Vikan - 03.11.1960, Blaðsíða 10
Helga Dís:
ANDLITIÐ
I GLUGGANUM
ÞEGAR KEN
Eftir JOHN HERSEY
Á hveTjum
degi í tíu
ár hef ég
þurft að hafa það fyrir augum
mér þetta ógeðslega andlit með
vitfirringslégu augun, sem fylgj-
ast með hverju fótmáli minu.
Það er þarna í glugganum í búð-
inni við hliðina á mjólkurbúðinni
þar sem ég kaupi brauðið mitt og
mjólkurpelann. Það er þess vegna
sem ég þarf alltaf að sjá það á
hverjum degi. Það lætur aldrei
undan, það vaktar mig, glápir á
mig andstyggilegum augum.
Stundum er það flóttalegt, en
oftast ögrandi eins og það vilji
bjóða mér byrginn. Ég reyni oft
að láta sem ég taki ekki eftir þvi,
einset mér að líta ekki í glugg-
ann um leið og ég geng framhjá.
En það er eins og það hafi að-
dráttarafl og ég verð að líta við,
það neyðir mig til þess. Og þá —
mig langar að öskra, segja þv
að fara til helvítis. En það glápir
á mig ennþá vitfirringslegar en
nokkru sinni fyrr, glaðklakkalegt
eins og það! vilji segja: „Ég hef
þig á valdi minu.“ Þegar ég svo
er á heimléið og sný bakinu í
það, finn é'g hvernig það iæsir
S mig augunum. Þá tek ég á rás,
hleyp eins og ég eigi lifið að
leysa. Eitthvað ... bara sem
iengst i burtu frá því. En þá býr
það um sig i huga mér, það hlær,
gerir gys að mér og kallar mig
heigul fyrir að hlaupa frá sér.
Ég hef þurft að þola það í tíu
ár, en nú get ég ekki meira. Mig
þyrstir í uppreisn gegn þessu
gráa, kinnbeinaháa og glottandi
andliti með glæru brjálæðislegu
augun. Yfirbuga — fjarlægja, ha
... ha ... lia. Ég finn hamingju-
straumjíða um mig bara við til-
hugsunina. Tortíming andlitsins
þýðir sama og fullkomnun ham-
ingju minnar. En hvernig — ja,
það er nú mergurinn málsins.
Ég hef þrælhugsað hvert atriði
út af fyrir sig og ég er kominn
að niðurstöðu. Þú skalt ekki
halda að ég fari mér óðslega.
Nei, — að öllu með gát það er
um að gera. Enga byssu, engan
hnif, það eru vopn, sem ég kann
ekki að meðhöndla. Ég hef unnið
við að moka möl og koma stein-
um upp á vörubíla, stóruin egg-
beittum steinum og ég hef valið
einn þeirra fyrir sjálfan mig.
Vandlega valið máttu vita. Að
fara að öllu með gát ,er kjörorð
mitt. Vinfsa hendinni fjórum
sinnum og svo ... Ég finn
hvernig löngunin knýr mig
áfram til athafna, því sting ég
steininum mínum niður í tösk-
una og smeygi mér út fyrir dyrn-
ar. Klukkan er langt gengin átta
svo að búðarmaðurinn ætti að
vera búinn að ganga frá í verzl-
uninni. Ég geng eftir breiðstræti
og eftirvæntingin gripur mig
Framhald á bls. 26.
SMÁ >AGA
Hinn 7. desember 1941 hófst Kyrrahafsstyrjöldin með
árás Japana á Pearl Harbor. Bandaríkjamenn voru
árásinni óviðbúnir og eyðilagðist mikill hluti Kyrrahafs-
flota þeirra þar. Heppnaðist Bandaríkjamönnum ekki að
stöðva sigurgöngu Japana fyrr en í júní 1942, er banda-
rískur floti bar sigurorð af margfalt öflugri japönskum
flota í orrustunni við Midway-eyju. Hinn 7. ágúst 1942
gengu bandarískar hersveitir á land á eyjunni Guadalcanal
í Salómonseyjaklasanum. Var það fyrsta verulega gagn-
árás Bandaríkjamanna. Átökin á Salómonseyjum stóðu
yfir í meira en ár. Atburðir þeir, sem hér segir frá, gerðust
snemma í ágúst 1943, á meðan bardagar stóðu yfir á eyj-
unni Nýju Georgíu.
John F. Kennedy er fæddur árið 1917. Faðir hans er
stórefnaður iðjuhöldur og fyrrverandi ambassador Banda-
ríkjanna í Bretlandi. John Kennedy útskrifaðist úr Har-
vardháskóla með ágætiseinkunn. I stjrjöldinni hlaut hann
tvö heiðursmerki, annað fyrir vasklega framgöngu í árás
á japanskan tundurspilli, hitt fyrir afrek þau, er hér
segir frá.
Stjórnmálaferill Kennedys er óvenju glæsilegur. Árið
1946 var hann kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
og 1952 var hann kjörinn í öldungadeildina. Hlaut hann
þá fleiri atkvæði en nokkur frambjóðandi hafði áður
hlotið í Massachusetts. Árið 1956 lá nærri að hann hlyti
útnefningu sem varaforsetaefni Demókrataflokksins, og
eins og allir vita hlaut hann útnefningu sem forsetaefni
flokksins í kosningum þeim, sem fram fara nú í
nóvember.
Kennedy er mjög frjálslyndur í stjórnmálaskoðunum.
Á hann til dæmis miklu fylgi að fagna innan verkalýðs-
samtakanna í Bandaríkjunum. Sagt er, að hann taki sér
Franklín D. Roosevelt mjög til fyrirmyndar. Sagan, sem
hér er sögð, mun án efa verða notuð mikið í áróðursskyni
fyrir Kennedy í kosningunum eftir fimm daga og heyrzt
hefur að stuðningsmenn hans hafi látið gera kvikmynd
af atburðinum í þeim tilgangi.