyrir mér, þegar hann kom heim um
kvöldið, — að það hafi verið blóð á frakkanum
hans. Hvað þá? Ef ég stend nú upp fyrir rétti og
segi allt þetta?
Augu hennar virtust bjóða honum byrginn. Með
áreynslu tókst honum að leyna vaxandi andstyggð
sinni og segja í eðlilegum tón:
— Það er ekki hægt að biðja yður að bera vitni
gegn eiginmanni yðar.
— Hann er ekki eiginmaður minn.
Orðin komu svo hratt, að hann hélt, að sér hefði
misheyrzt.
— Hvað segið þér? Ég. . . .
Hann er ekki eiginmaður minn.
Þögnin var svo alger, að heyra hefði mátt saum-
nál detta.
— Ég var leikkona í Vínarborg. Maðurinn minn
er á lífi, en dvelst á geðveikrahæli, — svo að við
gátum ekki gifzt. Það gleður mig núna. Hún kink-
aði kolli ögrandi. \
— Ég bið yður að segja mér eitt, sagði May-
herne. Hann reyndi að láta eins og ekkert væri.
— Hvers vegna eruð þér svona beizk út í Leonard
Vole?
Hún hristi höfuðið og brosti lítið eitt.
— Já, þér vilduð vita það. En ég mun ekki segja
yður það. Því mun ég halda leyndu.
Mayherne hóstaði sínum þurra hósta og stóð á
fætur.
— Það virðist ekki vera ástæðan til að lengja
þetta samtal, sagði hann. — Þér munuð heyra frá
mér aftur, þegar ég hef haft samband við skjól-
stæðing minn.
Hún gekk nær honum, og augu hans mættu
hinum dökku, íögru augum hennar.
— Segið mér, sagði hún, — trúðuð þér því statt
og stöðugt, að hann væri saklaus, þegar þér komuð
hingað í dag?
— Það gerði ég, sagði Mayherne.
— Vesalings maðurinn. Hún hló.
— Og ég trúi því enn. Verið þér sælar, frú.
Hann gekk út úr herberginu og sá fyrir sér
undrunarsvipinn á andliti hennar. Þetta á eftir að
verða Þrautin þyngri, hugsaði Mayherne með sér,
þegar hann gekk niður götuna.
— í þrem blöðum —
Hér birtist miðhlutinn
Óvenjulegt mál, — óvenjuleg kona, — mjög
hættuleg kona. Konur eru hreinustu eiturslöngur,
þegar þær ná að höggva.
— Hvað var hægt að gera? Ungi maðurinn
hafði bókstaflega ailt á móti sér. Vitanlega var
möguleiki á, að hann hefði framið morðið.
Nei, sagði Mayherne við sjálfan sig. Nei. Það
eru næstum of miklar líkur á móti honum. Ég
trúi ekki þessari konu. Hún laug upp allri sögunni.
En hún fer aldrei með hana fyrir rétt.
Hann óskaði þess, að hann væri öruggari um
þetta atriði.
Málareksturinn fyrir lögregludómstólnum tók
stuttan tíma. Höfuðvitni saksóknarans voru Janet
Mackenzie, þjónustustúlka hinnar látnu, og Rom-
aine, austurrískur ríkisborgari, hjákona fangans.
Mayherne sat í réttarsalnum og hlustaði á fram-
burð hinnar síðarnefndu. Hann var eitthvað i þá
átt, sem hún hafði gefið i skyn, er þau ræddu
saman.
Fanginn fékk sér verjanda og var dæmdur til
að standa fyrir máli sínu fyrir rétti.
Mayherne var örvæntingarfullur. Útlitið var
vægast sagt iskyggilegt fyrir Leonard Vole. Jafn-
vei hinn frægi K. C., sem hafði verið ráðinn verj-
andi, virtist vantrúaður á velgengni.
— Ef við gætum afsannað framburð þessarar
Austurríkiskonu, væri kannski eitthvað hægt að
komast, sagði hann efablandinn. — En þetta er
slæmt ástand.
Mayherne hafði einbeitt allri orku sinni að einu
atriði Ef gert var ráð fyrir, að Leonard Vole segði
sannleikann og að hann hefði yfirgefið hús gömlu
konunnar klukkan níu, — hver var þá maðurinn,
sem Janet heyrði á tali við ungfrú French klukk-
an hálftíu?
Gerum ráð fyrir, að ég segi yður, að hann hafi ekki komið heim klukkan tuttugu mínútur yfir níu þetta kvöld, heldur klukkan tuttugu mínútur
yfir tíu . . . og hann hafi viðurkennt morðið fyrir mér . . .