Vikan - 03.11.1960, Side 9
skyggnast inn í framtiðina sem
snöggvast. Þetta hafði mjög mikil
áhrif á hann.
Jane fann, að einhver horfði á
hana, og sneri sér við og sá hann
standa í dyrunum. Henni fannst
harín hafa breytzt mikið, síðan hann
kom fyrir bremur mánuðum. Nú
var hann orðinn sólbrenndur og
miklu hraustlegri en hann var, ]ieg-
ar hann kom. Hann brosti. Hún
hrosti einnig. -Það lá eitthvað í loft-
inu, sem hau skildu ekki. En hau
vissu, að bau heyrðu hvort öðru til.
Hún fylgdi honum á járnbraut-
arstöðina morguninn eftir. Henni
var lmngt um hjartarœtur og barðist
við grátinn, en hún mátti ekki gef-
ast upp, fyrr en hann var farinn.
— Ég skrifá bér, sagði hann. Hún
kinkaði kolli. Stöðvarstjórinn var í
bnnn veginn að blása til brottferðar.
Klás rétti .Tane höndina. — Við
sjáumst aftur, ástin mín, sagði hann.
Þá fór lnin að gráta. Hún gat ekki
stillt sig lengur. Hann tók upp vasa-
klútinn sinn og burrkaði tárin af
hvörmum hennar. Stöðvarstjórinn
horfði á bau, brosti og sneri sér
undan. Hann flautaði ekki alveg
strax. Lestin fór bremur mínútum
of seint af brautarstöðinni.
Langir, drungalegir haustmánuðir
fórn i hönd. Jane hafði alltaf nóg
að gera. Eina ánægja hennar var
að lesa bréf hans, og hún beið beirra
alltaf með óbreyju. Henni var bað
nú Ijóst, að lifið var ekki bara strit
og hversdagsleiki, og hún varð
glaðari í bragði. Allir á heimilinu
var alltaf að hugsa um hann, og nú
óskaði hún bess af öllu hjarta, að
hann væri kominn. Hann ætti alltaf
að vera hjá henni og vita um allt,
sem hún tæki sér fyrir hendur.
Hún hafði lokið öllum undirbún-
ingi um tiuleytið á Þorláksmessu-
kvöld og fór dauðbreytt upp í her-
bergi sitt. Einhvers staðar langt i
burtu heyrðist raunalegt hljóðið i
lestarflautinni, og henni fannst eitt-
hvað svo einmanalegt i herberginu.
Hún stóð stundarkorn við gluggann
og horfði lit i dimma vetrarnóttina.
Það var hráslagalegur rigningar-
suddi, svo að ekki var til neins að
gera sér vonir um hvít jól í betta
skipti. — Loksins kveikti hún Ijósið
og fór að ganga frá jólagjöfunum.
Hún varð að gera bað i kvöld, þótt
hún væri orðin alveg uppgefin. Hún
vissi, að á morgun hefði hún ekki
tíma til bess.
Allt í einu var barið á útidyrnar.
Hún fór niður. Kannski var þetta
einhver flækingsræfill að biðja um
húsaskjól. Hún ætlaði að bregða út
af vananum og lofa honum að sofa í
hlöðunni, því að nú voru jólin að
koma. Hún opnaði hurðina og stóð
sem steini lostin. Hún vissi ekki,
hve lengi hún starði á hann, þar
sem hann stóð gegndrepa í rigning-
unni, en brosandi og ánægður. Hún
bauð honum inn og lokaði hurðinni.
Hann faðmaði hana að sér, og allt
var eins og það átti að vera.
Hann dvaldist fjóra daga á bú-
garðinum. Þessir dagar liðu eins
og sæludraumur, og Jane vissi, að
kt glcjfmr honuiti þess vcgno fór hún
tóku eftir breytingunni og glöddust
með henni.
Fyrir jólin var mikið að gera á
búgarðinum. Jane vann mykranna
á milli, og á Þorláksmessukvöld var
hún orðin svo örmagna af þreytu,
að við lá, að hún hlakkaði til, þegar
allt væri um garð gengið. Hún leit
í spegilinn. Henni brá, þegar hún
sá, hve föl og þreytuleg hún var.
Hún strauk hárlokk frá enninu með
mjölugri hendinni. Jólin voru
skemmtileg, en nú lrlakkaði liún
ekki til þeirra, eins og hún var vön.
Það vantaði eitthvað, og með sjálfri
sér vissi hún vel, hvað það var, —
eða öllu heldur, hver það var. Hún
þannig mtmdi framtíðin einnig
verða, — framtíðin með honum.
Kveðjustundin varð ekki eins
þungbær í þetta skipti. Þau ákváðu
að hittast bráðum aftur. — En nú
varð söknuðurinn enn sárari. Alla
þessa mánuði gat hún ekki hugsað
um annað en hann og þá hamingju,
sem þau ættu i vændum. Bréf hans
komu reglulega, og hún hjóst fast-
lega við, að hann kæmi aftur í júní.
En I apríl fækkaði bréfunum, og í
maí hættu þau alveg að koma. Og
nu brosti Jane ekki lengur. Nú raul-
aði hún sjaldan í eldhúsinu, og
vinnugleðin var alveg horfin. Á
hverjum degi leit hún spyrjandi
vonaraugum á póstinn, en alltaf
varð hún fyrir vonbrigðum. Jane
fannst nú lifið algerlega tilgangs-
laust. Sólin skein eins og áður, og
allt gekk sinn vanagang á búgarð-
inum, en gleðin var horfin. Hún
skrifaði honum tvisvar, en féklc
ekkert svar. Þá gafst hún upp. f
ágúst fékk hún bréf með hinni sér-
kennilegu rithendi hans. Hún var
skjálfhent, þegar hún reif það upp,
og þegar hún las það, fylltust augu
hennar tárum. Hann bað hana
að fyrirgefa, hve langt væri, síðan
hann hefði skrifað. Hann hefði ver-
ið svo önnum kafinn við námið.
Hann sagði nokkuð frá vinum sln-
um, og tvisvar minntist hann á
stúlku, sem hét Hanne Bruun. Bréf-
ið var skrifað i kumpánTegum frá-
sagnarstil. Það leit út fyrir, að hann
hefði gleymt, að þau hefðu einu
sinni verið meira en félagar.
Jane brenndi bréfið, en það vakti
ýmsar tilfinningar hjá hínni. Hún
gat lesið ýmislegt á milli linanna.
Hún vissi, að hann hafði orðið ást-
fanginn af annarri stúlku, — stúlku,
sem hét Hanne Bruun. Ef til vill
skammaðist hann sin svolitið og
kom sér ekki að þvi að segja henni
betta. Hann hafði bara skrifað hréf-
ið fvrir siðasakir. Hann hafði ekki
gleymt henni, en kærði sig ekki um
hana lengur.
Sem snöggvast flaug henni i hug.
að hún gæti gert sig ánægða með
vináttu hans, en þegar hún hugsaði
sig hetur um, fann hún, að það var
ekki nóg. Með bvi móti yrði hún
kannski enn þá óhamingjusamari
en ef hann hyrfi sjónum hennar og
hún reyndi að gleyma honum. —
Gleyma honum! hugsaði hún með
beizkju. Það gæti hún aldrei. Að
lokum tók hún ákvörðun. Hún ætlaði
að hitta hann, — bara einu sinni.
Hún ætlaði að tala við hann og
reyna að ná ástum hans á ný.
Þegar haustverkunum var lokið,
fór .Tane til Kaupmannahafnar. -Hún
hnfði aldrei komið þangað fyrr.
Henni fannst Tmn vera sveitaleg.
heimsk og klunnaleg. Hún hafði
mikið fvrir að leita hann uuni. Það
var liós I herherginu hans. Hún
hafði ákafan hiartslátt, þegar hún
hn'ngdi dyrabjöllunni.
Boskin kona kom til dvra. Jane
hélt fyrst, að þetta væri móðir
hans. en svo mundi hún eftir þvi,
að hún var dáin fvrir tveimur ár-
um, svo að þetta hlaut að vera kon-
an, sem hann leigði hjá. Hún visaði
henni á herbergi hans. Hann leit upp
úr lagabókinni, þegar hún kom inn.
— ,Tane, sagði hann undrandi og
stóð upn til að hiálpa henni úr káp-
unni. Hann roðnaði. Honum var
Ijóst, að hann hafði ekki komið
heiðarlega fram við hana. Hann
hafði ætlað að segja henni frá ðllu
saman, en einhvern veginn ekki
komið sér að hvi. Nú gat hann ekki
heldur útskýrt fyrir henni. að hann
hefði ekki ætlað að svikia hana. Það
var bara betta, að Hanne Bruun
hafð? orðið á vegi hans. Hún var
að lesa lögfræði. Hún gerði að
minnsta kosti tilraun til þess. -Hún
var eftirlætisbarn. litil og flngerð
og þarfnaðist verndar. Hann glevmdi
öllu öðru, þegar hann var i návist
hennar. .Tane lagði engar spurning-
ar fvrir hann. Það var eins og hún
kæmi elcki unp nokkru orði. og allt
i einu fannst henni, að liún hefði
hagað sér mjög heimskulega. Hann
fór að tala um daginn og veginn.
Hún svaraði út i hött, að þvi er
henni sjálfri fannst. Það var eins
og þau voru orðin ókunnug, og
allar hamingjuvonir hennar voru að
engu orðnar.
Klás leit á klukkuna. Hún var
langt gengin í sex. — Ertu búin að
borða? spurði hann. Hann vonaði,
að hún mundi svara því játandi, en
hún sagði eins og var, að hún hefði
ekki borðað neitt siðan um morg-
uninn. — Ég ætla að hitta félaga
minn eftir hálftima, þér er velkom-
ið að borða með okkur. Jane kink
aði kolli og fór í kápuna. Þau gengu
þegjandi eftir götunni. Þau fóru inn
í ódýrt, en vistlegt veitingahús. Þar
hafði verið lagt á borð fyrir tvo.
Klás pantaði fyrir einn i viðbót og
bauð Jane sígarettu. Hún var ekki
vön að reykja, en samt tók hún við
henni. í sama mund kom Hanne.
.Tane starði á hana, og nú varð henni
alveg ljóst, hve vonlaust þetta var.
Hanne hafði gljóbjart, slcínandi-
fallegt hár, stór liiminblá augu, og
varirnar voru rakar og rauðar. Og
fötin! Jane horfði hugfangin á gráa
kjólinn, sem var í senn glæsilegur
og einfaldur. Henni fannst hún sjálf
mjög lítilfjörleg í samanburði við
Hanne.
Klás kynnti ungu stúlkurnar, og
allt i einu fann hann til efasemda.
Hann vissi, að Hanne hafði komið
honum til að gleyma Jane, að
minnsta kosti um tíma, en nú, þegar
hann sá hana aftur, skildi hann
ekki, hvernig hann hafði getað
gleymt henni. Hann horfði á Hanne
og reyndi að gera sér ljóst, hvers
vegna hún hafði fengið hann til að
gleyma Jane, og hann fann, að
ástæðan var sú, að hún, sem var svo
veikbyggð og ósjálfbjarga, hafði
vakið hjá honum verndaratilfinn-
ingu. Hún þarfnaðist hans. En Jane
var svo sjálfstæð og þurfti ekki á
neinni hjálp að halda. Þrátt fyrir
það var hún ímynd hamingjunnar,
sem hann hafði dreymt um þetta
langa, dásamlega sumar og fjóra
stutta sæludaga um jólin. Hann
horfði ráðþrota á þær til skiptis.
Hann var hrifinn af þeim báðum,
en ekki á sama hátt. Ef hann bara
vissi, hvora þeirra honum þótti
vænna um, — hvora þeirra hann
elskaði.
Hanne Bruun leit á Jane. Hún
fann það á sér, að Klás var á ein-
hvern hátt bundinn þessari stúlku.
Fyrst fannst henni sér vera mis-
boðið, síðan fann hún til hræðilegra
vonbrigða, en þá var það of seint.
Hanne var barn stórborgarinnar, og
hún hagaði sér samkvæmt því. Hann
þurfti ekki að ímynda sér, að hún
kærði sig um hann eða að hann væri
hinn eini. Á þessu augnabliki hataði
hún hann vegna þess, að hún var
ekki eina stúlkan, sem hann var
hrifinn af.
— Það gleður mig, að þú ert i
góðum félagsskap í kvöld, Klás,
sagði hún, þvi að ég ætla að fara
út með Ole Krag, — þú kannast við
hann. Hann hefur svo oft boðið mér
út, og nú hef ég sagt já. Ég bjóst
við, að þú mundir ekki sakna mín
i þetta eina skipti. Við sjáumst á
inorgun. —
Hún hélt, að hann yrði afbrýði-
samur eða mundi að minnsta kosti
skilja, að það voru fleiri en hann,
sem voru hrifnir af henni, svo að
hann yrði að gæta sín, ef hann ætti
ekki að missa hana. En henni skjátl-
aðist. Að visu hlustaði Klás á það,
sem hún sagði, en hann horfði á
Framhald á bls. 27.
VIKAN 9