Vikan


Vikan - 22.10.1959, Page 13

Vikan - 22.10.1959, Page 13
kjaftæði, sem ég er vissum að það var eins- gott, að hann var rekinn heim, því það hafa sagt mér menn, sem vinna á vellinum og eru búnir að hafa þar góðan bisniss lengi, að hann liafi verið langt til búinn að koma þar öllu i rúst á einum tveimur mánuðum með eintóm- um lögum og vitleysu. Það voru til dæmis bandarískir yfirmenn, sem kunningjar minir hafa kontakt við og hafa kommisjón af þvi, sem þeir koma útaf vellinum, sem voru orðnir svo hræddir við þessa lagavitleysu í generáln- um, að þeir voru hættir að skaffa. Og einn af þessum kunningjum mínum, sem er harður ræðumaður og borgar mikið í flokkssjóð, tap- aði hvorki meira né minna'en þrjúhundruð- þúsund nettó í rafmagnsfittings, gólfdúkum og frystilegi, sem gæjarnir þorðu ekki að skaffa, afþvíað Pritchard var ár og síð að þjófkenna menn og húinn að setja einhverja dela í að rannsaka málið og útvega sannanir. Og kunn- ingi minn sagði það, að hann skyldi svo sannarlega verða fixaður svoleiðis, að hann yrði hér ekki lengi. Það skyldi hráðum eitt- hvað koma fyrir á vellinum, sem setti generál- inn í svoleiðis aðstöðu, að hann mætti hypja sig. Og það var ekki heldur liðinn háifur mánuð- ur, fráþví hann sagði þetta, þangað til þeir ætluðu að taka blóðið úr bandarisku sveskj- unni og fyrsta uppistandið varð. Og svo rétt á eftir var það, sem íslendingarnir lágu á maganum og generállinn var rekinn heim. Það er nefnilega allt annað en eitthvert lagavæl, sem gildir í samskiptum milli fólks, sem vill kalla sig frjálsar og friðelskandi menningarþjóðir. Og nú er bara að vona, að það verði liðlegur og almennilegur generáll, sem skilur varnarmálin, sem þeir senda i stað- inn fyrir Pritchard. EKKERT skil ég í þvi fólki, sem étur kjöt og er með eitthvert múður útaf því, að bændur skuli ekki fá að ákveða sjálfir, hvað það kost- ar. Og það er ekkert annað en pólitik að halda þ.vi fram, að hændur skuli endilega mega gera allt, sem allir aðrir mega gera. Ég held nefnilega, að fólk álti sig ekki á því, að lög eru einmitt sett i svona lýðræðislandi, til þess að allir fari ekki endilega að gera alveg nákvæmlega það sama og séu með einhvern kjaft. Svo er ég lika stcrefins í því, að bændum líði betur, þóað þeir hafi það kannski eitthvað skárra, og mér finnst bara margt benda til þess, að þeim sé hezt borgið, þegar þeir eru á heljarþrömirini og allt í volli hjá þeirn og þeir lepja dauðann úr skel. Það eitt er að minnstakosti víst, að islenzk- ir bændur undu bezt við sinn hag, þegar liann var verstur, þvi þá voru Islendingar allir hændur. Og það var ekki fyrr en hagur bænda fór að stórskána, að þeir fluttust í bæina og hættu öllum búskap. Það er áreiðanlega ekki til sá asni, að hann sjái ekki, livað það væri bagalegt, ef allir hættu að vera bændur og framleiða kjöt og mjólk. Og jió ég sé ekki að halda því fram, að ég hafi neitt vit á svoleiðislöguðu. jiá eru margir, sem halda því fram, að þetta, sem þeir kalla íslenzka menningu, mundi skemm- ast við það, að bandastéttin hyrfi alveg á þessu landi. Og ég held, að það sé alveg nauðsynlegt, að stjórnarvöldin ráði jivi, hvað mikla peninga bændur fá fyrir kjötið og mjólkina, og geti alltaf haft hönd í bagga með því, hvað hátt þeir lifa. Því reynslan hefur nefnilega sýnt það, að eina ráðið til jiess að halda þeim kyrrum í sveitinni er, að þeir hafi liað ekki of gott og venjist ekki á neinn lúxus, heldur séu svo blankir og svo miklir leppalúðar, að þeir skammist sin fyrir að láta sjá sig innan- um annað fólk og séu fegnir að halda sig í fásin ninu. Og manni finnst jiað bara svo ergilegt, að fólk skuli ekki átta sig á jies.su og vera með eithvert múður um jiað, að bændur skuli ekki fá að ákveða það sjálfir, hvað þéir vilja fá fyrir vöruna, og það meira að segja fólk, sem borðar sjálft kjöt og mjólk. >»»»»»»»»»»»»»»»♦»»»»<»♦»»»♦♦»♦»♦<>»♦♦♦♦»»< ForsíÖan: Nú er vinur okkar, Giss- ur, hróðugur. Bomban, sem hann talar um, er auðvitað stækkunin á blaðinu. Og ■ Rasmína er himinlifandi. Liklega fær Gissur að fara út í til- efni af þessum merkis atburði, sem er með þeim merkari í sögu Vikunnar að því er Gissur segir og hann er afburða minnug- ur. Á 16. bls. í þessu blaði hefst grein um lýsingu og ljósa- útbúnað í heimahúsum eftir Guðrúnu I. Jónsdóttur híbýla- fræðing. Á þessari byggingaöld hlýtur slík grein að vera mörgum fengur, enda er greinin hin ýtarlegasta. Guðrún er Reykvíkingur að uppruna. Hún hélt til Kaupmannahafnar til náms í sínni grein og settist í Frederiksbergs Tekniske Skole, en námstíminn í híbýlafræði er 30 mánuðir. Nú starfar hún hjá Húsameistara ríkisins við teikningar á inn- réttingum og húsgögnum. Umrenningur nokkur, sem víða fór um sveit- ir, var vanur, þegar hann náttaði sig á bæjum, að biðja um bók til lestrar á vökunni, en sá orð- rómur fylgdi honum, að hann væri ekki les- andi. Einu sinni sem oftar kom hann á bónda- bæ. Var honum þar vel tekið og boðið að gista. Þá umrenningur það og bað bónda að ljá sér skemmtibók til að lesa í á vökunni. Bóndi hafði heyrt, að hann væri ólæs, og langaði til þess að fá fullvissu sína um það. Hann fékk því um- renningnum Nýja testamentið og sagði um leið: — Jæja, hérna eru þá Noregskonunga sögur. Umrenningurinn settist nú við lestur, og inn- an skamms byrjaði hann að flissa og skelia á lærin. Allt í einu hrópar hann upp: — Nú hnippast þeir, kóngarnir. Og eftir skamma stund rekur hann upp skellihlátur, slær aítur bókinni og segir: Já, og þar drap hann kónginn! Þetta er ein frægasta mynd, sem tekin hefur verið af brezku konungsfjölskyldunni. Þær sitja þarna flötum beinum (talið frá vinstri): drottningarmóðirin, Margrét prinsessa og Elísa- bet drottning og horfa á veðreiðar. Klæðnaðurinn er ekki sér- lega konunglegur, en þess gætir sífellt meir hjá drottningunni, að hún vill gerast alþýðlegri. og lækka hásæti sitt. Hvað er um að vera? Eru ekki einhver brögð í tafli á þessari mynd? Þessir menn eru í kapphlaupi, það er greinilegt. Og þeir taka mikið á og ætla sér báðir vinninginn. En áhorfendurnir, hefur þeim verið staflað á hliðina í háan bunka? Skyldi vera betra að fylgjast með hlaupinu á þann hátt? Nei, jiað er víst ekki allt sem sýnist. Þið sjáið á 33. bls., hvað um er að vera.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.