Vikan


Vikan - 03.11.1960, Side 26

Vikan - 03.11.1960, Side 26
Bæheimskur kristall — draumur hverrar konu Þessi hentuga og glæsilega ávaxtaskálasamstæða í sex lit- um. er sannkólluð prýði á hverju borði. — En minnist þess, að Bæheimskur krystall er framleiddur eingöngu í Tékkóslóvakíu! — Spyrjið um hann í öllum sérverzlunum. GIASSEXPORT PRAHA CZECHOSLOVAKIA Við söknum kvöld- birtunnar mest Framhald af bls. 7. þó mjög milt veðurfar síðastliðinn vetur. — Er meiri mismunur á sumri og vetri, miðað við íslenzkar aðstæður? — Já, greinilega meiri munur. — Finnst Þér þægilegt að gera innkaupin? — Já, það er mjög fjölbreytt úrval af flestum vörum og gaman að vera húsmóðir hérna. —- Heldurðu ekki að þú salcnir þessa yndislega garðs? — Auðvitað mun ég gera það, en heima kemur þá eitthvaö annað gott i staðinn. — Já, það er vist. Þú notar hann mikið, — garðinn á ég við? — Þegar veður er gott, sem oft er hér, þá ílyt ég mig þangaö út með verkefni mín og nýt útiverunnar. — Heidur þú að húsmæður hér í Virum fari oft niður í borgina? — Mér er sagt, að margar konur fari einu sinni í viku niður i bæ tii innkaupa og sér til upplyftingar, þótt fá megi aliar nauðsynjar hér útírá. — Þið hafið auðvitað notað tæki- færið og keypt ykkur húsgögn? — Viö komum með nokkuð af búslóðinni að heiman, en við höfum bætt við. — Mér finnst húsgögnin bera af flestu, sem búðir hafa á boðstólum, en þau eru nokkuð dýr. — Hefurðu mikil kynni af nágrönnum þínum? — Nei, við þekkjumst í sjón og bjóðum hvert öðru góðan dag, en ekki er um mikinn samgang að ræða. — Hvers konar fólk mundir þú segja, að byggi í þessu hverfi? — Það er fólk, sem yfirleitt er í góðum stöðum, og meiri parturinn af i>ví er fremur ungur. — E’n húsaleigan, — ætli hún sé svipuð og heima? — Já, mér virðist að svo sé. Hún er 4—500 krónur og það er svipað og í Reykjavík. — Og aö lokum, Ingibjörg, — er þig ekki farið að langa heim? — Hér er gott að vera, en það er gamla sagan — heivia er bezt. Andlitið, í glugganum Framhald af bls. 10. sterkum tökum, ég veit að hvert spor ílytur mig nær hamingjunni. Nú beygi ég lyrir horn og iabba fram hjá grænmáluðum grindverk- um raðhúsagarðanna og þarna á næstu þvergotu er búðin, giugginn með ... Hiáturinn sýður niöri í mér en ég má ekki gefa tilfinning- um mínum iausan tauminn. Nú þarf ég á aliri minni stiilingu að halda. Eg geng yíir götuna og stanza við liornhús, sem er mér á hægri hönd og þarna — beint á móti er það. Stærsta augnabiik lifs míns er runnið upp. Aftur finn ég hvernig þessi þægilegi straumur þýtur í gegnum iíkama minn og hláturinn er að koma fram á varir mér en ég stilli mig. Það hefði ekki átt að vera svona öruggt með sig, það mátti vita að i lokin yrði ég sá sterki. Ég ætla ekki að fara nær, það gæti gefið því tækifæri til að sleppa. Ég þarf þess ekki heldur, ég veit nákvæmlega hvar það er, þó ég sjái það mjög ógreinilega. Ég lít gæti- lega í kringum mig, það er enginn maður sjáanlegur nema lögreglu- þjónninn. En það gerir ekkert til með liann ég hafði gert ráð fyrir honum. Það verður ekki langt þang- að til hann fær sér göngutúr um ná- grennið og ég veit meira að segja hvaöa leið hann fer. Núna gengur hann nokkrar ferðir fram hjá búð- unum og heíur hendurnar fyrir aft- an bak. Nú gengur hann að glugg- anurn, stanzar. Að hverju skyidi hann vera að gá? Ætli hann gruni eitthvað? Nei, vitleysa. Hvernig ætti hann að geta grunað nokkuð? Skyidi honum iika við andlitið? Það glottir kannski ekki svona framan i hann eins og mig. Það kannski ber viröingu fyrir þessum, þessum bún- ingi. Hann stendur enn íyrir frain- an gluggann, tekur ofan liúfuna og strýkur yfir koilinn. líátbroslega róiegur. Eí hann bara vissi ... Eg tek steininn varfærnislega upp úr töskunni, liann má ekki fyrir nokk- urn mun glatast mér. Fallegur, eggjóttur steinn, ég strýk hann var- lega. Ef hann gæti grunað hve mik- ils virði hann er mér. En hann hef- ur engar tilfinningar, hann er dauð- ur og það er þess vegna sem ég treysti honum. Lögregluþjónninn gengur út að horni verzlunarinnar og beygir. Ég lit á klukkuna, að vana ætti hann að vera i burtu um það bil stundarfjórðung. Ég bíð í langar fimm mínútur og núna — er stundin loksins runnin upp. Ég er ótrúlega rólegur þrátt fyrir til- hlökkunina, lyfti steininum og vingsa honum af öllu afli fjórum sinnum, og ... Ég heyri þytinn þeg- ar steinninn klýfur loftið á ofsa- hraða og síðan hávært brothljóð. Hláturinn gusast út úr mér og núna gerir það ekkert til, takmarkinu er náð. Ég hef sigrað andlitið, eyðilagt það, tortímt þvi. Ég vil ekki fara strax, heldur fylgjast með hvað ger- ist næst. Heyra — sjá ... Að hugsa sér — draumur minn er kominn fram, þvi skyidi ég vera að i'ara núna. Nei, ég vii njota verknaðarins út. i yztu æsar. Mig iangar aö hrópa aí fognuði, en ég læt mer nægja að hlæja, bara hiæja. Eg heyri manna- mái, lögregiupjonniun er kominn al'tur, hann helur sjálisagt heyrt brothijóðið. Og búöarmaðurinn, hann heiur ekki verið farinn eins og ég héit. Ég reyni af öllum mætti að stiiia hláturinn en ég get það ekki, hann er stjórnlaus. Eg stmg erminni upp í munninn á mér til þess að þeir heyri ekki tii mín. Lögregiuþjonninn kallar og spyr hvað haii komið fyrir. „Það heíur einhver kastað stórum grjóthnull- ungi í gegnum giuggann af svo mikiu afii að hann smail í vegginn beint á móti glugganuin,” segir búð- armaðurinn. „Það var lán að við vorum búnir að íiytja hiliurnar með glervörunum yfir á annan vegg.“ „Skemmdist ekkert í giugganum?“ spyr lögregluþjónninn. „Nei, eins og þú sérð ótrúlega lítið. Ekkert annað en spegillinn en hann hefur lika farið i mél.“ Þeir ganga inn í verzlunina og allt er hljótt. „Bara spegill — sagði hann. „Þeir hafa þá ekki tekið eítir andlitinu. Stórkostlegtl Ég heyri hlátur minn bergmála í þögninni. Þeir lieyra kannski til min en mér er alveg sama. Hvað gerir til með einn speg- il? Tilgangslausir hlutir, sem ég hef ekki liaft í eigu minni í fjöida ára. Nei, — þeir mega koma ef þeir vilja, þeir hafa ekki orðið varir við eyði- lagt andlitið og verða kannski aldrei varir við það. Stórkostlegt! É N D I R . Helga Dís. 26 VIJCAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.