Vikan


Vikan - 04.02.1960, Side 11

Vikan - 04.02.1960, Side 11
ILLA VIÐ ÁMINNINGAR ustu grein þessa þáttar birtum viö bréf frá ungri móöur, þar sem húri lýsir þessari nauðsyn með sterkum orðum og heitir á aðrar ungar mæð- ur að taka upp nýja og giftudrýgri stefnu í uppeldi barna. Utigangur fjölmargra bæjarbarna hamlar andlegum og siðferðilegum þroska þeirra og leiðir þau á glap- stigu, en átakanlegast er þó, að úti- gangsbarnið er í stöðugri hættu fyr- ir umferðarslysum, sem geta valdið því dauða, æviíangri örkumlun eða andlegri fötlun. Það er furðulega hljótt um barna- slysin. Blöðin birta hlutlausa smá- frétt, svo gleyma því allir nema foreldrar hins látna eða örkumla barns. Ef jafntíð slys yrðu t. d. á verkamönnum við starf, mundu birtast langar greinar um ófullnægj- andi öryggi, enda eru slys á verka- mönnum bótaskyld. Þögnin um barnaslysin stafar eðlilega af hlífð við syrgjandi foreldra, þvi að eng- inn vill ýfa upp liarma þeirra með opinberum umræðum um einstök slys. Sú hlífni má þó ekki hindra okkur að taka slysahættu á börnum til alvarlegrar atlmgunar og að skipuleggja viðeigandi varúðarráð- stafanir. AUKIN GÆZLA, HEIMA OG ÚTI. Við þurfum ekki að velkjast i vafa um úrræðin. Aukin gæzla ungra barna, bæði heima og úti við, er öruggasta vörnin gegn slysahætt- unni. Slíkt gæzlustarf hvílir fyrst og fremst á foreldrunum, einkum móð- urinni, og liún verður að láta það ganga fyrir ýmsu öðru. Meðan barnið er ungt, þarf annaðhvort foreldranna að hafa auga með leikj- um þess og ferðum. Sumar mæður eru svo uppnæmar fyrir hávaða, að jjær ýta börnunum út til þess að losna við hávaða af leikjum þeirra. Þetta er hið mesta óráð. Hverri heilbigði móður veitist auð- velt að þjálfa sig í að fylgjast af áhuga með leikjum barna sinna, og þá truflar hávaðinn hana ekki leng- ur. Barnið þarf lika að eiga öruggt leiksvæði úti, þar sem það má dunda og ærslast með vinum sínum. Það er mikilvægt uppeldisatriði að venja barnið á að leika sér nokluirn tíma daglega á þessum ákveðna stað. Auk þess þarf móðirin að gefa sér tóm til að ganga úti með barninu; þá getur hún sýnt þvi og skýrt fyrir því margt, sem augu ber. Þannig veitir hún vaknandi skilningi og fróðleiksþrá barnsins næringu, en varðveitir um leið likamshreysti sjálfrar sín og æskuþokka. Margar mæður nota börnin ung til sendiferða. Þá þarf að kenna barninu að varast þær hættur, sem á leið þess kunna að verða. Hins vegar eru svo öryggisráð- stafanir samfélagsins. Fjölga þarf Framhald á bls. 33. trúnaði Kerling ein, kjaftfor með afbrigð- um, lá fárveik og sendi eftir prestin- um til þess að þjónusta sig. Þegar klerkur kom, var kerling hin skraf- hreifnasta, og kjaftaði á henni hver tuska. Prestur hafði orð á því við kerl- ingu, að hún væri svo hress, að óþarfi væri að þjónusta hana, en hún vildi ekki heyra slikt og heimtaði þjónust- una. Prestur lét undan og brýndi það mjög fyrir kerlingu, að hún yrði að iðrast, játa fyrir sér syndir sínar, bæta ráð sitt, og þusaði yfir henni ávítur fyrir breyzkleika hennar í lífinu. Kerling varð heldur úrill við þessar ántinningar og svaraði með nokkurri þykkju: — Ef þér ætlið aðeins að vera með skæting og skamma mig, þá er yður skammarnær að fara og það strax. En það ætla ég að láta yður vita, að ég skal kjafta þessu öllu í hann Pétur, þegar ég er dauð. ❖ LÍKLEGA YAR BJARNI ÞRIÐJI. . . Fyrir alllöngu, í tíð Bjarna Bjarnasonar skólastjóra, var gengið til atkvæða meðal nemenda á Laugarvatni unt það, hver vera ntundi mesti ntaður heims, lífs eða liðinn. Atkvæði féllu þannig, að Jónas Jónsson frá Hriflu hlaut einu atkvæði fleira en Jesús Kristur frá Nazaret. 0 SÉÐ MEÐ SAUÐARAUGUM. Þegar séra Jón Skagan, sent nú er þjóðskrárritari, var prestur á Bergþórshvoli og fór húsvitjunarferðir, gisti hann jafnan hjá vini sínum, Guðlaugi bónda í Norðurhjáleigu. Einu sinni sent oftar var prestur að húast af stað frá Norðurhjáleigu, eftir að hann hafði gist þar. Þá segir Guðlaugur við hann: — Eg ætla að sýna þér löntbin mín, Jón minn, áður en þú ferð. Eg veit, að þú hefur gaman af að sjá þau, því að þú ltefur afbragðs sauðaraugu. ❖ LAUNDRJÚGUR ATKVÆÐASMALI. Jón gamli hafði lengi verið atkvæðasmali eins stjórnmálaflokksins. Hann var allmikið upp með sér og leit á sig sem einn af aðalforystumönnum þjóð- arinnar, enda hafði hann oft verið notaður sem hjálparkjaftur á þingmála- fundum og átti sæti sem nokkurs konar gervi-meðlimur í fulltrúaráði flokks- ins. Einu sinni kom hann kjagandi með bók undir handlegg og mætti kunn- in^ja sínum. Hvaða doðrant ertu með? spyr kunninginn. O, ég er nú með I>ingvelli, bókina hans Matthíasar, svarar Jón gamli laundrjúgur. Þar er mikill fróðleikur um staðinn, sem að haldi getur komið, svo að ég er að hugsa um að láta leggja liana í kistuna lijá mér, þegar ég lirekk upp af, ef ske kynni, að mér yrði holað niður í Þingvallagrafreitinn. ♦ EINFALT EÐA TVÖFALT. Nemandi einn í Menntaskólanum í Reykjavík hafði skrifað hvatskeytta grein í Skólablaðið og deilt þar á menn og málefni, er skólann vörðuðu. Pálnia Hannessvni rektor þótti greinin ómaldeg og kallaði drenginn fyrir sig til að vanda um við hann. Sagði liann, að meðal annars bæri liann sér á brýn tvöfeldni í grein þessari. En dreng- urinn svaraði: — Nei, þvert á móti, rektor!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.