Vikan


Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 04.02.1960, Blaðsíða 12
MEPKI 9 AÐ var gaman aB hitta Walker aftur, þótt f J við höfum aldrei verið nánir vinir. Við 1r höfðum ekki sézt í nokkur ár — ekki síðan hann var skipaður fulltrúi í brezka sendiráðinu i Estakíu. Leiðir okkar — eins og flestra — lágu saman á Piccadilly Circus. -— Walker! varð mér að orði. Hvað rekur þig hingað? — Ég er i eins konar sumarleyfi, svaraði hann, er við höfðum tekizt í hendur. Hvíld frá störfum í hálfan fimmta mánuð. Við röbbuðum saman um daginn og veginn nokkra stund, og ég virti hann fyrir mér. Við vorum mjög jafnaldra, ekki ólíkir á velli og margt annað svipað með okkur, báðir í þjónustu ríkis- stjórnarinnar, báðir komnir álíka langt upp í metorðabrekkuna. Að vísu mátti kalla, að ég hefði komizt sem svaraði sjónarmun fram úr hon- um, en það var eflaust fyrir heppni fremur en verðleika. — Og hvernig líður þér? spurði hann. Ég sá nafn þitt á heiðurmerkjalistanum. Ég óska þér til hamingju. — Þakka þér fyrir, svaraði ég. Jú, ég var dubbaður til riddara brezka heimsveldisins, — vit- anlega samkvæmt starfsaldrinum eingöngu ... Heldur þú svo aftur til Estakíu? —Jú, það geri ég, svaraði hann. Og það brá fyrir stolti og hrifningu i rödd hans og svip, sem ekki mundi hafa borið mikið á hjá mér af sama tilefni. Og það er ekki eins og ég snúi allslaus heim í þetta skiptið, bætti hann við og undirbjó því næst fréttina með stuttri, en hátíðlegri þögn. — Centurion . . . Merki níu . . . Enn varð mér áð virða hann fyrir mér með nokkurri forvitni. Þekking mín á bílum var að vísu takmörkuð, en þó vissi ég nógu mikið til þess, að ég skipaði Centurion í öndvegi, — við hlið Rolis-Roýce og Bentley. Hins vegar fór ég nærri um laun Walkers sem sendiráðsfulltrúa. Það var ótrúlegt, að hann skyldi hafa efni á að kaupa svo dýran bíl. — Centurion hlýtur að vera ákaflega dýr, svar- aði ég. — Fimm þúsund sterlingspund og það meira að segja að söluskatti frádregnum. Hann leit á mig, og eftirvæntingin og tilhlökkunin, sem lýsti sér í svip þessa fertuga, holdskarpa manns, hefði kannski mátt kallast eðlileg. ef hann hefði verið rúmlega tuttúgu árum yngri — Mér tæmdist dálítill arfur, öldungis að óvörum. Við Jóhaflna höfum ekki ... ekki eignazt börn, og svo kom okkur saman um að verja fénu til kaupa á bíl. Ég hef haft ágirnd á Centurion að minnsta kosti í áratug ... Enda þótt mér kæmi þetta að sjálfsögðu ekkert við, gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að þetta væri r^ðleysi og fjársóun. — Já, en þetta er mikill peningur engu að síð- ur, mælti ég í viðvörunartón. — Heldurðu, að bíllinn sé þess virði í raun og veru? — Þú segir mér álit þitt, þegar þú ert búinn að skoða hann. svaraði Walker. Ég pantaði hann fyrir ári, og einmitt í dag á ég að veita honum viðtöku, — daginn, sem leyfi mitt hefst. Ég er á ieiðinni til þeirra. Þú ættir að koma með mér. Ég tók ekki boði hans umsvifalaust. Ég gat ekki enn varizt þeirri hugsun, að það væt-i ekki sem bezt viðeigandi, að maður. sem hafði ekki náð meiri frama í utanríkisþjónustunni, skyldi leyla sér að kaupa svo dýran og mikils metinn b'l. Og þar sem ég var sjálfur starfsnaður í ut- anriidsmálaráðuneytinu, gat það ef til vill orðið mér vafasamur ávinningur, aö ég blandaði mér i þetta. Ef ég slægist í för með honum, mátti segja sem svo, að ég hefði þar með lagt biessun mína yfir þetta tiltæki hans. En svo þóttist ég sjá það í hendi mér, að eiginlega bæri mér skylda til að hafa gát á starfsmanni i utanrikisþjónust- unni, sem hagaði sér svo undarlega, og varð því úr. að ég tók boði hans með ánægju. — Þessir bílar eru að heita rná handsmíðaðir, tók hann til máis, er við lögðum af stað Þess vegna eru þeir svona dýrir. Gg það hafa menn sagt mér, að það sé ævintýri líkast að aka slíkum bíl, svona ámóta munur og að setjast á bak veð- hiaupagæðingi, eftir að hafa lötrað langa leið á syfjuðum asna. Hann gekk svo hratt, að ég varð að hafa mig allan við til að dragast ekki aítur úr, og það var ekki laust við, að fólk á gangstéttinni væri farið að veita okkur athygli, Ég hnippti því í hann, svo að lítið bar á, og bað hann að stilla ákeíð sinni í hóf, — hann væri búinn að bíða í ár, og þá gerðu nokkrar mínútur ekki svo mik- inn mun. Hann kinkaði kolli. — Eiginlega fulla fjórtán mánuði, sagði -hann. Þeir fara sér ekki óðslega að neinu, þarna hjá Centurion Fyrst velur maður þann yfirbyggingarstíl, se.n manni lízt bezt á, því næst innbúnað allan, lögun sætanna litasamsetn- inguna, — segir til um, hvort maður vill hafa innbyggt viðtæki, miðstöð, loftkælitæki, ferða- töskur, sem falla í farangurshólLð, innbyggðan kokkteilskáp og annað þess háttar. Og svo, þegar maður hefur valið um og genglð nákvæmlega frá öllu, þannig að bíllinn verði að öilu leyti eins og rnaður kýs helzt, — þá verður maður að taka Hfinu með ró og bíða, þangað til að manni kemur í röðinni. — Þeir eru vist mjög eftirsóttir, þessir .. . þess- ir dýrgrjpir . . Enn kinkaði Walker kolli Það varð mér oinrnitt til heppni, að ég dvelst þarna í Estakíu. Fyrir bragðið er mi.m bíll flokkaður undir út- flutningsákvæði. Annars hefði ég orðið að bíða mun lengur en fjórtán mánuði. 1 þeim svifum kom mér aftur i hug smáatriði i frásögn hans, sem vakið hafði forvitni mína í svip -— Þú minntist á „merki níu“, ef ég man það rétt. Er þá um níu eða jafnvel fleiri gerðlr að velja?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.