Vikan - 22.10.1959, Blaðsíða 20
I. KAFLI
Á leiðinni gegnum anddyrið hrökk unga stúlkan
við og nam skyndilega staðar, eins og hún hefði
komið auga á botnlaust hyldýpi fyrir framan sig.
Svo tók hún enn nokkur skref, en stanzaði aftur,
eins og nú væri ómögulegt að halda iengra. Hún
hristi höfuðið og studdi sig við vegginn með ann-
arri hendi.
Þetta var grönn og lagleg stúlka, en þó var
Tiý iramhaldssaga
ekkert sérlega eftirtektarvert við útlit hennar,
þegar frá voru skilin dökkbrún, geislandi augun.
Á þessari stundu voru augun flóttaleg.
Allt í einu rétti hún úr sér og virtist neyða sjálfa
sig til að líta aftur. Síðastliðnar fimm vikur hafði
hið sama margsinnis endurtekið sig,. . . . aftur og
aftur varð hún að líta um öxl í von um að koma
auga á þá. En nú sást ekki lifandi vera.
Samt fannst henni endilega, að einhver hefði
veitt henni eftirför.
Það var eins og þetta atvik minnti hana á, að
hún yrði að framkvæma ætlun sina, enda þótt
hún væri hrædd við það. Hún nam staðar við
innstu hurðina vinstra megin i ganginum. Á hurð-
inni stóð nafnið dr. R. H. Norton Hún gaut enn
augunum fram í mannlaust anddyrið, en gekk
síðan inn.
Kona í hvítum slopp leit upp frá skrifborði
sínu.
— Hvað var það fyrir yður?
— Dr. Norton, stamaði unga stúlkan, — . . . .er
hann? Ég á við, er hægt að fá að tala við hann
án þess að hafa beðið um viðtal?
Konan í hvita sloppnum lét ekki á því bera, að
i rauninni var hægt að fá að tala við dr. Norton
að heita mátti hvenær sem var án þess að panta
tíma, því að hann hafði opnað stofu sína fyrir um
mánuði, og satt að segja hafði hann ekki sérlega
mikið að gera enn þá.
Hún skrifaöi eitthvað á blað. — Það verður
hálftímabið, það er að segja, ef dr. Norton lýkur
fljótlega við sjúklinginn, sem er inni núna. Andar-
tak, ég skal aðgæta þetta.
Hún kom fljótlega aftur og sagði:
— Gerið svo vel. Þér getið fengið tíma þegar i
stað.
Dr. Norton sat við skrifborðið, hlaðið ýmsum
skjöium. Á veggnum fyrir aftan hann héngu þrjú
innrömmuð prófskírteini. Hann hlaut að vera 28
til 29 ára, hávaxinn og sterklegur maður með vel
lagaða höku og ákveðna drætti kringum munn-
inn. Hann var virðulegur á svip þótt hann væri
ungur að árum. Það mundi víst ekki líða á löngu,
þar til ekki væri unnt að hitla hann nema með
því að biðja um samtal með fvrirvara.
Unga stúlkan leit í kringum sig, og það var ótti
i augunum.
— Það,.... ég sé engan rannsóknarbekk hérna.
.... Hún roðnaði eftir þessa fyrstu athugasemd
sína.
Dr. Norton brosti. — Hann er í næsta herbergi,
en það er ekkert víst, að við þurfum að nota hann.
Hann gaf 5 skyn, að stúlka með svo fullkomlega
heilbrigt útlit sem hún þyrfti tæplega á sálfræði-
legri rannsókn að halda. Unga stúlkan varð held-
ur rólegri, og það hafði lika verið markmið hans
með orðunum.
•— Ég er hrædd....
Hann brosti aftur og rétti fram höndina. —
Fyrst skulum við ljúka af hinum leiðinlegu forms-
atriðum. Ef þér á annað borð eruð komin til að
leita hjálpar minnar?
— Já, það er ég.
— Prýðilegt. Hann sagði þetta með næstum
hátiðlegum svip, og þeirri hugsun skaut upp í
henni, að hann væri greinilega að reyna að virðast
eldri og virðulegri en hann i rauninni var.
— Nafn yðar?
— Margrét Corday.
— Aldur ?
— Tuttugu og tveggja.
— Heima?
Ótti hennar gerði aftur vart við sig. Hún gat
ekki ljóstrað svo gersamlega upp um sjálfa sig, —
ofurselt sig honum. Nei, hún gat það ekki....
Augnaráð hans var vingjarnlegt. — Þér viljið
helzt ekki segja mér það? Ágætt, þá látum við
það eiga sig. En starf yðar?
— Skrifstofustúlka. Hún gat róleg sagt honum
það núna, það gerði hvorki til né frá. — Starfa
hjá símanum — eða réttara sagt starfaði. Ég
hætti að vinna fyrir tveimur vikum.
— Hafið þér ekkert starf sem stendur?
—- Nei.
- Eigið þér ættingja?
— Foreldra mína. Þeir eiga heima í Seattle.
—Það er langt frá New York, sagði hann. —
Eigið þér ekkert skyldmenni hérna nær?
— Jú, frænku og frænda, svaraði Margrét Cor-
day. — Þau eiga heima í Elizabeth í New Jersey,
en ég hitti þau sjaldan.
Dr. Norton ýtti frá sér minnisblokkinni, án þess
að það sæist, að um leið setti hann segulbands-
tæki i gang.
Já, einmitt það, sagði hann. — Svo er nauðsyn-
Iegt fyrir mig að fá nokkrar viðbótarupplýsing-
ar. . . . Hafið þér átt lengi heima i New York,
ungfrú Corday?
— Eitt ár. Ég fór hingað, um leið og foreldrar
mínir fluttust til Seattle. Við áttum líka heima í
Elizabeth.
lílý framhaldssaga
— Hvers vegna komið þér einmitt til mín? Hef-
ur einhver bent yður á mig?
Margrét Corday beit í vörina. Hvernig átti hún
að segja honum, að hún hefði af tilviljun séð
nafn hans á hurðinni i anddyrinu, þegar hún dag
nokkurn flúði þangað inn undan þeimt — eða
segja honum, að hún hefði margsinnis flúið inn
í þessa byggingu, vegna þéss að ganga mátti í
gegnum hana frá einni götu til annarrar?
— Þarna hef ég sennilega aftur spurt spurn-
ingar, sem þér kærið yður ekki um að svara?
— Ég get ímyndað mér, að það virðist hjákát-
legt.... Hún leit biðjandi á hann.
— Það skiptir engu máli, flýtti hann sér að
segja. — En að sjálfsögðu,.... þvi fleiri spurn-
ingum sem þér svarið, þeim mun auðveldara á ég
með að hjálpa yður.
Hún dró andann djúpt., skalf ofurlítið, en leit
svo upp.
— Ágætt, sagði dr. Norton. — Þér hafið að
minnsta kosti tekið ákvörðun. Það er bezt fyrir
yður að segja mér hreinskilnislega frá vandamáli
yðar. Látið mig nú heyra!
— Ég,.... ég held, að ég sé að missa vitið, sagði
Margrét Corday.
Hún beið þess, að hann setti upp áhyggjusvip
og sýndi henni samúð, en í stað þess brosti hann
blíðlega, svo að skein í hvítar tennurnar.
— Byrjunin lofar góðu, ungfrú Corday. Fátt
„vitskert” fólk hefur sjálft áhyggjur af sálarlegri
heilsu sinni.... Yfirleitt eru það bara hinir, sem
sjá, að ekki er allt eins og það á að vera. Hvers
vegna óttizt þér þetta?
—Aðallega vegna þess, að ég hef hugboð um,
að mér sé veitt eftirför Það er einhver eða ein-
hverjir, sem elta mig, — alltaí, dag eftir dag. Og
á næturnar, þegar ég er komin i rúmið, finn ég,
að þeir bíða fyrir framan læstar dyr minar. Þó að
ég flytji, koma þeir nokkrum dögum eftir, að ég
er komin í nýja húsnæðið.
— Hafið þér nokkra hugmynd um, hverjir „þeir“
eru? spurði dr. Norton, sem skildi nú mætavel, af
hverju sjúklingurinn hafði ekki kært sig um að
gefa upp heimilisfang sitt.
— Nei, það hef ég ekki. En það gerir þetta enn
óhugnanlegra. Ef ég bara vissi, hverjir þetta eru
og hvers vegna þeir elta mig.
— Hvenæi' funduð þér fyrst fyrir þessu, ungfrú
Corday ?
— Fyrir um það bil fimm vikum. Ég hafði fariö
út til að fá mér morgunverð ...
2. KAFLI
Það var 18. apríl, glampandi sólskin og hiti
mikill á þessum árstima. Margrét Corday var í
seinna iagi... hún hafði þurft að fullgera langj.
verzlunarbréf, áður en hún fór úr skrifstofunni.
Hún gekk hratt, glöð í geði, og hafði ekki minnstu
hugmynd um þau dökku ský, sem voru í þann
veginn að umlykja hana. Hún gekk inn á Cres-
centveitingahúsið til að fá sér að borða.
1 rauninni var Crescent of dýr staður fyrir
hana, en þess vegna var einmitt svo spennandi að
fara þangað, þegar maður var dálítið þreyttur,
eins og hún var núna. Yfirmaður hennar, herra
Trent, hafði vekt henni kauphækkun. Hún var
viss um. að hún liti vel út í nýju tweed-dragtinni
sinni. Kvöldið áður hafði hún verið heima hjá
frænku sinni og frænda, og það hafði verið
skemmtilegt. Gömlu hjónin höfðu orðið afi og
amma fáum árum áður og voru bæði hreykin og
glöð. Debóra, frænka Margrétar, hafði verið þar
með son sinn, Joey. Margrét hafði tekið með sér
smágjafir handa barninu, — líkan af þotu, kapp-
akstursbíl, skrifbók með lausum blöðum og skinn-
húfu. Gjafirnar höfðu glatt drenginn mjög.
Það var fjölmennt i Crescent, og hún varð að
sitja við borð með annarri ungri stúlku, sém húrt
þekkti lítillega og var að Ijúka við að borða, þegar
Margrét kom. Unga stúlkan hafði staðið á fætur,
einmitt þegar maturinn var borinn fyrir Margréti
svo að hún snæddi ein.
Hún sá annan kunningja koma í átt.ina til sín,
dr. Gollway, miðaldra lækni, sem bæðí bjó og
hafði lækningastofu sína í gömlu byggingunní, þar
sem Margrét átti heima. Hún kinkaði vingjarn-
lega kolli til hans, en vonaöi, að hann mundi ekki
setjast við borðið hjá henni. Hann var lotinn mað-
ur, dálítið fýldur á svip og angaði af tóbaki, stund-
um einnig af viski. Nokkrum sinnum, til dæmis
þennan sama morgun, hafði hún reynt að stofna
til samræðna við hann, en hann hafði vísað því á
bug, kuldalegur og hrokafullur. Hann settist ekki
hjá henni, en kinkaði kolli, um leið og hann gekk
fram hjá, — settist síðan við annað borð.
Hún minntist nokkurra smáatvika frá þessum
Tlý framhaldssaga
morgunverði. Taskan hennar hafði dottið á gólfið
og innihaldið farið út um allt. Salatgaffallinn hafði
verið svo undarlegur í laginu....
Án þess að geta á nokkurn hátt útskýrt það var
hún reiðubúin til að sverja, að ólánið hefði byrjað,
einmitt þegar hún var að ljúka við morgunverð-
inn sinn þennan morgun á Crescent.
Hún var að snæða eftirmatinn, — appelsínu-
búðing, — og dreypti á kaffinu, þegar hún skyndi-
lega fann á sér, að einhver var að horfa á hana —
20
V I K A N