Vikan


Vikan - 21.01.1960, Síða 34

Vikan - 21.01.1960, Síða 34
þakklát, og það er ég kannski líka. Ef ég spyr hann, hvað hann hafi í laun, ætlar hann alveg að sleppa sér. Hann segir. að það komi mér alls ekki við, hann útvegi allt til heimilisins, svo að ég hafi ekki um neitt að kvarta. En hef ég ekki rétt til að fá að fylgj- ast með í peningamálum heimilisins? Ég mundi vilja vera án margs af því, sem ég fæ, ef ég mætti standa við hlið mannsins míns í þessum málum. Það er niðurlægjandi fyrir móður að vera sett á bekk með ómyndugum börnum, þó að mér líði vel að öðru ieyti. Oviss kona. Kœra „óviss kona“. Eiginkonan hefur lagalegan rétt til að vita um tekjur manns síns. En það hlýtur að vera einhver ástœða fyrir þessari framkomu manns yðar. Við vitum, að lang- flestir karlmenn hafa þessa afstöðu til peningamála. Þó þarf það ekki að vera, að þeir vanmeti eða van- treysti dómgreind eiginkvenna sinna á þessu sviði, heldur miklu frekar það, að djúpt í eðli hvers einstaks karlmanns er þessi rót- gróni vilji til að hafa peningavöld- in. Þér œttuð að geta komizt að því, hvað maðurinn hefur í tekjur, og ef hann hefur efni á að bera svona mikið í heimilið, því þá elcki að lofa honum að liafa þá ánægju ? Verra er, ef svo reynist, að hann raunverulega lifi um efni fram. Þá er hætta á ferðum. Margar konur, sem hafa ekki kynnt sér fjárhagsástœður lieimilisins, hafa vaknað við vondan draum, þegar eiginmaðurinn hefur orðið gjald- þrota, og kona eins sagði: Eg vissi ekkert, aðeins naut lífsins og var hamingjusöm að eiga heimsins bezta eiginmann. Ef ég bara hefði reynt að kynna mér hlutina og getað hjálpað til að koma í veg fyrir, að þessi ósköp dyndu yfir okkur. Það er því bezt fyrir álla aðila að hafa hreinar línur í þessum efn- um og vita, hvar maður stendur. Reynið að leita yður upplýsinga viðvíkjandi þessu, en þó án þess að láta manninn yðar verða varan við það. Konan þarf helzt að vita vissu sína, svo lætur hún hjartað um það, hvernig hún notar sér hana á sem Hmgkvœmastan og beztan hátt. Með beztu óskum. Aldís. J^aúdiz búdinijaZ Ljúffengur eftirmatur OG'1^ G*> o\\°' etV ^ pO' Ajrt\ v r & ■ TRAUST MERKI Heildsölubirgðir Eggert Kristjónsson & Co h.f. Sími 1 14 00 HOLLAND 34 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.