Vikan


Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 2
Aðalútsala Verzlun V. Long Haínaríirði Reykjavík Fólkinn hf. Framleiðandi Litla vinnustofan Haínarfirði l l % % % % 1 I % 1 t I Hergöngulög og stríðspolkar Hafmeyjarmál HVAÐ ER MENNTUN? Ágæta Vika. Mig langar til þess að fara í Verzlunarskól- ann eða Samvinnuskólann? Hvor skólinn álítur ])ú að gefi Ijelri menntun? Eða lieldur ])ú, að maður verði menntaðri að fara á tilsvarandi skóla erlendis? Óli B. Við viljum alls ekki dæma um það Óli minn góður, hvor skólinn veiti betri mennt- un. En okkur grunar, að það sé með þig eins og marga aðra, að þú ruglir saman lærdómi og menntun. Þú ætlar scnnilega að afla þér þekkingar og lærdóms á verzlunarmálum og störfum verzlunarmanna, en þótt þú færir í alla beztu skóla heimsins og lykir þaðan há- um prófum, væri ekki endilega víst, að þú menntaðist. Til eru hámenntaðir menn, sem hafa sáralitla sem enga skólagöngu að baki og langskólamenn, sem hegða sér eins og dónar. Hvað er þá menntun? Halldór Kiljan Laxness hefur skilgreint þetta allvel í nokkr- um orðum um ömmu sína: „Ég hef mörgum kynnzt sem kapp hafa lagt á bókvísi, en þeir hafa oftast verið nokkuð mannúðarlitlir í hugsjónum og nokkuð ofstopafullir innra með sér, en snauðir að þeirri menningu hjartans seni hún amma mín var gædd og lýsti sér í gamansemi, elju, afskiptaleysi af trúmálum, jafnaðargeði í sorgum, kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferðamenn, óbeit á leikaraskap, góðsemi við skepnur". Menningu hjartans kallar hann það, og ef til vill er það bezta menntunin. Annars var ]>etta útúrdúr og ekki nákvæmt svar við bréfi þinu, en því viðkomandi viljum við aðeins taka fram, að skólar í verzlunarfræð- um eru aðeins tveir og vafalaust báðir ágætir. TVÆIt MEÐ FÆTURNA UPP Á BORÐI ... Vestmannaeyjum þ. 30-12-1959. Kæri póstur. Við sitjum hérna, tvær skvísur, með fæturna uppi á borði og eymdarsvip á andlitinu. Svo er mál með vexti, að okkur skortir nógu sterk orð — til að finna að útvarpsþætti þeim, sem nefndur er „Lög unga fólksins". En nú er málinu þann veg komið, að við viljum snúa nafni þáttarins algerlega við eftir efni |jví, sem hann flytur, en það virðist aðalstarfsemi hans að leika hergöngulög og stríðspolka — ásamt dúettum úr óperum. Okkur finnst satt að segja ekki svo mikið gert fyrir okkur, „unga fólkið“ nú á dögum, að það sé í sjálfu sér hlægilegt af Útvarpinu að vera að eyða plötuspilurum, rafmagni og nálum í þann óþarfa, sem þessi þáttur er, sem á að nafninu til að vera fyrir „unga fólkið“, en ætti þá, eftir innihaldi hans að dæma, að vera komið i kör. Við viljum hiðja ykkur að koma þcssu á fram- færi, svo hlutaðeigendur geti leiðrétt það sem fyrst. Við viljum taka það skýrt fram, að í þætti fyrir unga fólkið eigi eingöngu að leika lög fyrir unga l'ólkið — það eru þau lög, sem það V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.