Vikan


Vikan - 03.11.1960, Page 6

Vikan - 03.11.1960, Page 6
Islendingar á útlendri grund VIÐ SÖKNUM KVÖL Heirasókn tií'íslenzkra hjóna Ingibjargar Magnúsdóttur og Hermanns Þorsteinssonar,] í landi. Þetta er alveg rótgróiö hjá Dönum og kemur af sjálfu sér. Það kemur fyrir að krakkar hér á götunni ávarpa okkur, en þau gleyma aldrei að þéra. — Það er nú miklu auðveldara að Þéra á dönsku en islenzku. Það eru ekki þessar blessaðar beygingar, sem þvælast fyrir mörgum. — Rétt er það og svo eru Danir langþjálfaðir I þéringum, en á Islandi var það nálega almennur siður að þúast, þótt ókunnugir hittust, nema kannski ef presturinn eða sýslumað- urinn áttu í hlut. Mér finnst Danir stundum full fágaðir, en ég ímynda mér að hið mikla þéttbýli hér eigi sinn þátt i því. Svíar nota þéringar mikið og þó er mun erfiðara að þéra á sænsku. Þar krefjast þéringar oft, að titill sé nefndur í ávarpinu, til dæmis: Má bjóða skólastjóranum meira kaffi? —- Finnst þér þú hafa lært mikið af dönskum starfsbræðrum þínum í við- skiptalífinu? — Það finnst mér vissulega. Maður tekur fyrst og fremst eftir því, hversu stundvísi er fólki í blóð borin. Það þekkist varla annnð en að allir mæti stundvíslega. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því, af hverju þetta hafi skapazt og þá kemst maður ekki hjá því að þakka samgöngutækjun- um eitthvað af því. öll farartæki eru stundvís upp á mínútu. Svo byrjar öll starfsemi fyrr á morgnana hér en heima. E'f maður fer á fætur kl. sjö og á að vera mættur til vinnu kl. hálfníu niðri í bæ, þá getum við verið viss um, að mjólkin, brauðið og dagblöðin eru þegar komin heim á tröppur hjá manni. Nú, þú spurðir um það, hvað ég hefði lært af dönskum starfsbræðr- um. Danskir skrifstofumenn vinna mjög vel og mæta á réttum tíma eins og ég sagðL En þeir eru engu að síður stundvisir úr vinnu, þegar tim- inn er kominn og það er álitið sjálf- sagt og eðlilegt. Margir eiga mjög langt heim og það getur orsakað heil- mikla bið á brautarstöðvum, ef þeir komast ekki af vinnustað á réttum tíma. Svo er annað: Umtöluðum hlut er yfirleitt hægt að treysta i við- skiptalífinu, og mér hefur fundizt það vera lærdómsríkt. — Fær ungt fólk tækifæri hér eins og heima? — Nei, það er ekki svipað. Tökum til dæmis starfsmann við opinbert fyrirtæki, — það eru líkur til þess að hann þurfi oft að bíða mjög lengi eftir því að röðin komi að honum með einhvern frama. Hér er krafizt mikilíar undirbúningsmenntunar al- mennt af verzlunar- og skrifstofu- fólki, — meiri en við höfum efni á. Nú er atvinna nægileg hér í landi og los hefur verið mikið á vinnumark- aðinum og ólögleg verkföll hafa verið tíð að undanförnu. Gert er ráð fyrir kröfum um mjög hækkuð laun og styttan vinnutíma við næstu allsheri- arsamninga launþega. 1 sambandi við Dani og Danmörku kemst maður ekki hjá þvi að taka eft- ir hve allt er byggt á gömlum merg og frágangur allur i góðu lagi. Það er ekki sízt lærdómsrikt fyrir Reyk- víkinga að sjá alla hluti fullgerða. Niðurníðsla á mannvirkjum er næst- Hermann Þorsteinsson er eins kon- ar sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann hefur að visu ekki aðsetur í sendiráði og þaðan af síður diplómata- passa upp á vasann, en íslendingar koma til hans 1 hnpum, bæði á skrif- stofuna á Islandsbryggjunni og heim til þeirra hjóna og hann veitir þeim haldgóða fyrirgreiðsiu. Hermann er forstóðumaður skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Kaup- mannahöfn. Hann hefur aðsetur í húsi norræna samvinnusambandsins og meginverkefni hans er sala á ís- lenzkum sjávarafurðum og landbún- aðarvörum i Danmörku ásamt fyrir- greiðslu við Sambandsskipin. En talsverður hluti af starfsdegi Hermanns ier í það að greiða götu náungans. Það koma menn að hei.nan og vnja fá sér atvinnu í Höfn, aðra vanhagar um hótel eða einhverja íyrirgreiðslu. Þegar leitað er til Her- manns, er hann boðinn og búinn til hjálpar og fyiir þær sakir verður vinnudagur hans stundum langur. Við liturn inn hjá honum á íslands- bryggjunni, einn sólheitan dag í sum- ar og það talaðist svo til, að við kæm- um heim til hans og hefðum af því meir en afspurn, hvernig Islendingar á útlendri grund höguðu búskapnum. Við fórum með hraðlestinni eitt laugardagskvöld og Hermann kom á móti okkur á stöðina i Virum. Það er nýlegt úthverfi eða öllu heldur út- borg, sem náð hefur samruna við sjálfa Kaupmannahöfn. Þar voru eingöngu einnar hæðar einbýlishús, flest úr rauðum múrsteini en öli um- vafin fjölskrúðugum gróðri. Hermann Þorsteinsson og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir, taka á móti gestum af snilid þess er kann og reisn höfðingja, er skála höíðu um þjóðbraut þvera. Ibúðarhúsið er ævintýri út af fyrir sig; múrsteinn og timbur og brúnar þakhellur að ekki sé taiað um þennan dásamlega samruna við náttúruna. Garðurinn er eins og stofa i beinu áframhaldi af stofunni innan dyra. Okkur skildist, að yfir sumartimann væri hann íverustaður ekki minni en sjálft húsið. Við létum fara vel um okkur eftir hamborgarhrygginn og dreyptum á glösum. Það var orðið dimmt úti og lítill umferðargnýr þarna í friðsæld- inni. Ég lagði þá spurningu fyrir Hermann, hvort honum þætti á því einhver munur að vinna í Kaup- mannahöfn eða heima í Reykjavík. Hann svaraði: — Mér finnst sérstaklega auðveld- ara að vinna skipulega. Viðskiptin ganga dálitið öðruvisi fyrir sig, — það er meira gert bréflega hér. Maður fer yfir póstinn að morgni og síðan svarar maður því sem þarf að svara. Þetta er yfirleitt í mjög föstum skorðum. — Og þú kannt betur við þessháttar skipulag? — Ég verð að svara Því játandi. Viðskiptin eru hér mjög föst í form- um og mér finnst að orkan fari ekki svo mjög í það að reka á eftir sjálf- sögðum hlutum eins og heima. — Hvernig er með samskipti yfir- manna og undirmanna, — eru þau svipuð og heima? —- Það er allmikill munur á þeim og miklu stífara form, sem ríkir milli yfir- og undirmanna hér. I sumum fyrirtækjum er ætlazt til Þess, að menn þéri hver annan og það jafnt, þótt þeir annars séu aldavinir og Þú- ist utan vinnustaðarins. — Mér heyrðist þú þéra einkarit- arann þinn, þegar ég kom til Þín á skrifstofuna. — Það gerði ég að sjálfsögðu, — annað er ekki talið viðeigandi — hér Ingibjörg MagnúscLóttir og Hermann Þorsteinsson i stofunni heima hjá sér á Pergolavej 17 í Virum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.