Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 19
Hér sjáið þið fallega chiffon-rós, sem er mjög smekkleg til skrants ó
ballkjólinn. Hún má vera í sama lit og kjóllinn eða i hvaða lit, sem
fer vel við hann.
Efni: um 18 sm breiður chiffon-renningur og örlítið af grænu
chiffon eðá fíngerðu filti, 16 sm langur hattavír. Ef hann er ekki
fyrir hendi, má nota pípuhreinsara. Takið vírinn, beygið hann nið-
ur um nokkra sm, þannig að hnúðnr myndist. Vefjið baðmull um
hnúðinn. Klippið ræmu af efninu, og vefjið með henni vírinn og
hnúðinn, byrjið neðst.
Sníðið nú rósablöðin úr sama efni, 7 stykki, 4 15x15 srn og 3
10x10 sm. Leggið hornin saman, og þræðið eins og myndin
sýnir. Sneiðið örlftið af horninu í miðju. Dragið blöðin
saman eitt og eitt, þannig að samandregni jaðarinn á
stærri blöðunum mælist 8 sm, en jaðar minni blaðanna sé
6 sm.
Festið þráðinn vel, svo að hann dragist ekki til baka.
Saumið nú blöðin efst á
legginn, fyrst þau minni
eitt og eitt í einu og sfðan
þau stærri. Lagið rósina til í hend, þannig að blöðin fari sem bezt.
Búið nú til úr græna efninu 3 lítil blöð á sama hátt og rósablöðin.
Saumið þau neðst á rósahnappinn. Takið að lokum nýja, græna
efnisræmu, vefjið samskeytin þétt, og saumið með fíngerðum
sporum.
Þessi gula flauelsrós er einnig mjög
skemmtileg til skrauts.
Efni: 10 sm af flaueli og smástykki af
grænu filti og 20 sm langur hattavír.
Smíðið blöðin með sama sniði og á mynd-
inni, 18 stykki um iYix^Vz. Saumið þau sam-
an. Takið 2 stk., og leggið saman réttu mót
réttu.
Saumið bogadregnu brúnirnar saman. Snú-
ið blaðinu við, og dragið opið saman. Gang-
ið vel frá endanum.
Vefjið vírinn með fílti; brjótið hnúðinn
eins og á hinum rósaleggnum, vefjið hann
baðmull, og yfirdekkið með flaueli.
Saumið nú blöðin á legginn, og athugið,
að þau fari vel. Minnstu blöðin skulu saumuð
fyrst, sfðan þau stærri.
Sníðið úr filtinu 5 lítil blöð, og saumið
þau neðst á rósina. Ef filtið er mjög mjúkt
og lint, getur verið nauðsynlegt að stífa það.
Sníðið nú úr filtinu 6 blöð, og saumið þau föst á legginn 3 og 3
í einu.
DRENGJAPEYSA
Stærð á (i (8), 10 ára: Sidd 44 (50), 53 sm; þrjóstvídd 70 (74), 7<S sm; ermalengd frá
handvegi 34 (30), 37 sin. Prjónar nr. 2% og 3. Mynztur 1. umf.* 3 1. sl., 1 1. br*, endurtakið
frá stjörnu til stjörnu umf. á enda. 2. umf. 3 I. br., 1 1. sl.*, endurtakið frá stjörnu til
stjörnu umf. á enda. I(i 1. af þessu prjónafnynztri eiga að mætast 5 sm.
Bakstykki: Fitjið upp 107 (115), 123 1., og prjónið 1 1. sl. og 1 1. br. 4 sm. Prjónið nú
mynztrið, þar til stykkið mælist 26 (30),32sm. Fellið af 4 i. i byrjun prjóns tveim sinnum,
3 1. i byrjun prjóns tveim sinnum, en siðan 1 1. hvorum megin í annarri hverri umf.
31 (35), 37 sinnum. Lykkjurnar, sem þá eru eftir, 31 (31), 35, eru felldar af 1 1 umf.
Framstykki: Prjónast eins og bakstykki upp að 25. (29.), 31. affellingu, þar sem felld
er af 1 1. hvorum megin. Feilið þá af 11 (11), 15 I. i miðju og eftir það 3, 2, 2, 1, 1, 1 (3, 2,
2, 1, 1, 1) 3, 2, 2, 1, 1, 1 1. hvorum megin.
Ermar: Fitjið upp 45 (49), 53 1., og prjónið 1 1. sl. og 1 I. br. 5 sm. Aukið þá út 10 1. með
jöfnu millibili yfir seinustu umf., áður en mynztrið byrjai-. Prjónið síðan mynztur, og
aukið út 1 I. hvorum megin með lVa sm millibili 16 (18), 19 sinnum — eða þar til 87 (95),
101 1. eru á prjóninum. Þegar öll ermin mælisl 34 (36), 37 sm, eru felldar af 4 1. í byrjun
prjóns tveiin sinnum, 3 1. í byrjun prjóns Lveim sinnum, síðan 1 l. hvorum megin í
annarri hvcrri umf. 31 (35), 38 sinnum. Fellið síðan af 11 1., sem eftir eru í einni umf.
Pressið mjög lauslega yfir öll stykkin frá röngu. Saumið ermarnar i með aftursting, og
dragið einn þátt úr garninu, sem saumað er með. Reynið að láta mynztrin standast á,
eins og sést á myndinni. Skiljið eftir ósaumað fyrir rennilás 10 sm vinstra megin á fram-
stykki. Takið nú upp lykkjur fyrir hálsliningu 80 (84), 88 1., og prjónið 1 1. sl. og 1 1. br.
2Va sm. Fellið af með sama prjóni (1 1. sl. og 1 1. br.). Þræðið nú saman ermar og hlið-
arsauma, og saumið með aftursting. Pressið lauslega yfir saumana frá röngu.
á ballkjólinn