Vikan - 22.10.1959, Síða 16
Quðrún J $ónsdóiiir
Þegar um nákvæmnisvinnu er að ræða, þarf að vera hægt að beina
ljósinu á afmarkaðan stað. Liðamútalampar eru mjög hentugir og hafa
öðru hverju fengizt hjá Kristjáni Siggeirssyni á Laugavegi og Hús-
gagnaverzlun Benedikts Guðmundssonar á Laufásvegi.
htbýlafrœðingur:
Litur ljóssins á að vera þægilegur, og liti um-
hverfisins á að lýsa i eðlilegum litum.
Ef við hverfum svolitla stund frá stíl og skreyt-
ingu og lítum á lampa sem ljósgjafa, þá höfum
við eftirfarandi tegundir:
1. Beinustu uppbót dagsljóssins gefur lampi, er
hangir sem sól og lætur ljósið falla jafnt yfir allt
herbergið.
Hér er sem sé átt við lampa, sem er með kúiu-
myndaðri eða aflangri ljóshlíf úr gegnsæju efni,
t. d. taui, gleri eða plasti. Þessi lampi blindar sem
sólin, ef hann hangir ekki hæfilega hátt
2. Beinust lýsing fyrir minna umráðasvaeði fæst
bezt með ógegnsærri ljóshlif, sem er opin niður
og hengd þannig, að hægt er að stilla hæðina.
Ljósið er vel fallið til vinnu við smágerða hluti,
og þar sem ljóshlífin er ógegnsæ, skaðast augun
ekki af óþarfa ljósgeislum. En einmitt vegna þess,
að lampinn lýsir aðeins ákveðinn hluta herbergis-
ins, verður þar að auki að vera annað Ijós í her-
berginu.
3. Sé í staðinn notað sama form af ljóshlíf, en
úr gegnsærra efni, fæst auk hins beina ljóss niður
á við einnig nokkurt ljós út i herbergið.
Við þetta fæst þægilegt vinnuljós, þ. e. a. s., ef
ekki er unnið við hina finni vinnu. t
4. Ef notuð er sú tegund lampa, sem nefnd er í
2. lið, en aðeins beint upp á við, fæst óbeins ljós,
sem mun falla jafnt yfir allt herbergið, en með
nokkuð gráleitum blæ og veikurn skuggum.
Venjulega verða að vera önnur ijós, þegar óbein
lýsing er notuð, t. d. leslampi eða aðrir vinnu-
lampar.
5. Gagnsæ ljóshlíf, sem beint er upp á við, gefur
sambland af yfirgnæfandi óbeinu ljósi með viðbót
af beinu ljósi.
Svo framarlega sem loftið er hvitt, fæst ijós,
sem er mjög þægilegt íyrir augun, og herbergis-
lýsing með mildum skuggum.
Þessi dæmi sýna á einfaldasla hátt þá mögu-
leika, sem um er að ræða til þess að stjórna Jjósi
herbergisins
Þegar ljóshlífar eru valdar, er nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir því, að sjálf ljósperan má ekki
vera sjáanleg gegnum hlifina. Hangi hún í eða
undir augnhæð, mun hún verka blindandi og ó-
þægilega.
Margt fólk heldur, að alveg skuggalaust Ijós sé
hið eina og sanna, og reynir að öðlast þetta með
því að nota óbeina lýsingu. Þessi skoðun er samt
alröng. Skuggar eru alveg nauðsynlegir, þeir gefa
umhverfinu líf og draga fram Jögun hlutanna.
Takið t. d. eftir því á rigningar- eða þokudegi,
hvernig umhverfið verður flatt og stefnulaust, en
sólin aftur á móti með sitt- ákveðna ljós gefur
ö!!u dýpt og „perspektív".
Kertaljós og arineldur gefa djúpa og milda
skugga, sem mynda ..intíma'' og þægilega stemmn-
ingu.
Flóðljós (flourecent) gera fólk afskræmilegt í
litarhætti og ættu sízt af öllu að vera hjá spegli í
forstofu.
Nú, er daginn tekur óðum að stytta, hugsum viö með söknuði til hinna björtu
sumarnátta, til þess tima, er náttúran sjálf sér okkur fyrir nægilegu ljósi.
En sá timi er ekki mikill hluti af árinu, og með hverjum deginum, sem líður,
færumst við nær þeim tima, er við lifum mestan hluta heimilis'.ífsins í til-
búnu ljósi.
Þegar fólk stofnar heimili, ætti það þess vegna að veita ljósinu jafnmikla
umhugsun og yfirleitt allri annarri skipulagningu innan dyra.
Ljósið er ákaflega mikilvægt fyrir skynjun okkar á umhverfinu, og röng
lýsing getur gert vel skipulagt heimili að ömurlegum og andlausum dvalar-
stað.
Lýsing, sem vel er fyrir komið, hefur aftur á móti hressandi áhrif á líðan
og skap manna. Hún stuðlar að því að skapa góð skilyrði fyrir þá vinnu, sem
nauðsynlegt er að inna af hendi dag hvern. Ekki sizt skiptir þetta miklu máli
fyrir húsmóðurina.
Og hafið þið tekið eftir því, hvernig hjónin, sem halda veizlu í stofum sínum,
geta ákveðið skap gesta sinna með lýsingunni?
Því miður eru lampar oft keyptir og hengdir upp með tilliti til útlits. Fólk
gleymir, að nauðsynlegt er að meta eiginleika ljóssins fyrir fram.
Lýsing er ekki skrautlegir smámunir, heldur hjálparmeðal ti! þess að búa
sem bezt í haginn fyrir mannlegan þroska og starfsfjör innan veggja heim-
ilisins.
Til þess að um hagnýta lýsingu sé að ræða, verður hún að fullnægja þessum
grundvallarskilyrðum:
Hún má ekki gera of bjart i augum.
Ljósið verður að koma úr ákveðinni átt og falla þar, sem þörf er fyrir.
Lýsingin í stofunni er ef til vill vandasöm, en jjað er ómaksins vert að
brjóta hcilann ofurlítið um hana. Hér er japanskur lampi úr pergament-
pappír látinn hanga niður undir sófaborðið. Hann lýsir jafnt á allar hliðar.
LJÓSABÚNAÐUR OG