Vikan - 21.01.1960, Side 11
HVERT
ER FOÐURUPPELDINU AÐ HNIGNA.
„Það cr ekki erfitt að verða faðir, en ]Deim
mun erfiðara að vera faðir,“ segir hið
fræga gsmanskáld Wilhelm .Buscli. í gamni
lians felst bitur alvara. Margur faðir lætur
sig litlu skipta daglegt uppeldi barna sinna,
þykist ekki hafa tíma tit að sinna því og
telur það jafnvel fyrir neðan virðingu sína.
Willielm Busch hefir hví rétt fyrir sér: Síðari
þáttur föðurhlutverksins er hæði erfiðari
og minna eftirsóttur en liinn fyrri.
Hvort sem menn vilja flokka þetta undir
linignun og vanrækslu eða ekki, kemur það
greinilega fram í ýmsum mistökum og erf-
iðleikum uppeldisins. Þó
að það sé nú mjög í tízku
að tala um rótleysi og
lauslæti unglingstelpna,
þá yfirgnæfa samt alger-
lega misferli, óregla og
afbrot drengja. Miklu
fleiri drengir en télpur
vanrækja skólanámið og
biða skipbrot í því;
skemmdarverk, linupl,
þjófnaður og innbrot eru
miklu tíðari með drengj-
um en telpum. Mikitl
fjöldi hálfvaxinna drengja
leiðist út í ofdrykkju, en
slíkt er tiltölulega fátítt
um stúlkur. Sem nærtækt
dæmi má nefna, að af 118
þjófnaðarmálum, sem Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur hafði til meðferðar árið 1958,
áttu telpur þátt í 8, en drengir i 110. Af 56
innbrotum frömdu telpur aðeins 3. Drengir
frömdu skemmdir og spell í 39 tilvikum, en
telpur engin. Þessar tölur tala sínu máli.
Þær benda á sívaxandi hættu, sem leiðir af
vanrækslu hins föðurlega hlutverks i upp-
eldinu.
FÖÐURLEYSI OG AFBROT.
Það er gömul og alþekkt staðreynd, að
afbrot eru tiðari meðal fólks, sem í bernsku
fór á mis við samhuga og samtaka uppeldi
bæði föður og móður. Sú staðreynd er íhug-
unarverð með þjóð, þar sem fjórða livert
barn fæðist óskilgetið og lögskilnaður hjóna
er auðveldur og tíður. Sívaxandi lióp karl-
manna virðist bresta kjark til þess að gang-
ast við afkvæmi sínu og taka sinn þátt í
kostnaði og erfiði af uppeldi þess. Þetta er
hin djúpa og alvarlega merking í glensyrð-
um Wilhelms Busch. Ef fjölda feðra stendur
’> sama, ' vernig afkvæmi þeirra vegnar og
hvert það lirekst, þá er
miklum hluta uppvaxandi
Rynslóðar stefnt í opinn
háska.
Nú fcr því auðvitað
mjög fjarri, að meiri hluti
feðra afræki hörn sín á
þennan hátt. Langflestir
feður hafa ást á börnum
sinnm og leggja hart að
sér til þess að fullnægja
þörfum þeirra. En hið
sérhæfða starf, sem nú-
Þ'mamaðurinn rækir,
fjarlægir hann svo frá
heimili sinu og börnum,
að liann gleymir þörf
þeirra fyrir persónulegri
föðurumhyggju. Annrikið
á skrifstofunni, í framleiðslunni, í félagslíf-
inu gleypir nútímaföður svo gersamlega, að
hann þykist engan tíma Iiafa aflögu til þess
að hlera eftir, fylgjast með og taka þátt í
áhugamálum barna sinna.
En Jæssa þarfnast börn, bæði telpur og
drengir. Meðan móðirin helgar sig heimilinu,
vex telpan eðlilega inn í störf hennar, inn-
rætir sér siðgæði hennar og skoðanir, eins
Framhald á bls. 32.
iiHht;
ÞETTA ER HINN ATHYGLISVERÐI ÞÁTTUR DR. MATTHÍASAR JÓNASSONAR