Vikan - 03.11.1960, Page 3
# Haustið á lika sina fegurð
£ Vandamáí ungrar stúlku
+ Sjálflýsandi brýr
# Ofbeldi á útlendingum
# Greifinn á dagskrá
Kæra Vika.
Mig langar til þess að koma því á framfæri,
hve ánægður ég var að lesa viðtalið við greif-
ann. Svona „orginalar“ eru svo fáhittir nú til
dags og þeir mega ekki faila i gleymsku og dá.
Ég mæii mcð því að hann fái skáldastyrk.
Þorvaldur B.
Póstur.
Hvernig er með þennan greifa? Er hann al-
veg snargeggjaður eða voruð þið að reyna að
gera vitleysing úr honum. Ég trúi varla að
svona maður sé til.
Ein úr Þingholtunum.
Kæra Vika.
Aldrei hafði ég heyrt að þessi blessaður
greifi væri til, en mér fannst nú gaman að lesa
um hann samt. Eg gæti imyndað mér, að hann
væri annaðhvort geðveikur eða séni, nema
hvorttveggja væri.
Á.B.J. Akranesi.
HAUSTPOSTULAR ÚTVARPSINS HVER
ÖÐRUM LEIÐIN LEGRI.
Kæra Vika.
í haust komu þeir enn einu sinni i útvarpið,
hver af öðrum og hver öðrum leiðinlegri, þess-
ir postular, sem fárast yfir þvi að nú skuli
vera komið haust, að nú skuli blessað sumarið
vera liðið og grösin sölna og blómin deyja —
og fara svo að tala um mannlífið í vælutón og
reyna að vera háfleygir, en andtartaki siðar
eru þeir svo komnir út i réttarveggsvasapela-
fjallkóngafylleríisrómantík og bernskustöðva-
hallelújáhimnesku, en enda siðan annaðhvort
á sláturgerð eða bókagerð. Rétt eins og haustið
sé eitthvert óvænt og sjaldgæft fyrirbæri, eða
að búa þurfi fólk sérstaklega undir það, að nú
hafi þessir heimspekingar fundið það út af
vizku sinni, að á eftir hausti komi vetur og að
allt það, sem lífs er, hljóti einhverntíma að
deyja. Við erum, sem betur fer flest vaxin upp
úr þeim væluskap; þessir haustsölnunargrát-
kallar eru eftirlegukindur, sem ekki gera i
blóð sitt ...
Virðingarfyllst.
Fjallkóngssonur.
Jú, — þeir gera í blóð sitt, sumir hverjir að
minnsta kosti, og þao getur verið gaman að
hlusta á þá við og við, en maður verður bara
að hafa eitthvert hugboð um hugsanagang
þeirra. Þetta eru oftastnær borgarbúar, en
fæddir og uppaldir í sveit, höfðu óskaplega
mikið gaman af að vera í réttunum sem strák-
ar; skreppa svo heim að sínum réttum á
haustin í þeirri von að þeir hafi enn gaman
af að sjá hunda rífast og hrúta stangast, finna
svo að þeir eru orðnir of gamlir til þess —
og þá grípur rómantíkin þá. Sem þróunar-
fyrirbæri í fslenzku þjóðlffi eru þetta að mín-
um dómi skemmtilegustu menn.
SPAUGAR EKKI VIÐ, ÞEGAR ÁSTIN ...
Kæra Vika.
Þú mátt bókstaflega til að hjálpa mér. Ég
er búin að vera nokkuð lengi með þrem strák-
um til skiptis, en mér finnst ég eiginlega ekki
elska neinn þeir'ra neitt agalega mikið og svo
kemst ég oft í hálfgerð vandræði, því að þcir
eru svo sjalló hver við annan eins og strákar
eru, og haga sér þá eins og bjánar. Og nú cr
ég að hugsa um livort ég eigi að taka bara einn
þeirra, eða hætta við þá alla og leita mér að
strák, sem ég get þolað, því að þetta getur ekki
gengið til lengdar. En ég er hrædd um að ég
verði strax ieið á að vera bara með cinuin
strák. Hvað á ég að gera? Þú verður að lijálpa
mér.
Ein sautján ára.
Hvernig væri að kasta krónu um þá þrjá ...
ef krónan kemur upp, ef skjaldarmerkið
kemur upp, og ef húr. stendur á rönd__
SJÁLFLÝSANDI BRÝR OG BRÚARSTÖPLAIÍ.
Kæri póstur.
Ekki alls fyrir löngu las ég um það í „Tækni
fyrir alla“, að þeir í Bandaríkjunum væru farn-
ir að gera brýr, brúarhandrið og stöpla sjálf-
lýsandi með þar til gerðri málningu. Hvernig
væri að reyna það hér á landi? Það eru alltaf
að verða bílslys og oft alvarleg, vegna þess að
ekið er á brúarhandrið eða stöpla. Og mér
dettur líka í hug að kannski mætti mála brún-
irnar á steinsteypuhellunum yfir vegaræsun-
um með sjálflýsandi málningu, svo að bilstjór-
arnir sæu að þau eru mjórri en sjálfur veg-
urinn. Ef það væri hægt, gæti það oft komið
í veg fyrir bílslys.
Virðingarfyllst.
Bílstjóri.
Þess ber að vænta að vegamálastjóri hafi
þegar kynnt sér þessa nýjung og hafi tekið
hana til athugunar. Bréfi þessu er samt sem
áður komið hér á framfæri. Það getur ekki
sakað.
AÐ VERÐA SÉR TIL SKAMMAR
FYRIR OFRAUSN.
Kæra Vika.
Fram hjá því verður ekki gengið, að við verð-
um okkur hvað eftir annað til skammar fyrir
ofrausn, þegar liingað koma erlendir gestir op-
inberra erinda, eða þegar islenzkir nefnda-
menn fara utan á ráðstefnur, en hvorttveggja
er orðið alloft. Við vitum að gestir reyna yfir-
leitt að þegja um það sem miður fer í sambandi
við móttökur, að minnsta kosti hreyfa þeir því
ekki nema það gangi alveg fram af þeim — og
það gera okkar gestir nú, hver á eftir öðrum
i erlendum blöðum. Skömmu eftir að þessar
fréttir birtast eru íslenzkir sendimenn svo
kannski komnir til þessara landa til að biðja
um lán, með öðrum orðum að fara fram á að
gestirnir greiði bcinann, sem þeir nutu, og vel
það. Er ekki tími til þess kominn að kjósa sér-
staka sparnaðarnefnd til að hafa eftirlit með
opinberum móttökum? Tækist henni að draga
nokkuð úr kostnaðinum, mundi hún ekki verða
lengi að vinna fyrir mat sínum.
Með beztu kvcðjum.
Jóh. Þorstcinsson.
Allt er þetta víst satt og rétt um ofrausnina,
en ekki er ég bréfritara sammáia um nefnd-
arskipunina. Sennilega yrði það fyrsta verk
slíkrar nefndar að fara sjálf utan til að
kynna sér „hvernig þessu er hagað erlendis“
og svo framvegis, og eftir nokkra mánuði
yrði ferðakostnaðurinn orðinn svo hár, að
ekki yrði hjá því komist að skipa eftirlits-
nefnd með störfum nefndarinnar. Sú nefnd
yrði svo lika að fara utan til að athuga málið
— og sagan endurtæki sig. Nei, við verðum
þess í stað að krefjast þess af því opinbera,
að það sjái sóma sinn á að fara þarna hinn
gullna meðalveg, búa vel að erlendum gest-
um, en forðast allt óhóf og hégómaskap.
ÞAR SEM ÆSKAN VAKIR UM NÆTUR ...
Kæra Vika.
Beztu þakkir fyrir allt gott. Nú langar mig
til að biðja þig að taka nokkrar ómerkilegar
línur til birtingar. Það gengur nefnilega alvcg
framaf mér hvcrnig unga fólkið hagar sér, og
var ég þó einu sinni ung. Sérstaklega eru það
vökurnar sem það leggur á sig; það er á ferli
alla nóttina, ýmist í bilum eða röltandi, fram
á morgun. Margt af þessu unga fólki er þó
annaðhvort í skólum eða fastri vinnu, því að
það er algerlega ómaklegt að saka unga fólkið
urn að það'vilji ekki vinna. En maður getur
bara fariö í sjálfs sín barm með það, hver áhrif
þessar sífelldu vökur hljóta að hafa á heilsu-
far þess, andlegt og líkamlegt, og þá eins á af-
köst þess við nám og störf. Það mætti segja
mér, að mikið af óreglu unga fólksins og því,
sem helzt fer miður í fari þess, væri einmitt
að kenna svefnleysi og ofþreytu, því að svefn-
laus maður og þreyttur þarf alltaf að hafa
eitthvað sér til liressingar og er um leið veikari
fyrir á allan hátt. Er ekki liægt að bæta úr
þessu og fá unga fólkið til að sofa og hvíla sig
eins og heilsa þess krefst?
Með beztu lcveðjum.
Kona.
Það verður víst hægara sagt en gert eins
og tíðarandinn er. Eflaust er þó mikið satt
í þessu. Unga borgarkynslóðin er þreytt og
vansvefta og því veikari fyrir. En — hvenær
fer fullorðna fólkið að sofa? Standa ekki
partí og geim í fjölda húsa fram eftir öllum
nótturn? Það skyldi þó aldrei vera að það
hefði þarna forystuna? Ætli borgarbragur-
inn breyttist ekki til nokkurs batnaðar ef
það færi yfirleitt fyrr að sofa á kvöldin og
skapaði ungu kynslóðinni þar með gott eftir-
dæmi ...
Réttarveggsvasapelafjallkóngafylleríisrómantík
VIKANf 3