Vikan


Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 19

Vikan - 21.01.1960, Qupperneq 19
Ennio Girolami heitir einn hinna kvenhollu heljarkarla ítalskra kvik- mynda. Tveimur hugdjörfum ljósmyndurum þótti bera vel í veiði, þegar þeir komust að því, að Ennio væri staddur í Borghese-skógi og gamnaði sér með ungri kvikmyndastjörnu, Vicky Ludovisi. Ljósmyndararnir ákváðu að gera sér mat úr þessu og héldu á vettvang með alvæpni, hvor með sína myndavélina. En Ennio var ekki á þeim buxunum, að hann léti slíkt viðgangast orðalaust. Fyrsti glampinn frá myndavél þess ljósmyndarans, sem á undan fór, kom leikaranum úr jafnvægi, og unga stúlkan dró pils- faldinn niður fyrir hné í snatri. En ljósmyndararnir voru frá byrjun við hinu versta búnir. Þeir höfðu skipt með sér liði, — sá, sem fór fyrir, var ekki líklegur til að ná nema einni til tveimur myndum, áður en hinn fokvondi leikari réðist á hann, — svo að hinn ljósmyndarinn, sem á eftir kom, beið þess bara reiðu- búinn að taka myndir af atlögpnni. Hér skella þeir saman, Ennio og ljós- myndarinn, og ber myndin með sér, að atgangur hefur verið allharður. Stúlkunni leizt alls ekkert á blikuna, þegar hún sá, hvað verða vildi, og þótti illa farið með góða skemmtan, að ljósmyndasnápar skyldu eyðileggja hina unaðslegu samverustund í skóginum. En ljósmyndararnir virtust sneyddir öllum mannlegum tilfinningum, og aftur blossaði ljósmyndaglampinn. Nú var heljarkarlinum Ennio hins vegar nóg boðið, — honum skyldi ekki verða skotaskuld úr því að sýna þessum hundum svart á hvítu, hvar Davíð keypti ölið. Hann lagði til atlögu, ófrýnilegur á svip. Sem ekki er nema von, má venjulegur ljósmyndari sfn ekki mikils gegn fílefldum heljarkarli og þaulæfðum áflogahundi. Það kom líka á daginn, að hér var ójafn leikur. En það hlakkaði í ljósmyndaranum, meðan hann tók við hverju högginu af öðru, — hann vissi sem var, að hann átti liðsauka að baki sér og allt var í sölurnar leggjandi fyrir góðar myndir af frægu fólki við þessar aðstæður. Og þegar þeim félögum með myndavélarnar þótti komið nóg, hlupu þeir sem ákafast á brott með bráð sína. Hérna sjáum við svo afrakstur erfiðisins: — Bardaga í fjórum lotum, — eins og myndasmiðirnir hafa nefnt hann.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.