Vikan - 21.01.1960, Side 5
sjá hana greinilegar, en ég þoldi ekki áreynsluna. — Hún sat
enn og neri á mér líkamann, þegar ég missti meðvitundina.
Ég hef ekki hugmynd uin, hversu lengi ég var meðvitundar-
laus í þetta sinn. Ég fékk og missti meSvitund aftur og aftur.
Stundum fann ég, aS maSurinn hélt mér uppi, um leiS og
stúlkan hellti einhverju fljótandi ofan í mig.
Dag einn opnaSi ég augun og gat þá hugsaS skýrar. ÞaS
var eins og aS vakna af löngum svefni. Ég reyndi aS setjast upp,
en þaS var mér um megn. Allur likaminn var svo stirSur, aS
ég gat ekki hreyft legg né liS.
í þessu kom stúlkan inn og sagSi eitthvaS, en ég skildi ekki,
hvaS hún var að segja. Hún hrópaSi á manninn. Nú sá ég, aS
hún var ung, — liklega um tuttugu ára, — og klædd þeim bún-
ingi, sem almennur er meSal Afríkustúlkna: þröngu pilsi meS
perluísauini og nakin aS ofan. Andlit hennar var ekki svart
eins og á svertingjunum, heldur fremur gulbrúnt.
MaSurinn talaSi sama mál. Þegar ég lyfti hendinni til merkik
um, aS ég skildi ekki, ýtti hann varlega viS mér og benti mér
aS liggja kyrr.
Nú tók ég aS telja dagana. Ég hafSi ekki hugmynd um,
hversu lengi ég hafSi veriS meSvitundarlaus, og ekki gátu hin
tvö, — sem virtust vera faSir og dóttir, — sagt mér það. Ég
lyfti hendinni varlega aS munninum og sagði vatn nokkrum
sinnum. Þegar ég endurtók orðið, kom stúlkan með krukku
og lagði handlegginn utan um mig og færði krukkuna að vör-
um mér.
Siðan liðu 46 dagar, áður en maðurinn hjálpaði mér að
setjast upp. Hann bar mig út í forsæluna, og stúlkan settist vi8
hliðina á mér og stakk banönum og döðlum upp i mig.
— Hvað heitir þú? spurði ég dag einn á þýzku.
Hún brosti glaðlega, svo að skein i fagrar, hvítar tennurnar.
SiSan yppti hún öxlum.
Ég benti á brjóstiS á mér og sagði Hans nokkrum sinnum,
þar til henni varð ljóst, að ég hét Hans. Þá benti hún á sig
og sagði Marisha. Hún stóð upp og gekk mjúklega burtu. Ég
hrópaði lágt: — Marisha! Hún sneri sér þegar við og gekk
til mín. Ég benti á hana og sagði: — Marisha, og á mig og
sagði: — Hans.
Þegar dagarnir urðu að vikum og mánuðum, tók ég að
velta þvi fyrir mér, hvar ég væri staddur. Ég hafði kennt
Marishu nægilega mikið í þýzku til þess að geta spurt hana
um nafnið á þorpinu hennar, — tylft af kofum, sem i bjuggu
nálægt fjörutíu manns. Smám saman komst ég að því, að
þorpið lá við fljótið Niger, en mér var ekki ljóst hvar, —
því að hún hafði aldrei komið út fyrir endamörk þorpsins.
Snúið baki við stríðinu. —
Ég fór að hugsa um, hvernig styrjöldin gengi. Ég var undir-
foringi i þýzka flughernum, — engin fluglietja, þvi að ég flaug
aðeins með hermenn á milli bækistöðva. Við höfðum fyrir
nokkru fengið vitneskju um, að bandamenn ætluðu að ráðast
inn i Norður-Afríku. Og nú hafði það verið starf mitt að
koma nýjum sveitum til varnarstöðvanna. En gamla flugvélin
mín tók ekki nema 16—18 hermenn í einu, og samanborið við
nýtízku-flugvélar var auðvelt að koma henni fyrir kattarncf.
Framhald á bls. 31.
HROLLVEKJANDI FRÁSÖGN ÞÝZKS FLUGFORINGJA
AF NAUÐLENDINGU MITT í AUÐNUM AFRÍKU