Vikan


Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 10

Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 10
Kannski ferð þú til Að skólanum loknum er farið í ferðalag um Bandaríkin, og einnig það er nemendum að kostnaðarlausu. Hér er einn hópurinn á slíku ferðalagi, og ferðafötin eru í léttari lagi, enda hitinn nægur. Hópur íslenzkra nemenda á vegum American Field Service við íslenzka sendiráðið í Washington. Þrátt fyrir kalt stríð og hótanir eru þó til stofnanir í heiminum, sem vinna að kynningu og bættri sambúS meðal þjóða. Við ætlum að kynna eina slika lítillega fyrir ykkur, vegna þess að nokkrir Is- lendingar hafa notið góðs af starfsemi hennar, og i framtiðinni munu vafalaust margir eiga þess kost að vikka sjóndeildarhring sinn fyrii atbeina þessarar ágætu stofnunar. Hér er um að ræða American Field Service, skammstafað AFS. Félagsskapur þessi fær rekstrarfé frá ýmsum góðgerðarfélögum og kirkjufélögum vestra og býður siðan 1500 unglingum á aldrinum 16— 18 ára til dvalar í bandarískum skóla eitt skólaár. Þar er miðað yið skóla, sem er með námsefni mitt á milli gagnfræða- og menntaskóla. Sökum mikillar sérhæfingar á flestum sviðum í Ameríku geta ungl- ingar þegar í þessum skólum valið á milli námsgreina. Skólaárið byrjar 9. september og lýkur um miðjan júní. Þá gefst nemendum kostur á því að fara í ferðalag um landið til frekari kynningar. Allur kostnaður við dvölina í Bandarikjunum er nemendum að. kostnaðarlausu, og farareyrir er einnig greiddur, séu ástæður slæm- ar. Yfirleitt er aðeins einn nemandi á vegum AFS i hverjum skóla, en stofnuriin gerir sér ekki mannamun og býður til dvalarinnar ungl- ingum af öllum þjóðum, litarhátturii og trúarbrögðum. Til dæmis hefur austantjaldsunglingum verið boðið jafnt sem öðrum, en þá hefur strandað á því, að þeir hafa ekki fengið leyfi yfirvaldanna til að fara. Það var fyrst árið 1957, að íslenzkum unglingum bauðst styrkur frá AFS, og hafði Íslenzk-ameríska félagið milligöngu um það mál. Það ár fóru 9 unglingar til náms, og síðan hefur farið hópur á hverju ári. Vikan liafði tal af þeim Astrid Kofoed-Hansen og Har- aldi Sigurðssyni, en þau hafa bæði hlotið AFS-styrk og dval- izt vestra. Þau létu mjög vel af dvölinni, bjuggu hjá fjölsltyld- um eins óg aðrir AFS-styrk- þegar, og var farið með þau sem þau væru börn húsráð- cnda. Þau voru sammála um, að það væri allmikið kynning- aratriði fyrir ísland, að gott fólk veldist lil þessarar farar, og má geta þess, að þau þurftu oft að halda erindi um ísland og íslendinga í sínum skólum og við heimsóknir í aðra skóla. Þau töldu yfirleitt mikla fá- fræði ríkjandi og helzt láti Framh'ald á bls. 32. Stephan Calatti, formaður American Field Service.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.