Vikan


Vikan - 02.06.1960, Qupperneq 13

Vikan - 02.06.1960, Qupperneq 13
CHARLES ATLAS 67 ára og enn í fullu fjöri Charles Atlas 67 ára og enn í fullu fjöri. marki, svo að hliðstæðra dasrna varð aðeins leita> meðal frægustu kvikmyndaleikara. Eftirfarandi „mál“ veita nokkra hugmynd um alhliða þroska hans og óvenju-samræmdan líkams- vöxt, hegar hann var upp á sitt bezta: Háls — 43 sm, upphandleggur — 43 sm, framhandleggur —- 37 sm, barmur óþaninn — 119 sm, barmur þaninn - 137 sm, mitti -— 81 sm, læri — 59 sm, kálfi — 41 sm, hæð — 178 sm, þyngd — 90 kg. Enda þótt hann hefði ekki hin tröllauknu ,,mál“ Herkúlesar, var hann viðurkenndur og dáður sem íturvaxnasti karl- maður í heimi, áriö 1921, og réðu hin samræmdu vaxtarhlutföll hans þar mestu um. Þá hlaut hann og verðlaun sem íturvaxnasti karlmaóur Ameriku ár- ið 1922. E'ftir að hann hafði náð þessum árangri, sem opnaði honum leið til sívaxandi fjáröflunar, hafði allur almenningur minni kynni af honum sem ein- staklingi, en hins vegar varð nafn hans smám saman allt að þvi hugtak yfir líkamsfegurð. afl og hreysti meðal enskumælandi þjóða. KOM SKEMMTILEGA Á ÓVART. Eg hef löngum dáðst að líkamsbyggingu þessa manns. Iturvöxtur hans hreif mig mun meira en tirikalegur skrokkur og þrútnir vöðvar annarra nafn- kunnra kraftajötna. Samt sem áður hlýt ég að játa, að ég bjóst við að komast að raun um, að hann væri nú aðeins svipur hjá sjón að líkamsburðum og glæsileik hjð þvi, sem var. Manni getur orðði að spyrja, hvers megi vænta af rúmlega sextugum manni á því sviði — án tililts til þess, hvaða starfa hann hefur haft um ævina. En ég verð að viðurkenna, að hinn forni garpur, Atlas, er i rauninni stórum glæsi- legri nú en jafnvel þær Ijósmyndir leiða í ljós, sem grein minni fylgja. Hann er karlmannlegur með af- brigðum. Ekki vottar fyrir hrukkum í andliti hans, hárið er hvergi farið að þynnast., augun skær, tenn- Enginn randi fyrir hann, að standa á höndNm 67 ára gamall. urnar hvitgljáandi eins og í ungum manni. Röddin er djúp og karlmannleg, og hann talar af sliku fjöri og ákefð, að manni gleymist samstundis, að þetta er maður kominn á efri ár. Hann tók það þegar fram, að fjör sitt, lifsgleði og þróttur væri engu minna nú en fyrir þrjátíu árum, — lýsti blátt áfram yfir því, að hann fyndi það alls ekki, að hann væri hótinu eldri en þá, og ég er sannfærður um, að honum var þetta alvara. Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir, að lesendum leiki forvitni á því — eins og mér, — hvort hann sé eins iturvaxinn og hann var og hvort vöðvabygging hans hafi látið á sjá. Um það er sannast að segja, að þess gætir vart. Vöðvalagið á fótleggjum hans hefur haidizt óbreytt, en hálsinn hefur örlltið grennzt. Um- mál barmsins reyndist vera 117 sm og upphandleggs- ins 41 sm. Hann er nú 86 sm I mittið. Hæðin og þyngdin hafa ekkert breytzt. Þetta verður varla kölluð míkil afturför á fullum þremur áratugum — eða hvað? Charles Atlas er enn sem fyrr aðdáunarverð ímynd karlmennsku og hreysti. Hálsinn er beinn og hrukku- Framhald á bls. 32. aðalsmenn kaffið Við erum á leið upp Vatnsstíginn, þegar við verðum fyrir því óhappi, að það fer að hellirigna, og þar sem við erum alls ekki sammála spakmælinu „enginn er verri þó hann vökni“, hröðum við okkur í fyrsta skjól, sem fyrir okkur verður. „Rydens-kaffi“ stendur þarna skrifað á einu húsinu, og þar knýjum við dyra — eða réttara sagt stormum inn og vonumst jafnvel eftir að fá lieitan kaffisopa okkur til liressingar. En okkur bregður í brún, því þarna inni er hvorki á boðstólum heitt kaffi né neinar veilingar, cn aftur á móti sjáum við heila stafla af kaffibaunum og öðrum óunnum kaffivörum. — Við erum frá Vikunni. — Nú, já. — Hvaða vél er þetta, sem þið eruð að vinna við? — Þetta er kaffibrennsluof«. — Hver á þetta fyrirtæki hér»*? — Hann heitir Carl Ryden. — Er liann við núna? — Nei, hann skrapp eitthvað frá. — Þið eruð kannski synir hans? — Nei, ekki erum við það — e« við eruai bræður. — Með leyli að spyrja, hvað heitið þið? — Örn og Falk Kinsky. :— Nú, ekki islenzkir? — Við erum austurrískir í föðurætt, en eij- um islenzka móður. — Eru foreldrar ykkar búsettir hér á íslandi? — Faðir okkar var hér löngu fyrir stríð og lærði norrænu við háskólann hér, en er núna búsettur í Múnchen. Hann er mjög góður is- lenzkumaður og talar málið jafnvel betur held- ur en margur íslendingur. Hann hefur m. a. þýtl mörg af kvæðum Einars Benediktssonar á erlend mál. Annars er hann læknir og þar að auki doktor i heimspeki, sálarfræði og lögfræði. — Austurriskir, já. Það rennur ef til vill að- nlsblóð í æðuin ykkar? — Við erum vist komnir af elztu aðalsætt i Evrópu — en við gefum nú ekki rnikið fyrir svoleiðis. Þeir bræður höfðu sýnt okkur. hinar marg- víslegu vélar og áhöld, sem notuð eru við kaffi- vinnsluna — kvörn, sem kaffið er malað i, kaffibætisvél, pökkunarvél o. fl., þegar sjálfur eigandinn birtisl í dyrunum — og við snúum máli okkar til hans. Fmmhald á bte. SS. Efri myndin: Carl Ryden. Neðri myndin: Bræðurnir auaturrískn, og Falk Kinsky. V I Iv A N

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.