Vikan


Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 21.01.1960, Blaðsíða 18
)yuuAnal & máli Hrútsmerkiö (21. marz—20. april.): Þessi vika verður einkar ánægjurik fyrir þig, vinsældir þínar munu auk- ast til muna ef þú hefur þig i frammi. Hætt er samt við að velgengni þín kunni að valda öfund eins félaga þinna, en með háttvísi og kænsku ættir þú að geta komið öllu í samt lag aftur. Heiilatala, 4. ______ Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú virðist kvíða einhvers mjög í vikunni, en kviði þinn er ástæðulaus, eins og i ljós mun koma eftir helgina. Undan- farið hefur gætt nokkurrar afbrýðisemi í fari þínu, og er það miður, þvi að hún er alls ekki á rökum reist, og bitnar þetta á ástvini þínum. Tvíburamerkið (22. mal—21. júni): Hætt er við að þú færist of mikið í fang í vikunni, líklega á vinnustað, og verður það til þess að yfirmaður þinn fer að líta þig óhýru auga. Vertu rösk- ur í vinunni, og sýndu, að þú átt sízt skilið að þú sért vanmetinn Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú færð svalað metnaðargirnd þinni í vik- unni, og er það ekki nema gott og blessað, en hætt er samt við að þú mikl- ist af frama þinum, og þá er ilit í efni. Þú færð mikinii tíma og tækifæri tli þess að sinna hjartans málum þínum, og í þeim efnum lofa stjörnurnar öllu góðu. Ljónsmerkiö (24. júli—23. ág.): Þessi vika verður mjög öfgakennd — þú munt verða fyrir talsverðum vonbrigðum annars vegar og njóta mikilla hamingju hinsvegar. Útkoman verður samt sú, að hamingjan verður ofan á. Kunningi þinn er í vanda staddur. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): I þessari viku geta smámunir einir orðið til þess að valda þér gremju — sem sagt: skapið verður ekki sem bezt. Á mánudag kemur loks dálítið fyrir, sem verður þess valdandi, að veður skipast skjótt í lofti, og eftir það lætur þú ekki smámuni angra þig. Heillatalan 4 kemur talsvert við sögu. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Tækifærið, sem býðst í vákunni, er allt of áhættusamt, svo að stjörnurnar ráð- leggja eindregið að gína ekki við því, þótt girnilegt sé. E'inhverjar breytingar verða á heimilishögum þinum, og eitt er vist, að því verður þú allshugar feginn. Heillatala 6. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Fram að helgi verður vikan fremur'leiðinleg og tilbreytingarlaus, og er jafnvel hætt við því að þunglyndi þitt kunni að bitna á þinum nánustu. En um helgina léttir greinilega til, og eftir helgi leikur allt í lyndi fyrir þér. Bogmaðurinn (29. nóv.—21. des.): Þú munt taka mikinn þátt í félagslifi i vik- unni, og einnig á öðrum sviðum munt þú láta til þín taka. Sem sagt, vikan verður tíðindarik, og þú hefur í ýmsu að snúast. Þú munt að vísu lenda í einhverjum vandræðum út af skuld eða fjármunum, en úr því rætist fyrr en varir. Heillalitur rautt. Geitarmerkiö (22. des—20. jan.): Um helgina berast þér mjög ánægjulegar fréttir, og hætt er við að þú kunnir þér ekki læti eftir helgina. Amor fer ekki fram hjá þér i þessari viku, en ekki munu samt örvar hans rista djúpt. Vertu varkár i peningamálum og sóaðu ekki um efni fram. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Einhver leitar ráða hjá þér, en hætt er við að Þú verðir of lítillátur og þorir ekki að láta skoðanir þínar í ljós, og er það miður, því að einmitt i þessu sem þú berð talsvert skynbragð á — munt þú geta gefið holl ráð. FiskamerkiÖ (20. feb,-—20. marz): Þessi vika verður mæðrum til mikilla heilla. Karlmenn ættu að vera sem mest heima við og láta sem minnst á sér bera. Þetta er annars vika mikilla freist- inga, og veikgeðja fólk getur lent í ljótu klandri. Bréf £lð norðan Góða Vika. Ég sendi þér bréf, svo að ég komizt hjá að vaða fóstur- jörðina upp í hné, ef ég kæmi í eigin persónu (og hvílík persóna). Ég hefði mikinn hug á, að meðfylgjandi mynd kæmi í Vikunni við fyrstu hentugleika. Hún þarf ekki að vera tímabundin, þótt hún sé af hljómsveit Svavars Gests með Djúpárdrengjum. Fyrir mér vakir aðeins að koma hljómsveitinni í pressuna, þar sem ég tel hana vel þess virði að minnast á hana. Héðan er allt gott að frétta. Snemmbæran okkar bar tvíhöfða folaldi á miðjum útmánuði. Jón í Seli fer á Búnaðarþingið eftir helgina, en hún Sigríður hans var að fá sendingu frá dótt- ur sinni í Ameríku í síðasta mánuði: Ævisaga Elvisar Presleys í skinnbandi, og hefur bóka- safn hreppsins mikinn hug á að kaupa bókina af henni. Gvendur hundahreinsunarmaður hef- ur nóg að gera þessa dagana, eins og vant er á þessum tíma árs. Ef þú hittir þingmanninn okkar blessaðan, minntu hann þá á kirkjuafleggjarann, við verðum að fá gert við hann á næsta sumri. Það hefur enginn komizt til kirkju hér í fjórtán ár. Vertu svo blessuð, Ijúfan. Þaö var rétt fyrir jólin, aö viö vorum á ferö á Eyrarbakka, og þá datt okkur í hug aö hafa tal af Þórunni Gestsdóttur, en liún er ein merk- ust kona í því plássi. Viö böröum aö dyrum hjá Þórunni. Enginn svaraöi, en tveir ungir Eyrbekk- ingar fylgdust meö feröum okkar og sögöu: — Hún Tóta, cetli hún sé ekki aö gefa kindunum. — Svo fórum viö í fjárhúsiö, og þar var Þórunn meö laupana sína. Hún hefur níu kindur og heyj- ar fyrir þder sjálf, þótt aöeins vanti tvö ár í nírætt. Viö komum inn hjá Þórunni og þágum kaffi; þaö var mjög kalt þennan dag. Hún kvaöst úr Meðqllandinu, en var 25 ára, þegar hún kom á Eyrarbakka og keypti sér þá lausakonubréf og var stofustúlka hjá faktornum í „Húsinu". Þór- unn giftist Ölafi Ölafssyni úr Rangárvallasfjslu. Hann vann lengst af viö verzlun á Bakkanum og sjómennsku í Þorlákshöfn og dó 19Jf7. Þórunn hefur enn í dag lyklana aö „Húsinu“ og sýndi olckur þaö góöfúslega. Okkur fannst, þegar viö kvöddum hana, aö hún væri eins mikill 'ihluti af þessu plássi og ibúöarhús Lefolís faktors meö vall- grónum göröum í kring og brimiö, sem fylgt hefur Eyrum frá öndveröu. Þóruzin Gestsd. átta um áttrætt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.