Vikan - 21.01.1960, Side 31
Augu hans hvíldu á Rut.
Ekki áberandi fögur, hugsaði hann.
En fáar konur eru eins áberand’ ó-
fagrar og þær, sem í ungdasmi sínu
voru mjög fagrar. Rut hafði mikið
við sig, var gáfuð og skemmtileg. Og
hún elskaði hann.
Hann lá þarna og gerði gælur við
þessar hugsanir sínar, fyrst dálítið
undrandi, en síðan með vaxandi
ákefð.
Rut var að lagfæra rúmfötin hans
— og hafði ekki hugmynd um, að
stundin væri komin, alveg eins og
Emma frænka hafði spáð.
Er nokkuð fleira, sem ég get gert
fyrir þig? spurði Rut.
Hann tók um hönd hennar.
Já, þú getur gifzt mér, sagði hinn
dæmalausi Jamieson Porter. -fc-
Nauðlendingi
í Allasfjölluin
Framhald af bls. 5.
I sannleika sagt sneri ég nú baki
við stríðinu. Marisha og faðir henn-
ar önnuðust mig af mestu um-
hyggju. líg óttaðist aðeins, að ég
yrði farlama, það sem eftir væri
ævinnar. Og ég átti það sannarlega
á hættu, ef ég kæmist ekki sem
fyrst á sæmilegt sjúkrahús.
Ég varð annaðhvort að komast
aftur til manna minna eða láta
bandamenn taka mig til fanga. Og
ég vildi heldur verða striðsfangi
en snúa aftur til félaga minna.
Ég var hættur að berjast.
Ég vissi, að bandamenn mundu
koma mér i læknishendur og að
ég kæmist heill heilsu af sjúkra-
húsi þeirra. Hins vegar gat ég ekki
búizt við nokkurri þolinmæði
manna minna, þvi að þeir voru of
önnum kafnir við að vinna styrjöld-
ina . . .
Dag einn, þegar ég hafði verið
i þorpi Marishu i rúma sjö mánuði,
ieit ég niður eftir fljótinu og
sagðist vilja komast á gott sjúkra-
hús. Garnli maðurinn skildi mig
strax og tók að búa mig undir ferð-
ina. Hann fékk mann i þorpinu
til þess að búa bát Lii ferðarinn-
ar með matvæli og drykkjarvatn.
Og nokkrum dögum síðar sat ég í
bátnum með þessum manni.
Niður fljótið. —
Marisha stóð á fljótsbakkanum
með hendur á mjöðmum.
Ég kem einhvern tíma aftur,
Marisha! hrópaði ég, — kem aft-
ur með gjafir í þakklætisskyni
fyrir, að þú bjargaðir iífi mínu!
Síðan reri ferjumaðurinn út á
fljótið, og brátt Íivarf þorpið bak
við nes.
Við héldum nú niður eftir fljót-
inu i fjóra daga. Þá námúm við
staðar í þorpi einu til ])ess að
iivílast. íbúarnir spurðu einskis, en
höfðinginn vissi, að ég var Þjóð-
verji, og tilkynnti þegar brezkri
bækistöð i nágrenninu.
Ég sat að snæðingi sama kvöld,
þegar skyndilega varð uppi fótur
og fit í þorpinu. Við bálið, sem
brann á.torginu, sá ég sex einkenn-
isklædda menn, sem gengu í áttina
til mín. Ég sá brátt, að þeir voru
brezkir. Einn þeirra var liðsfor-
ingi.
Ég reis á fætur og beið þeirra:
— Hans Múlier, undirforingi i
Luftwaffe (þýzka flughernum),
sagði ég.
— Hvaðan komið þér, undirfor-
ingi? spurði enski liðsforinginn.
Ég l'ór með þeim tii bækistöðv-
ar þeirra og sagði liðsforingjanum
frá nauðlendingunni og hvernig
Marisha og faðir hennar hefðu
bjargað lífi minu.
— Þér eruð illa farinn, undir-
foringi, sagði liðsforinginn næsta
morgun, þegar læknirinn liafði
rannsakað mig. — Það er vist bezt
að senda yður strax til Suður-
Afríku, þar sem þér komizt á gott
sjúkraliús.
sló niður svertingja, sem var í
þann veginn að slá stúlku á bakið
með mikilli leðursvipu. Stúlkan
sneri sér hægt við tii þess að ganga
úr skngga um, hver þyrði að gera
siikt, — og horfðist í augu við mig.
Hún gapti af undrun, síðan stóð
hún á fætur og hljóp til min og
varpaði sér til jarðar og faðmaði
á mér hnén.
Ég hafði fundið Marishu!
Með byssuna i hendinni krafðist
ég skýringar, og þá var mér sagt,
að ættflokkurinn hefði tekið
Marishu úr höndum þrælasalanna.
— Segðu höfðingjanum, að ég
skuli kaupa hana! Hvað vilja þeir
fá fyrir hana? sagði ég við túlkinn.
Þessa nótt svaf Marisha við fæt-
ur mér, meðan liinir innfæddu reru
i áttina að Timbúktú. En ég gat
ekld sofið.
Mér rann ekki dúr á auga, fyrr
en ég hafði komið henni i hendur
abbadisarinnar við kaþólska trú-
boðsstöð og greitt 500 dollara fyrir
uppihald Marishu.
Þegar ég steig upp í bátinn viku
síðar á Ieið til Freetown, en þaðan
ætlaði ég að halda til Nairobi, vissi
ég, að ég mundi aldrei framar sjá
Marishu.
Rödd Marishu. —
Eftir striðið fékk ég vinnu sem
flugmaður í Austur-Afríku og vann
að því þar til árið 1947. En ég varð
eirðarlausari með degi hverjum.
Það var eins og rödd kallaði á
mig innan úr skóginum, — rödd
stúlkunnar, sem bjargaði lifi mínu.
í marz árið 1948 hafði ég spar-
að saman rúma 5000 dollara, sem
var nægilegt til leiðangurs inn i
landið. Ég ætlaði að finna Marishu.
Flugfélagið, sem ég vann hjá, gaf
mér farmiða til Freetown í Sierra
Leone, og þar náði ég í afriskan
mann, sem var þaulkunnugur á
þessum slóðum, auk þess sem ég
fékk mér tvo burðarmenn. Það var
ekki fyrr en við vorum komnir
fram hjá Timbúlctú, að ég fékk
slæmar fréttir: Einn burðarmað-
urinn sagðist hafa búið i þessu
landi, en þrælasalarnir hefðu num-
ið marga innlenda menn á brott
og drepið aðra. — Þess vegna hafði
liann flúið til strandar. Ég spurði
um þorpið hennar Marishu, en
hann svaraði, að næstum öll smá-
þorp við fljótið væru nú auð og
yfirgefin vegna þrælasalanna, sem
hrjáðu ibúana á árunum 1946—47.
Það var eins og ég hafði óttazt:
Þegar við komum að staðnum, þar
sem ég hafði kvatt Marishu forð-
um, var þorpið í rúst og ekkert
lífsmarlc að sjá. Ég stökk í land og
reikaði um rústirnar cins og til
þess að reyna að finna spor eða
einhverjar minjar. En þáð var ekki
til neins.
— Við höldum áfram að næsta
þorpi, sagði ég við leiðsögumann-
inn, — Ef til vill finnum við
c itlhvað þar.
Tólf kílómetrum ofar við fljótið
sögðu mér inntendir menn, að fyrir
tveimur árum hefðu þrælasalarnir
komið til þorpanna meðfram fljót-
inu og tckið með sér allar ungar
stúlkur og drepið öll gamalmenni.
Enginn hafði héyrt neitt um
Marishu.
í dögun hélt ég aftur niður með
fljótinu. Skyndilega datt mér i liug
að halda til næsta þorps og spyrj-
ast þar fyrir um Marisliu.
Við vorum á ferli allan daginn
og nóttina, og daginn eftir komurn
við að litlu þorpi, þar sem ibú-
arnir virtust mjög fjandsamlegir.
En þegar þeir komust að þvi, að
við vorum ekki þrælakaupmenn,
var mér leyft að tala við höfðingj-
ann.
Marisha brosir. —
Með aðstoð leiðsögumannsins
sagði ég honum, að ég væri að leita
að stúlku, sem liéti Marislia.
Skyndilega heyrði ég óp. Ég þekkti
þessa rödd! Ég stökk á fætur og
simi 114 oo H0LLAND
- i
•r é»
: v w
•» ,h»
31S5
V I Iv A N